Frábært að vera í lykilhlutverki Hjörvar Ólafsson skrifar 1. apríl 2019 12:00 Matthías er ánægður hjá Valerenga. mynd/vålerenga Eftir erfitt síðasta ár hjá Rosenborg, þar sem hann átti ekki upp á pallborðið hjá þjálfara liðsins fyrri hluta leiktíðarinnar og var að glíma við krossbandsslit síðari hlutann, söðlaði knattspyrnumaðurinn Matthías Vilhjálmsson um í Noregi og gekk til liðs við Vålerenga í sumar. Hjá Rosenborg varð Matthías Noregsmeistari fjórum sinnum og þrívegis bikarmeistari. Tækifærin voru hins vegar af skornum skammti á síðasta keppnistímabili og Matthías ákvað að finna sér nýja áskorun á ferli sínum. Hann stimplaði sig rækilega inn hjá nýja liðinu þegar norska efsta deildin fór af stað á laugardaginn þegar hann skoraði bæði mörk Vålerenga í 2-0 sigri liðsins gegn Mjöndalen í fyrstu umferð deildarinnar. Mörkin sem Matthías skoraði voru keimlík en hann fékk sendingu inn í vítateig Mjöndalen og kláraði færin af stakri prýði með góðum skotum. „Það er ofboðslega góð tilfinning að vera orðinn aftur lykilleikmaður hjá góðu liði. Að vera í byrjunarliði og að þekkja mína stöðu er mjög þægilegt. Síðasta árið mitt hjá Rosenborg var mjög erfitt vegna fárra tækifæra og meiðsla. Það er alltaf smá stress hjá öllum liðum í fyrstu umferðinni og það er gott að ná að brjóta ísinn með tveimur mörkum og sigri,“ segir Matthías. „Hjá Vålerenga er ég hugsaður sem fyrsti kostur í framherjastöðunni eða sem sóknartengiliður. Þegar ég spilaði hjá Rosenborg gat ég verið að spila sem framherji og skoraði í einum leik og verið svo djúpur miðjumaður í þeim næsta. Ég lærði auðvitað mikið af því að spila ólíkar stöður en það er auðvitað miklu þægilegra að vera bara hugsaður í eina stöðu,“ segir hann enn fremur. „Ég æfði mjög vel á undirbúningstímabilinu og formið á mér er mjög gott. Ég held að ég hafi aldrei verið jafn mótíveraður fyrir undirbúningstímabil eftir leiðinlegan kafla þar á undan. Meiðslin eru algerlega að baki og ég er nálægt besta ástandi sem ég hef verið í á ferlinum. Ég var staðráðinn í að koma til baka og sýna fólki hér úti hvað í mér býr og ég er bara mjög bjartsýnn á gott gengi mitt og liðsins á tímabilinu. Þetta byrjar allavega vel og nú er bara að byggja á þessu í komandi leikjum,“ segir framherjinn öflugi. „Vålerenga er stórt félag sem ætlar sér ávallt að gera góða hluti í deildinni ár hvert og stefnir á meistaratitilinn. Það er alveg raunhæft að stefna á það þar sem við höfum á að skipa góðum leikmönnum. Við erum með lið sem getur unnið öll önnur lið í deildinni. Liðið hafnaði hins vegar í sjötta sæti deildarinnar í fyrra þannig að það þarf margt að ganga upp til að við getum barist um titilinn,“ segir Ísfirðingurinn geðþekki sem hefur mest skorað 11 mörk í efstu deild í Noregi en það gerði hann á sinni fyrstu leiktíð með Start árið 2013 en árið áður skoraði hann 18 mörk í næstefstu deild. Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Golf „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti Fleiri fréttir Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Sjá meira
Eftir erfitt síðasta ár hjá Rosenborg, þar sem hann átti ekki upp á pallborðið hjá þjálfara liðsins fyrri hluta leiktíðarinnar og var að glíma við krossbandsslit síðari hlutann, söðlaði knattspyrnumaðurinn Matthías Vilhjálmsson um í Noregi og gekk til liðs við Vålerenga í sumar. Hjá Rosenborg varð Matthías Noregsmeistari fjórum sinnum og þrívegis bikarmeistari. Tækifærin voru hins vegar af skornum skammti á síðasta keppnistímabili og Matthías ákvað að finna sér nýja áskorun á ferli sínum. Hann stimplaði sig rækilega inn hjá nýja liðinu þegar norska efsta deildin fór af stað á laugardaginn þegar hann skoraði bæði mörk Vålerenga í 2-0 sigri liðsins gegn Mjöndalen í fyrstu umferð deildarinnar. Mörkin sem Matthías skoraði voru keimlík en hann fékk sendingu inn í vítateig Mjöndalen og kláraði færin af stakri prýði með góðum skotum. „Það er ofboðslega góð tilfinning að vera orðinn aftur lykilleikmaður hjá góðu liði. Að vera í byrjunarliði og að þekkja mína stöðu er mjög þægilegt. Síðasta árið mitt hjá Rosenborg var mjög erfitt vegna fárra tækifæra og meiðsla. Það er alltaf smá stress hjá öllum liðum í fyrstu umferðinni og það er gott að ná að brjóta ísinn með tveimur mörkum og sigri,“ segir Matthías. „Hjá Vålerenga er ég hugsaður sem fyrsti kostur í framherjastöðunni eða sem sóknartengiliður. Þegar ég spilaði hjá Rosenborg gat ég verið að spila sem framherji og skoraði í einum leik og verið svo djúpur miðjumaður í þeim næsta. Ég lærði auðvitað mikið af því að spila ólíkar stöður en það er auðvitað miklu þægilegra að vera bara hugsaður í eina stöðu,“ segir hann enn fremur. „Ég æfði mjög vel á undirbúningstímabilinu og formið á mér er mjög gott. Ég held að ég hafi aldrei verið jafn mótíveraður fyrir undirbúningstímabil eftir leiðinlegan kafla þar á undan. Meiðslin eru algerlega að baki og ég er nálægt besta ástandi sem ég hef verið í á ferlinum. Ég var staðráðinn í að koma til baka og sýna fólki hér úti hvað í mér býr og ég er bara mjög bjartsýnn á gott gengi mitt og liðsins á tímabilinu. Þetta byrjar allavega vel og nú er bara að byggja á þessu í komandi leikjum,“ segir framherjinn öflugi. „Vålerenga er stórt félag sem ætlar sér ávallt að gera góða hluti í deildinni ár hvert og stefnir á meistaratitilinn. Það er alveg raunhæft að stefna á það þar sem við höfum á að skipa góðum leikmönnum. Við erum með lið sem getur unnið öll önnur lið í deildinni. Liðið hafnaði hins vegar í sjötta sæti deildarinnar í fyrra þannig að það þarf margt að ganga upp til að við getum barist um titilinn,“ segir Ísfirðingurinn geðþekki sem hefur mest skorað 11 mörk í efstu deild í Noregi en það gerði hann á sinni fyrstu leiktíð með Start árið 2013 en árið áður skoraði hann 18 mörk í næstefstu deild.
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Golf „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti Fleiri fréttir Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Sjá meira