Mótmælendur mættir á ný í dómsmálaráðuneytið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. apríl 2019 15:05 Lögreglan mætti í ráðuneytið og fóru mótmælendur þá út þar sem lögreglan hótaði því að annars yrðu mótmælendur handteknir. vísir/vilhelm Mótmælendur í samtökunum No Borders eru nú aftur komnir í dómsmálaráðuneytið og eru með kyrrsetumótmæli í anddyri ráðuneytisins. Er þetta ekki í fyrsta sinn sem mótmælt er í dómsmálaráðuneytinu með þessum hætti en mótmælendur hafa bæði verið bornir út úr ráðuneytinu sem og verið handteknir vegna mótmælanna undanfarnar vikur. Ástæða kyrrsetumótmælanna er sú að mótmælendurnir vilja fá fund með Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, dómsmálaráðherra, til þess að ræða þær kröfur sem flóttafólk og hælisleitendur hafa sett fram. Snúa kröfurnar meðal annars að því að fá atvinnuleyfi á meðan á umsókn stendur og að Dyflinnarreglunni verði ekki beitt í jafnmiklum mæli og nú er. Síðast þegar No Borders mótmæltu í dómsmálaráðuneytinu voru fimm mótmælendur handteknir fyrir að hlýða ekki ítrekuðum fyrirmælum lögreglu um að fara út. Mótmælendur voru í anddyri ráðuneytisins á opnunartíma en ein þeirra, Elínborg Harpa Önundardóttir, sagði í samtali við Vísi að hún hefði engu að síður verið kærð fyrir húsbrot. „Við erum að nýta okkar borgaralega og lýðræðislega rétt til friðsælla mótmæla. Við förum í opinbera stofnun á opnunartíma á svæði sem ætlað er almenningi. Við förum þarna til þess að ítreka beiðni okkar um fund með dómsmálaráðherra með flóttafólki en við erum búin að biðja um fund síðan 20. febrúar. Við fórum með bréf til ráðherra í dag þar sem þessi beiðni er ítrekuð,“ sagði Elínborg þá í samtali við Vísi.Uppfært klukkan 15:22: Mótmælendur eru nú komnir út úr ráðuneytinu og mótmæla þar fyrir utan. Lögreglan mætti í ráðuneytið skömmu eftir að kyrrsetumótmælin hófust og sögðu að mótmælendurnir yrðu handteknir ef þeir færu ekki út, að því er einn mótmælenda, Jónatan Victor, segir í samtali við Vísi. Hann segir að No Borders muni ekki hætta mótmæla þar til Þórdís Kolbrún hitti þau og það sem skipti máli séu kröfur þeirra, til dæmis sú krafa að allir fái efnislega meðferð og að brottvísunum verði hætt til landa eins og Ítalíu og Grikklands.Mótmælendur fóru og mótmæltu fyrir utan ráðuneytið þegar lögreglan vísaði þeim út úr anddyrinu.vísir/vilhelm Hælisleitendur Reykjavík Tengdar fréttir Telur handtökurnar bera vott um andúð á útlendingum Isabella Rivera, einn mótmælenda í dómsmálráðuneytinu í dag, telur að lögreglan viti ekki hvernig hún eigi að eiga við hópinn No Borders sem undanfarna daga og vikur hefur mótmælt meðferð og aðbúnaði hælisleitenda og flóttafólks hér á landi. 5. apríl 2019 18:12 Kærð fyrir húsbrot á opnunartíma dómsmálaráðuneytisins Mótmælendurnir fimm sem handteknir voru í dómsmálaráðuneytinu í dag voru allir látnir lausir í kvöld. 5. apríl 2019 22:35 Hælisleitendur fluttir beint af geðdeild og úr landi: „Það er rangt, ómannúðlegt og að mínum dómi ólöglegt“ Dæmi eru um að andlega veikir hælisleitendur, sem hafa fengið neitun um dvalarleyfi, séu sóttir á geðdeild og fluttir úr landi. Til stóð að ríkislögreglustjóri myndi sækja tuttugu og þriggja ára hælisleitanda frá Afganistan úr nauðungarvistun á geðdeild í nótt. Lögmaður mannsins segir rangt, ómannúðlegt og ólöglegt að stjórnvöld framkvæmi brottvísun á nauðungarvistuðu fólki sem sé hættulegt sjálfu sér. 9. apríl 2019 19:00 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Sjá meira
