Danskur rasisti boðar frekari mótmæli í Kaupmannahöfn Kjartan Kjartansson skrifar 15. apríl 2019 12:27 Bílar og vagnar voru brenndir í óeirðunum á götum Kaupmannahafnar í gærkvöldi. Vísir/EPA Að minnsta kosti 23 voru handteknir á mótmælum sem stofnandi danska rasistaflokksins Harðlínu [d. Stram kurs] hélt í Kaupmannahöfn í gær. Mótmælin leystust upp í götubardaga en hann hefur engu að síður boðað frekari mótmæli. Danska lögreglan kvartar undan miklu álagi sem tíð mótmæli fylgjenda flokksins hafa valdið. Rasmus Paludan, stofnandi Harðlínu, var aðeins viðstaddur mótmælin á Blágarðstorgi á Norðurbrú í Kaupmannahöfn í tuttugu mínútur í gærkvöldi áður en lögreglumenn komu honum burt öryggis hans vegna. Óeirðir höfðu þá brotist út á milli fylgjenda Paludan og andstæðinga hans. Bílar voru brenndir og hjól skemmd.Danska ríkisútvarpið segir að Paludan hugi nú að frekari mótmælum á sama stað á morgun. Hann telji sig ekki bera nokkra ábyrgð á ofbeldinu sem braust út í gærkvöldi. Þá hefur einnig verið boðað til mótmæla í Albertslundi klukkan 17:00 að dönskum tíma í dag, klukkan 15:00 að íslenskum tíma. Paludan segist berjast gegn því sem hann kallar „íslamsvæðingu“. Hann er sagður hafa grýtt Kóraninum á mótmælunum í gær og hótað því að brenna helgirit múslima.Í höndum lögreglu hvort frekari mótmæli verða leyfð Tíð mótmæli á vegum Paludan hafa kallað á mikinn viðbúnað lögreglu. Nú segir formaður félags danskra lögreglumanna að það geti ekki staðist að þeir þurfi að vera boðnir og búnir að gæta öryggis á viðburðum Paludan aðra hvora helgi, að því er segir í frétt Berlingske. Álagið dreifi kröftum lögreglunnar og hún geti fyrir vikið ekki sinnt öðrum málum sem skyldi. Lögreglan þurfi auðvitað að gæta öryggis hans en formaðurinn telur að Paludan jaðri við það að misnota rétt sinn til mótmæla. „Það er ekki boðskapurinn, ég tjái mig ekki um hann, heldur löngunin í átök sem veldur mér áhyggjum. Því meiri, því betra. Því alvarlegra, því betra,“ segir Claus Oxfeldt, formaður sambands lögreglumanna. Leiðtogar sósíaldemókrata og Þjóðarflokksins á danska þinginu segir það í höndum lögreglu að ákveða hvort hún veiti Paludan leyfi til frekari mótmæla. „Tilgangurinn er varla annar en ögrun. Ég tel að það sé í höndum lögreglunnar að meta hvort að hún geti vottað þau. Það er í lagi okkar vegna ef lögreglan velur að taka þá ákvörðun að það sé of mannaflafrekt og efni til óeirða og þannig geti hún ekki veitt gæslu,“ segir Trine Bramsen úr röðum sósíaldemókrata. Danmörk Tengdar fréttir Óeirðir á Nørrebro: Einn handtekinn og lögregla beitti táragasi Lögregla í Kaupmannahöfn hefur handtekið að minnsta kosti einn eftir mótmælafund umdeilds stjórnmálamanns og stuðningsmanna hans á Nørrebro. 14. apríl 2019 14:54 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Að minnsta kosti 23 voru handteknir á mótmælum sem stofnandi danska rasistaflokksins Harðlínu [d. Stram kurs] hélt í Kaupmannahöfn í gær. Mótmælin leystust upp í götubardaga en hann hefur engu að síður boðað frekari mótmæli. Danska lögreglan kvartar undan miklu álagi sem tíð mótmæli fylgjenda flokksins hafa valdið. Rasmus Paludan, stofnandi Harðlínu, var aðeins viðstaddur mótmælin á Blágarðstorgi á Norðurbrú í Kaupmannahöfn í tuttugu mínútur í gærkvöldi áður en lögreglumenn komu honum burt öryggis hans vegna. Óeirðir höfðu þá brotist út á milli fylgjenda Paludan og andstæðinga hans. Bílar voru brenndir og hjól skemmd.Danska ríkisútvarpið segir að Paludan hugi nú að frekari mótmælum á sama stað á morgun. Hann telji sig ekki bera nokkra ábyrgð á ofbeldinu sem braust út í gærkvöldi. Þá hefur einnig verið boðað til mótmæla í Albertslundi klukkan 17:00 að dönskum tíma í dag, klukkan 15:00 að íslenskum tíma. Paludan segist berjast gegn því sem hann kallar „íslamsvæðingu“. Hann er sagður hafa grýtt Kóraninum á mótmælunum í gær og hótað því að brenna helgirit múslima.Í höndum lögreglu hvort frekari mótmæli verða leyfð Tíð mótmæli á vegum Paludan hafa kallað á mikinn viðbúnað lögreglu. Nú segir formaður félags danskra lögreglumanna að það geti ekki staðist að þeir þurfi að vera boðnir og búnir að gæta öryggis á viðburðum Paludan aðra hvora helgi, að því er segir í frétt Berlingske. Álagið dreifi kröftum lögreglunnar og hún geti fyrir vikið ekki sinnt öðrum málum sem skyldi. Lögreglan þurfi auðvitað að gæta öryggis hans en formaðurinn telur að Paludan jaðri við það að misnota rétt sinn til mótmæla. „Það er ekki boðskapurinn, ég tjái mig ekki um hann, heldur löngunin í átök sem veldur mér áhyggjum. Því meiri, því betra. Því alvarlegra, því betra,“ segir Claus Oxfeldt, formaður sambands lögreglumanna. Leiðtogar sósíaldemókrata og Þjóðarflokksins á danska þinginu segir það í höndum lögreglu að ákveða hvort hún veiti Paludan leyfi til frekari mótmæla. „Tilgangurinn er varla annar en ögrun. Ég tel að það sé í höndum lögreglunnar að meta hvort að hún geti vottað þau. Það er í lagi okkar vegna ef lögreglan velur að taka þá ákvörðun að það sé of mannaflafrekt og efni til óeirða og þannig geti hún ekki veitt gæslu,“ segir Trine Bramsen úr röðum sósíaldemókrata.
Danmörk Tengdar fréttir Óeirðir á Nørrebro: Einn handtekinn og lögregla beitti táragasi Lögregla í Kaupmannahöfn hefur handtekið að minnsta kosti einn eftir mótmælafund umdeilds stjórnmálamanns og stuðningsmanna hans á Nørrebro. 14. apríl 2019 14:54 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Óeirðir á Nørrebro: Einn handtekinn og lögregla beitti táragasi Lögregla í Kaupmannahöfn hefur handtekið að minnsta kosti einn eftir mótmælafund umdeilds stjórnmálamanns og stuðningsmanna hans á Nørrebro. 14. apríl 2019 14:54