Notre Dame minnisvarði um menningarlíf Parísar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. apríl 2019 12:45 Goddur ræddi Notre Dame og brunann í gærkvöldi í Morgunútvarpinu í morgun. fréttablaðið/anton brink Guðmundur Oddur Magnússon, betur þekktur sem Goddur, prófessor við Listaháskóla Íslands, segir Notre Dame kirkjuna minnisvarða um menningarlíf Parísar. Núllpunktur Parísar sé fyrir framan kirkjuna, París verði til á þessum slóðum og því þykir Parísarbúum svo vænt um kirkjuna sem raun ber vitni. Þetta kom fram í viðtali við Godd í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun þar sem hann ræddi brunann sem varð í Notre Dame í gærkvöldi. „Ég trúði varla eigin augum þegar ég sá þessa mögnuðu táknmynd sem kirkjan er fuðra upp, þetta var alveg ótrúlegt að sjá þetta,“ sagði Goddur.Yfirheyra verkamennina sem unnu að viðgerðunum Bruninn vakti strax heimsathygli enda er Notre Dame ein þekktasta bygging í heimi og eitt helsta kennileiti Parísar. Ljóst er að gríðarlegt tjón varð í brunanum þó að tekist hafa að bjarga mörgum merkum munum sem geymdir voru í kirkjunni. Eldsupptök eru ókunn en gengið er út frá því að um slys hafi verið er að ræða. Er talið að eldurinn tengist mögulega endurbótum á kirkjunni og hefur saksóknari í París hafið yfirheyrslur yfir verkamönnunum sem unnu að viðgerðunum en þeir voru farnir úr vinnu þegar eldurinn kom upp um klukkan sjö að staðartíma.Vorrar frúar kirkja, eins og Notre Dame heitir á íslensku, stóð í ljósum logum í gærkvöldi.vísir/gettyAllt gert guði til dýrðar Notre Dame er ekki hvað síst þekkt fyrir gotneska stílinn sem hún er byggð í. Kirkjan var byggð á 12. og 13. öld en Goddur sagði að Notre Dame væri þó ekki fyrsta byggingin sem byggð var í þessum stíl. Fyrsta gotneska byggingin hefði verið Saint Denis-basilíkan sem er í úthverfi Parísar. „Það er byggt í þessum stíl. Það var maður sem hét Suger og hann er að reyna að reisa hærri byggingu guði til dýrðar. Hann er að reyna að finna aðferð til að lyfta þessu hærra upp með léttara byrði svo hægt væri að hafa hærri glugga. Hann finnur byggingalistaaðferð sem snýst um svokallaða oddboga og svifstoðir í kringum oddbogana sem geta haldið þakinu uppi á miklu léttari hátt en rómverski stíllinn sem var þarna á undan. […] Þetta er allt gert guði til dýrðar,“ sagði Goddur. Hann sagði að Notre Dame hefði um tíma verði stærsta bygging heims og kirkjan sé einn af stóru minnisvörðum gotneska stílsins. Sá stíll hafi svo gert kirkjuna að þeim minnisvarða sem hún er í listasögunni sjálfri.Ljóst er að tjónið sem varð í eldsvoðanum í gær er gríðarlegt.vísir/gettyNúllpunktur Parísar á torginu fyrir framan kirkjuna Goddur sagði að auðvitað ætti að endurbyggja kirkjuna og benti á að fyrir utan alla auðjöfrana sem hafa heitið hundruð milljónum evra til viðgerða á Notre Dame þá sé kaþólska kirkjan ekki á flæðiskeri stödd fjárhagslega. Aðspurður hvers vegna Parísarbúum þyki síðan svo vænt um Vorrar frúar kirkju, eins og Notre Dame heitir upp á íslensku, sagði Goddur aldur kirkjunnar ekki aðeins spila inn í. „Líka þetta að þarna verður París til. Hún er núllstillt þarna. Núllpunktur Parísar er á torginu fyrir framan kirkjuna sem þýðir að þetta er minnisvarði um menningarlíf Parísar, ekki bara byggingin og gripirnir, heldur líka tónlistin, þetta er tengt tónlistarsögunni,“ sagði Goddur.Viðtalið við hann má heyra í heild sinni hér. Bruninn í Notre-Dame Frakkland Tengdar fréttir Fyrstu ljósmyndir innan úr Notre Dame eftir eldsvoðann Slökkviliðsmenn hafa náð að ráða niðurlögum eldsins en þurfa nú að meta umfang skaðans. 16. apríl 2019 08:18 Af hverju voru ekki notaðar þyrlur til að slökkva eldinn í Notre Dame? Aldrei kom til greina að berjast við eldinn í Notre Dame-dómkirkjunni úr lofti, að sögn viðbragðsaðila og sérfræðinga í öryggismálum. 