Mótmælendur í samtökunum No Borders eru nú aftur komnir í dómsmálaráðuneytið og eru með kyrrsetumótmæli í anddyri ráðuneytisins. Er þetta ekki í fyrsta sinn sem mótmælt er í dómsmálaráðuneytinu með þessum hætti en mótmælendur hafa bæði verið bornir út úr ráðuneytinu sem og verið handteknir vegna mótmælanna undanfarnar vikur. Ástæða kyrrsetumótmælanna er sú að mótmælendurnir vilja fá fund með Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, dómsmálaráðherra, til þess að ræða þær kröfur sem flóttafólk og hælisleitendur hafa sett fram. Snúa kröfurnar meðal annars að því að fá atvinnuleyfi á meðan á umsókn stendur og að Dyflinnarreglunni verði ekki beitt í jafnmiklum mæli og nú er. Síðast þegar No Borders mótmæltu í dómsmálaráðuneytinu voru fimm mótmælendur handteknir fyrir að hlýða ekki ítrekuðum fyrirmælum lögreglu um að fara út. Mótmælendur voru í anddyri ráðuneytisins á opnunartíma en ein þeirra, Elínborg Harpa Önundardóttir, sagði í samtali við Vísi að hún hefði engu að síður verið kærð fyrir húsbrot. „Við erum að nýta okkar borgaralega og lýðræðislega rétt til friðsælla mótmæla. Við förum í opinbera stofnun á opnunartíma á svæði sem ætlað er almenningi. Við förum þarna til þess að ítreka beiðni okkar um fund með dómsmálaráðherra með flóttafólki en við erum búin að biðja um fund síðan 20. febrúar. Við fórum með bréf til ráðherra í dag þar sem þessi beiðni er ítrekuð,“ sagði Elínborg þá í samtali við Vísi.Uppfært klukkan 15:22: Mótmælendur eru nú komnir út úr ráðuneytinu og mótmæla þar fyrir utan. Lögreglan mætti í ráðuneytið skömmu eftir að kyrrsetumótmælin hófust og sögðu að mótmælendurnir yrðu handteknir ef þeir færu ekki út, að því er einn mótmælenda, Jónatan Victor, segir í samtali við Vísi. Hann segir að No Borders muni ekki hætta mótmæla þar til Þórdís Kolbrún hitti þau og það sem skipti máli séu kröfur þeirra, til dæmis sú krafa að allir fái efnislega meðferð og að brottvísunum verði hætt til landa eins og Ítalíu og Grikklands.Mótmælendur fóru og mótmæltu fyrir utan ráðuneytið þegar lögreglan vísaði þeim út úr anddyrinu.vísir/vilhelm
Hælisleitendur Reykjavík Tengdar fréttir Telur handtökurnar bera vott um andúð á útlendingum Isabella Rivera, einn mótmælenda í dómsmálráðuneytinu í dag, telur að lögreglan viti ekki hvernig hún eigi að eiga við hópinn No Borders sem undanfarna daga og vikur hefur mótmælt meðferð og aðbúnaði hælisleitenda og flóttafólks hér á landi. 5. apríl 2019 18:12 Kærð fyrir húsbrot á opnunartíma dómsmálaráðuneytisins Mótmælendurnir fimm sem handteknir voru í dómsmálaráðuneytinu í dag voru allir látnir lausir í kvöld. 5. apríl 2019 22:35 Hælisleitendur fluttir beint af geðdeild og úr landi: „Það er rangt, ómannúðlegt og að mínum dómi ólöglegt“ Dæmi eru um að andlega veikir hælisleitendur, sem hafa fengið neitun um dvalarleyfi, séu sóttir á geðdeild og fluttir úr landi. Til stóð að ríkislögreglustjóri myndi sækja tuttugu og þriggja ára hælisleitanda frá Afganistan úr nauðungarvistun á geðdeild í nótt. Lögmaður mannsins segir rangt, ómannúðlegt og ólöglegt að stjórnvöld framkvæmi brottvísun á nauðungarvistuðu fólki sem sé hættulegt sjálfu sér. 9. apríl 2019 19:00 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Sjá meira
Telur handtökurnar bera vott um andúð á útlendingum Isabella Rivera, einn mótmælenda í dómsmálráðuneytinu í dag, telur að lögreglan viti ekki hvernig hún eigi að eiga við hópinn No Borders sem undanfarna daga og vikur hefur mótmælt meðferð og aðbúnaði hælisleitenda og flóttafólks hér á landi. 5. apríl 2019 18:12
Kærð fyrir húsbrot á opnunartíma dómsmálaráðuneytisins Mótmælendurnir fimm sem handteknir voru í dómsmálaráðuneytinu í dag voru allir látnir lausir í kvöld. 5. apríl 2019 22:35
Hælisleitendur fluttir beint af geðdeild og úr landi: „Það er rangt, ómannúðlegt og að mínum dómi ólöglegt“ Dæmi eru um að andlega veikir hælisleitendur, sem hafa fengið neitun um dvalarleyfi, séu sóttir á geðdeild og fluttir úr landi. Til stóð að ríkislögreglustjóri myndi sækja tuttugu og þriggja ára hælisleitanda frá Afganistan úr nauðungarvistun á geðdeild í nótt. Lögmaður mannsins segir rangt, ómannúðlegt og ólöglegt að stjórnvöld framkvæmi brottvísun á nauðungarvistuðu fólki sem sé hættulegt sjálfu sér. 9. apríl 2019 19:00