Erlendir sjóðir seldu fyrir nærri milljarð í Símanum Hörður Ægisson og Kristinn Ingi Jónsson skrifar 17. apríl 2019 07:00 Erlendir sjóðir minnka við sig í Símanum. Fréttablaðið/Vilhelm Erlendir fjárfestingarsjóðir í hluthafahópi Símans hafa selt samanlagt um 2,4 prósenta hlut, jafnvirði um 900 milljóna króna miðað við núverandi hlutabréfaverð, í fjarskiptafyrirtækinu frá síðustu mánaðamótum. Þetta má lesa út úr nýjum lista yfir alla hluthafa Símans sem Markaðurinn hefur séð. Um er að ræða sjóði í stýringu þriggja fyrirtækja, bandarísku sjóðastýringarfyrirtækjanna Eaton Vance Management og Wellington Management og breska vogunarsjóðsins Lansdowne Partners. Þannig hafa tveir sjóðir á vegum Eaton Vance, sem hefur undanfarin ár verið umsvifamesti erlendi fjárfestirinn hér á landi, minnkað hlut sinn í Símanum um samanlagt 0,6 prósent af hlutafé fjarskiptafyrirtækisins á undanförnum tveimur vikum. Fara sjóðirnir Global Macro Absolute Return Advantage og Global Macro Portfolio nú með 8,4 prósenta hlut í félaginu. Þá hefur sjóður í stýringu Wellington Management selt á sama tíma um 0,7 prósenta hlut og sjóður Lansdowne Partners minnkað hlut sinn um liðlega 1,1 prósent. Fer fyrrnefndi sjóðurinn nú með 2 prósenta hlut í Símanum og sá síðarnefndi tæpan 1,4 prósenta hlut. Á sama tíma og erlendu fjárfestarnir hafa minnkað við sig í fjarskiptafyrirtækinu hefur eignarhlutur, sem Kvika banki er skráður fyrir, aukist úr 1,6 prósentum í 4,6 prósent. Gengi hlutabréfa í Símanum hefur hækkað um 5,9 prósent það sem af er ári eftir að hafa lækkað um 9,3 prósent á síðasta ári. Er núverandi markaðsvirði félagsins um 36 milljarðar króna. Lífeyrissjóðir eru áberandi í hópi stærstu hluthafa Símans en Lífeyrissjóður verslunarmanna er sem dæmi stærsti hluthafi félagsins með um 13,5 prósenta hlut og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins sá næst stærsti með um 11,3 prósenta hlut. Þá heldur Gildi jafnframt á um 9,3 prósenta hlut í félaginu. – hae, kij Birtist í Fréttablaðinu Fjarskipti Mest lesið „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Sjá meira
Erlendir fjárfestingarsjóðir í hluthafahópi Símans hafa selt samanlagt um 2,4 prósenta hlut, jafnvirði um 900 milljóna króna miðað við núverandi hlutabréfaverð, í fjarskiptafyrirtækinu frá síðustu mánaðamótum. Þetta má lesa út úr nýjum lista yfir alla hluthafa Símans sem Markaðurinn hefur séð. Um er að ræða sjóði í stýringu þriggja fyrirtækja, bandarísku sjóðastýringarfyrirtækjanna Eaton Vance Management og Wellington Management og breska vogunarsjóðsins Lansdowne Partners. Þannig hafa tveir sjóðir á vegum Eaton Vance, sem hefur undanfarin ár verið umsvifamesti erlendi fjárfestirinn hér á landi, minnkað hlut sinn í Símanum um samanlagt 0,6 prósent af hlutafé fjarskiptafyrirtækisins á undanförnum tveimur vikum. Fara sjóðirnir Global Macro Absolute Return Advantage og Global Macro Portfolio nú með 8,4 prósenta hlut í félaginu. Þá hefur sjóður í stýringu Wellington Management selt á sama tíma um 0,7 prósenta hlut og sjóður Lansdowne Partners minnkað hlut sinn um liðlega 1,1 prósent. Fer fyrrnefndi sjóðurinn nú með 2 prósenta hlut í Símanum og sá síðarnefndi tæpan 1,4 prósenta hlut. Á sama tíma og erlendu fjárfestarnir hafa minnkað við sig í fjarskiptafyrirtækinu hefur eignarhlutur, sem Kvika banki er skráður fyrir, aukist úr 1,6 prósentum í 4,6 prósent. Gengi hlutabréfa í Símanum hefur hækkað um 5,9 prósent það sem af er ári eftir að hafa lækkað um 9,3 prósent á síðasta ári. Er núverandi markaðsvirði félagsins um 36 milljarðar króna. Lífeyrissjóðir eru áberandi í hópi stærstu hluthafa Símans en Lífeyrissjóður verslunarmanna er sem dæmi stærsti hluthafi félagsins með um 13,5 prósenta hlut og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins sá næst stærsti með um 11,3 prósenta hlut. Þá heldur Gildi jafnframt á um 9,3 prósenta hlut í félaginu. – hae, kij
Birtist í Fréttablaðinu Fjarskipti Mest lesið „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Sjá meira