16. apríl 2019 11:36 Myndir: Eitt helsta kennileiti Parísar brennur Gríðarmikil eyðilegging hefur orðið á dómkirkjunni Notre Dame í París eftir að eldur kom upp í kirkjunni síðdegis í dag. 15. apríl 2019 19:40 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Guðmundur Oddur Magnússon, betur þekktur sem Goddur, prófessor við Listaháskóla Íslands, segir Notre Dame kirkjuna minnisvarða um menningarlíf Parísar. Núllpunktur Parísar sé fyrir framan kirkjuna, París verði til á þessum slóðum og því þykir Parísarbúum svo vænt um kirkjuna sem raun ber vitni. Þetta kom fram í viðtali við Godd í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun þar sem hann ræddi brunann sem varð í Notre Dame í gærkvöldi. „Ég trúði varla eigin augum þegar ég sá þessa mögnuðu táknmynd sem kirkjan er fuðra upp, þetta var alveg ótrúlegt að sjá þetta,“ sagði Goddur.Yfirheyra verkamennina sem unnu að viðgerðunum Bruninn vakti strax heimsathygli enda er Notre Dame ein þekktasta bygging í heimi og eitt helsta kennileiti Parísar. Ljóst er að gríðarlegt tjón varð í brunanum þó að tekist hafa að bjarga mörgum merkum munum sem geymdir voru í kirkjunni. Eldsupptök eru ókunn en gengið er út frá því að um slys hafi verið er að ræða. Er talið að eldurinn tengist mögulega endurbótum á kirkjunni og hefur saksóknari í París hafið yfirheyrslur yfir verkamönnunum sem unnu að viðgerðunum en þeir voru farnir úr vinnu þegar eldurinn kom upp um klukkan sjö að staðartíma.Vorrar frúar kirkja, eins og Notre Dame heitir á íslensku, stóð í ljósum logum í gærkvöldi.vísir/gettyAllt gert guði til dýrðar Notre Dame er ekki hvað síst þekkt fyrir gotneska stílinn sem hún er byggð í. Kirkjan var byggð á 12. og 13. öld en Goddur sagði að Notre Dame væri þó ekki fyrsta byggingin sem byggð var í þessum stíl. Fyrsta gotneska byggingin hefði verið Saint Denis-basilíkan sem er í úthverfi Parísar. „Það er byggt í þessum stíl. Það var maður sem hét Suger og hann er að reyna að reisa hærri byggingu guði til dýrðar. Hann er að reyna að finna aðferð til að lyfta þessu hærra upp með léttara byrði svo hægt væri að hafa hærri glugga. Hann finnur byggingalistaaðferð sem snýst um svokallaða oddboga og svifstoðir í kringum oddbogana sem geta haldið þakinu uppi á miklu léttari hátt en rómverski stíllinn sem var þarna á undan. […] Þetta er allt gert guði til dýrðar,“ sagði Goddur. Hann sagði að Notre Dame hefði um tíma verði stærsta bygging heims og kirkjan sé einn af stóru minnisvörðum gotneska stílsins. Sá stíll hafi svo gert kirkjuna að þeim minnisvarða sem hún er í listasögunni sjálfri.Ljóst er að tjónið sem varð í eldsvoðanum í gær er gríðarlegt.vísir/gettyNúllpunktur Parísar á torginu fyrir framan kirkjuna Goddur sagði að auðvitað ætti að endurbyggja kirkjuna og benti á að fyrir utan alla auðjöfrana sem hafa heitið hundruð milljónum evra til viðgerða á Notre Dame þá sé kaþólska kirkjan ekki á flæðiskeri stödd fjárhagslega. Aðspurður hvers vegna Parísarbúum þyki síðan svo vænt um Vorrar frúar kirkju, eins og Notre Dame heitir upp á íslensku, sagði Goddur aldur kirkjunnar ekki aðeins spila inn í. „Líka þetta að þarna verður París til. Hún er núllstillt þarna. Núllpunktur Parísar er á torginu fyrir framan kirkjuna sem þýðir að þetta er minnisvarði um menningarlíf Parísar, ekki bara byggingin og gripirnir, heldur líka tónlistin, þetta er tengt tónlistarsögunni,“ sagði Goddur.Viðtalið við hann má heyra í heild sinni hér.
Bruninn í Notre-Dame Frakkland Tengdar fréttir Fyrstu ljósmyndir innan úr Notre Dame eftir eldsvoðann Slökkviliðsmenn hafa náð að ráða niðurlögum eldsins en þurfa nú að meta umfang skaðans. 16. apríl 2019 08:18 Af hverju voru ekki notaðar þyrlur til að slökkva eldinn í Notre Dame? Aldrei kom til greina að berjast við eldinn í Notre Dame-dómkirkjunni úr lofti, að sögn viðbragðsaðila og sérfræðinga í öryggismálum. 16. apríl 2019 11:36 Myndir: Eitt helsta kennileiti Parísar brennur Gríðarmikil eyðilegging hefur orðið á dómkirkjunni Notre Dame í París eftir að eldur kom upp í kirkjunni síðdegis í dag. 15. apríl 2019 19:40 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Fyrstu ljósmyndir innan úr Notre Dame eftir eldsvoðann Slökkviliðsmenn hafa náð að ráða niðurlögum eldsins en þurfa nú að meta umfang skaðans. 16. apríl 2019 08:18
Af hverju voru ekki notaðar þyrlur til að slökkva eldinn í Notre Dame? Aldrei kom til greina að berjast við eldinn í Notre Dame-dómkirkjunni úr lofti, að sögn viðbragðsaðila og sérfræðinga í öryggismálum. 16. apríl 2019 11:36
Myndir: Eitt helsta kennileiti Parísar brennur Gríðarmikil eyðilegging hefur orðið á dómkirkjunni Notre Dame í París eftir að eldur kom upp í kirkjunni síðdegis í dag. 15. apríl 2019 19:40