
Mallet fæddist í Blackpool árið 1941 og hóf snemma störf sem fyrirsæta. Hún naut velgengni sem fyrirsæta á sjötta og sjöunda áratugnum og fór svo með hlutverk Tilly Masterson í Goldfinger sem kom út 1964.
Lék hún þár á móti Sean Connery sem fór með hlutverk James Bond, en Goldfinger er sú þriðja í röð Bond-mynda.
Hún sóttist fyrst eftir hlutverki í annarri Bond-myndinni, From Russia, With Love, en fékk ekki hlutverk.
Í Goldfinger sækist Tilly Masterson eftir því að hefna systur sinnar sem illmennið Auric Goldfinger drap með því að þekja líkama hennar gylltri málningu.
Í frétt Sky segir Mallet hafi harðlega gagnrýnt framleiðendur Bond-myndanna vegna bágra launa.
Hún lék ekki í annarri kvikmynd eftir Goldfinger.