Vætutíð og vinsældir Hengifoss léku göngustíginn grátt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. apríl 2019 16:45 Göngustígurinn er víða illa farinn. Mynd/Adolf Ingi Erlingsson Tekin hefur verið ákvörðun um loka fyrir aðgengi að Hengifossi á Austurlandi. Göngustígar að fossinum er orðnir illa farnir vegna vinsælda fossins samfara vætutíð. Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum, sem teknar voru í gær, eru hluti göngustígsins að fossinum orðinn að drullusvaði. Í samtali við Vísi segir Agnes Brá Birgisdóttir, þjóðgarðsvörður Vatnajökulsþjóðgarð, að starfsmenn muni loka hluta göngustígsins síðar í dag. „Við vorum að útbúa skilti, semja texta og finna heftibyssu og staura. Við erum tilbúin með þetta og nú er bara að hoppa úr húsi til að fara að loka frá Litlanesfossi og upp. Það er ennþá alveg hægt að stoppa við Hengifoss og ganga að Litlanesfossi. Hann er mjög fallegur og maður sér alveg upp að Hengifossi,“ segir Agnes.Stígurinn er forarsvað á köflum.Mynd/Adolf Ingi ErlingssonÆ fleiri sækja fossinn heim á ári hverju Hengifoss er ekki í umsjá Vatnajökulsþjóðgarð nema þrjá mánuði ári yfir sumartímann samkvæmt samningi við Fljótsdalshrepp. Það tímabil er ekki hafið en engu að síður var ákveðið í samráði við hreppinn og landeigendur að þjóðgarðsverðir myndu loka fyrir aðgengi að fossinum á meðan ástandið er líkt og það er nú, til að forða frekari gróðurskemmdum.Agnes segir fossin vera afar vinsælan, um 60 þúsund manns heimsæki hann á hverju ári og æ fleiri komi utan sumartíma þegar landverðir eru ekki til staðar við fossinn.„Við höfum með veikum mætti verið að reyna að stjórna umferð þarna á sumrin með köðlum en við erum ekki að sjá um þetta svæði á jaðartíma, því miður. En við erum vonandi að komast þangað,“ segir Agnes og bætir við að viðræður hafi farið fram um að lengja þurfi þann tíma sem landverðir séu með fasta viðveru við fossinn.Þá hafi hreppurinn ráðist í framkvæmdir við fossinn og að göngustígurinn sé að mestu leyti í ágætu horfi fyrir utan efsta hluta hans við Hengifoss þar sem ráðast þurfi í frekari framkvæmdir.„Þetta er allt í góðu ferli myndi ég segja en núna er bara bleyta. Það er aukning í jaðartúrismanum og það fer ekki alltaf saman með íslenskri náttúru,“ segir Agnes. Ferðamennska á Íslandi Fljótsdalshreppur Umhverfismál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Tekin hefur verið ákvörðun um loka fyrir aðgengi að Hengifossi á Austurlandi. Göngustígar að fossinum er orðnir illa farnir vegna vinsælda fossins samfara vætutíð. Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum, sem teknar voru í gær, eru hluti göngustígsins að fossinum orðinn að drullusvaði. Í samtali við Vísi segir Agnes Brá Birgisdóttir, þjóðgarðsvörður Vatnajökulsþjóðgarð, að starfsmenn muni loka hluta göngustígsins síðar í dag. „Við vorum að útbúa skilti, semja texta og finna heftibyssu og staura. Við erum tilbúin með þetta og nú er bara að hoppa úr húsi til að fara að loka frá Litlanesfossi og upp. Það er ennþá alveg hægt að stoppa við Hengifoss og ganga að Litlanesfossi. Hann er mjög fallegur og maður sér alveg upp að Hengifossi,“ segir Agnes.Stígurinn er forarsvað á köflum.Mynd/Adolf Ingi ErlingssonÆ fleiri sækja fossinn heim á ári hverju Hengifoss er ekki í umsjá Vatnajökulsþjóðgarð nema þrjá mánuði ári yfir sumartímann samkvæmt samningi við Fljótsdalshrepp. Það tímabil er ekki hafið en engu að síður var ákveðið í samráði við hreppinn og landeigendur að þjóðgarðsverðir myndu loka fyrir aðgengi að fossinum á meðan ástandið er líkt og það er nú, til að forða frekari gróðurskemmdum.Agnes segir fossin vera afar vinsælan, um 60 þúsund manns heimsæki hann á hverju ári og æ fleiri komi utan sumartíma þegar landverðir eru ekki til staðar við fossinn.„Við höfum með veikum mætti verið að reyna að stjórna umferð þarna á sumrin með köðlum en við erum ekki að sjá um þetta svæði á jaðartíma, því miður. En við erum vonandi að komast þangað,“ segir Agnes og bætir við að viðræður hafi farið fram um að lengja þurfi þann tíma sem landverðir séu með fasta viðveru við fossinn.Þá hafi hreppurinn ráðist í framkvæmdir við fossinn og að göngustígurinn sé að mestu leyti í ágætu horfi fyrir utan efsta hluta hans við Hengifoss þar sem ráðast þurfi í frekari framkvæmdir.„Þetta er allt í góðu ferli myndi ég segja en núna er bara bleyta. Það er aukning í jaðartúrismanum og það fer ekki alltaf saman með íslenskri náttúru,“ segir Agnes.
Ferðamennska á Íslandi Fljótsdalshreppur Umhverfismál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira