Líkurnar á því að Jón Þröstur finnist á lífi fari minnkandi með degi hverjum Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. apríl 2019 15:01 Jón Þröstur Jónsson hefur ekki sést síðan hann gekk út af hóteli sínu í Dyflinni þann 9. febrúar síðastliðinn. Daníel Wiium, bróðir Jóns Þrastar Jónssonar, telur líkurnar á því að bróðir sinn finnist á lífi fara minnkandi með degi hverjum. Þetta kom fram í máli Daníels í viðtali við írsku fréttastofuna Virgin Media News. Leit fjölskyldunnar að Jóni Þresti, sem hvarf sporlaust í Dyflinni í febrúar síðastliðnum, hefur enn engan árangur borið. „Fyrir mitt leyti held ég að hann hafi verið að hitta einhvern eða fara eitthvert. Það var eitthvað sem hann ætlaði að gera, það er það sem ég held. Og ég held að hann hafi farið upp í einhvers konar farartæki,“ sagði Daníel í samtali við Virgin Media en fréttastofan birti stutta umfjöllun um hvarf Jóns Þrastar á Facebook-síðu sinni í morgun „Líkurnar á því að finna hann á lífi fara minnkandi með hverjum deginum, hverri klukkustund,“ bætti Daníel við.Viðtalið við Daníel má horfa á í spilaranum hér að neðan. Davíð Karl Wiium, annar bróðir Jóns Þrastar, segir í samtali við Vísi að staðan á málinu sé mjög svipuð og verið hefur síðustu vikur. Davíð segir að Daníel hafi flogið út til Írlands í morgun og haldi á fund með lögreglu í dag. Þá muni Daníel einnig leggja áherslu á að komast í írska fjölmiðla, þar sem mikilvægt sé að halda málinu lifandi úti á Írlandi.Davíð Karl Wiium.Mynd/Facebook„Þetta er soldið mikið bara „the waiting game“, eins og maður segir,“ segir Davíð. Daníel brunaði strax í viðtalið við Virgin Media þegar hann lenti í Dyflinni. Inntur eftir því hvort upplifun fjölskyldunnar sé sú sama og Daníel lýsir í viðtalinu segir Davíð svo ekki endilega vera. „Þetta er kannski hans upplifun en fyrir mér eru allar líkur jafnmiklar svo sem, á lífi eða ekki á lífi eða hvort hann sé þar [á Írlandi] eða annars staðar. Á meðan ég veit ekki neitt þá verðum við bara að leyfa þessu að ráðast,“ segir Davíð. „Fyrir mér er bara að fá niðurstöðu í málið það mikilvægasta á þessum tímapunkti. Þangað til það kemur í ljós, vonandi fyrr en síðar, verður maður að halda öllu opnu.“ Davíð segir að á meðan engar nýjar upplýsingar liggi fyrir í málinu séu ekki forsendur fyrir annarri leit, líkt og aðstandendur Jóns Þrastar hafa blásið reglulega til úti í Dyflinni. Þau fylgist áfram grannt með stöðu mála og séu í sambandi við lögreglu. Írland Leitin að Jóni Þresti Tengdar fréttir Á krossgötum eftir hvarf Jóns Þrastar Rúmir tveir mánuðir eru frá því að Jón Þröstur Jónsson hvarf á dularfullan hátt á Írlandi. 8. apríl 2019 08:15 Getur ekki leyft sér að syrgja og heldur áfram að leita bróður síns Ekkert hefur spurst til Jóns Þrastar síðan hann gekk út af hóteli og út á götur Dyflinnar að morgni laugardagsins 9. febrúar. Jón Þröstur verður 42 ára á þessu ári og er fjögurra barna faðir. Davíð segist ekkert hafa sofið fyrstu vikurnar eftir að Jón Þröstur hvarf. 21. mars 2019 14:13 Fjölskylda Jóns fær særandi skilaboð frá fjölda miðla Frá þessu segir fjölskyldan á Facebook-síðu sem tileinkuð er leitinni að Jóni Þresti. 9. apríl 2019 11:53 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Sjá meira
Daníel Wiium, bróðir Jóns Þrastar Jónssonar, telur líkurnar á því að bróðir sinn finnist á lífi fara minnkandi með degi hverjum. Þetta kom fram í máli Daníels í viðtali við írsku fréttastofuna Virgin Media News. Leit fjölskyldunnar að Jóni Þresti, sem hvarf sporlaust í Dyflinni í febrúar síðastliðnum, hefur enn engan árangur borið. „Fyrir mitt leyti held ég að hann hafi verið að hitta einhvern eða fara eitthvert. Það var eitthvað sem hann ætlaði að gera, það er það sem ég held. Og ég held að hann hafi farið upp í einhvers konar farartæki,“ sagði Daníel í samtali við Virgin Media en fréttastofan birti stutta umfjöllun um hvarf Jóns Þrastar á Facebook-síðu sinni í morgun „Líkurnar á því að finna hann á lífi fara minnkandi með hverjum deginum, hverri klukkustund,“ bætti Daníel við.Viðtalið við Daníel má horfa á í spilaranum hér að neðan. Davíð Karl Wiium, annar bróðir Jóns Þrastar, segir í samtali við Vísi að staðan á málinu sé mjög svipuð og verið hefur síðustu vikur. Davíð segir að Daníel hafi flogið út til Írlands í morgun og haldi á fund með lögreglu í dag. Þá muni Daníel einnig leggja áherslu á að komast í írska fjölmiðla, þar sem mikilvægt sé að halda málinu lifandi úti á Írlandi.Davíð Karl Wiium.Mynd/Facebook„Þetta er soldið mikið bara „the waiting game“, eins og maður segir,“ segir Davíð. Daníel brunaði strax í viðtalið við Virgin Media þegar hann lenti í Dyflinni. Inntur eftir því hvort upplifun fjölskyldunnar sé sú sama og Daníel lýsir í viðtalinu segir Davíð svo ekki endilega vera. „Þetta er kannski hans upplifun en fyrir mér eru allar líkur jafnmiklar svo sem, á lífi eða ekki á lífi eða hvort hann sé þar [á Írlandi] eða annars staðar. Á meðan ég veit ekki neitt þá verðum við bara að leyfa þessu að ráðast,“ segir Davíð. „Fyrir mér er bara að fá niðurstöðu í málið það mikilvægasta á þessum tímapunkti. Þangað til það kemur í ljós, vonandi fyrr en síðar, verður maður að halda öllu opnu.“ Davíð segir að á meðan engar nýjar upplýsingar liggi fyrir í málinu séu ekki forsendur fyrir annarri leit, líkt og aðstandendur Jóns Þrastar hafa blásið reglulega til úti í Dyflinni. Þau fylgist áfram grannt með stöðu mála og séu í sambandi við lögreglu.
Írland Leitin að Jóni Þresti Tengdar fréttir Á krossgötum eftir hvarf Jóns Þrastar Rúmir tveir mánuðir eru frá því að Jón Þröstur Jónsson hvarf á dularfullan hátt á Írlandi. 8. apríl 2019 08:15 Getur ekki leyft sér að syrgja og heldur áfram að leita bróður síns Ekkert hefur spurst til Jóns Þrastar síðan hann gekk út af hóteli og út á götur Dyflinnar að morgni laugardagsins 9. febrúar. Jón Þröstur verður 42 ára á þessu ári og er fjögurra barna faðir. Davíð segist ekkert hafa sofið fyrstu vikurnar eftir að Jón Þröstur hvarf. 21. mars 2019 14:13 Fjölskylda Jóns fær særandi skilaboð frá fjölda miðla Frá þessu segir fjölskyldan á Facebook-síðu sem tileinkuð er leitinni að Jóni Þresti. 9. apríl 2019 11:53 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Sjá meira
Á krossgötum eftir hvarf Jóns Þrastar Rúmir tveir mánuðir eru frá því að Jón Þröstur Jónsson hvarf á dularfullan hátt á Írlandi. 8. apríl 2019 08:15
Getur ekki leyft sér að syrgja og heldur áfram að leita bróður síns Ekkert hefur spurst til Jóns Þrastar síðan hann gekk út af hóteli og út á götur Dyflinnar að morgni laugardagsins 9. febrúar. Jón Þröstur verður 42 ára á þessu ári og er fjögurra barna faðir. Davíð segist ekkert hafa sofið fyrstu vikurnar eftir að Jón Þröstur hvarf. 21. mars 2019 14:13
Fjölskylda Jóns fær særandi skilaboð frá fjölda miðla Frá þessu segir fjölskyldan á Facebook-síðu sem tileinkuð er leitinni að Jóni Þresti. 9. apríl 2019 11:53