Ungir umhverfisaðgerðasinnar mótmæla við Heathrow flugvöll Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 19. apríl 2019 10:33 Einn vegatálmanna í miðbæ Lundúna. Getty/Leon Neal Ungir umhverfissinnar í Lundúnum hafa fært mótmælin sem geisað hafa á götum Lundúna til Heathrow flugvallar. Mótmælin hafa staðið yfir síðan á mánudag og hlotið heitið „Extinction Rebellion,“ eða Útrýmingar uppreisnin. Þetta kemur fram á vef The Guardian. Mótmælendurnir við Heathrow eru allir fæddir eftir 1990 og við komu þeirra á Heathrow drógu þau upp fána sem á stóð „Erum við síðasta kynslóðin?“ sem notaður var af mótmælendum til að stöðva umferð á stærsta hringtorginu sem liggur til og frá flugvellinum. Um 25 lögreglumenn voru kallaðir á staðinn en mótmælendum var hótað handtöku ef þeir færðu sig ekki upp á gangstétt. Fjórir þeirra neituðu að færa sig og stóðu áfram á veginum í meira en klukkutíma. Mótmælendur í Lundúnum halda enn vegatálmum á fjórum stöðum sem komið var upp í miðbæ Lundúna í vikunni þrátt fyrir að rúmlega 500 mótmælendur hafi verið handteknir og búast aðgerðasinnarnir við að fleiri mótmælendur bætist í hópinn um helgina. Talsmaður aðgerðasinnanna, Ronan McNern, telur að ný þáttaröð Davids Attenborough, Climate Change: The Facts, muni hjálpa málstað þeirra mikið. Í samtali við The Guardian sagði hann að mótmælin væru að setja umhverfismál í brennipunkt. Fólk væri að tala um umhverfismál og það væri það mikilvægasta af öllu. Bretland Loftslagsmál Tengdar fréttir Þúsundir Lundúnabúa taka þátt í „Umhverfis-uppreisn“ Þúsundir Lundúnabúa hafa lokað fyrir umferð að þekktum kennileitum borgarinnar til að hefja það sem kallað er ytra "umhverfis-uppreisn“ 15. apríl 2019 21:42 Tæplega þrjú hundruð manns handteknir á loftslagsmótmælum Mótmælendur hafa lokað götum í miðborg London og ætla að trufla almenningssamgöngur á morgun. 16. apríl 2019 22:26 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Ungir umhverfissinnar í Lundúnum hafa fært mótmælin sem geisað hafa á götum Lundúna til Heathrow flugvallar. Mótmælin hafa staðið yfir síðan á mánudag og hlotið heitið „Extinction Rebellion,“ eða Útrýmingar uppreisnin. Þetta kemur fram á vef The Guardian. Mótmælendurnir við Heathrow eru allir fæddir eftir 1990 og við komu þeirra á Heathrow drógu þau upp fána sem á stóð „Erum við síðasta kynslóðin?“ sem notaður var af mótmælendum til að stöðva umferð á stærsta hringtorginu sem liggur til og frá flugvellinum. Um 25 lögreglumenn voru kallaðir á staðinn en mótmælendum var hótað handtöku ef þeir færðu sig ekki upp á gangstétt. Fjórir þeirra neituðu að færa sig og stóðu áfram á veginum í meira en klukkutíma. Mótmælendur í Lundúnum halda enn vegatálmum á fjórum stöðum sem komið var upp í miðbæ Lundúna í vikunni þrátt fyrir að rúmlega 500 mótmælendur hafi verið handteknir og búast aðgerðasinnarnir við að fleiri mótmælendur bætist í hópinn um helgina. Talsmaður aðgerðasinnanna, Ronan McNern, telur að ný þáttaröð Davids Attenborough, Climate Change: The Facts, muni hjálpa málstað þeirra mikið. Í samtali við The Guardian sagði hann að mótmælin væru að setja umhverfismál í brennipunkt. Fólk væri að tala um umhverfismál og það væri það mikilvægasta af öllu.
Bretland Loftslagsmál Tengdar fréttir Þúsundir Lundúnabúa taka þátt í „Umhverfis-uppreisn“ Þúsundir Lundúnabúa hafa lokað fyrir umferð að þekktum kennileitum borgarinnar til að hefja það sem kallað er ytra "umhverfis-uppreisn“ 15. apríl 2019 21:42 Tæplega þrjú hundruð manns handteknir á loftslagsmótmælum Mótmælendur hafa lokað götum í miðborg London og ætla að trufla almenningssamgöngur á morgun. 16. apríl 2019 22:26 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Þúsundir Lundúnabúa taka þátt í „Umhverfis-uppreisn“ Þúsundir Lundúnabúa hafa lokað fyrir umferð að þekktum kennileitum borgarinnar til að hefja það sem kallað er ytra "umhverfis-uppreisn“ 15. apríl 2019 21:42
Tæplega þrjú hundruð manns handteknir á loftslagsmótmælum Mótmælendur hafa lokað götum í miðborg London og ætla að trufla almenningssamgöngur á morgun. 16. apríl 2019 22:26