Yfirlýsing meirihluta sögð ljót og taktlaus Ari Brynjólfsson og Lovísa Arnardóttir skrifar 15. apríl 2019 07:30 Til stendur að byggja tveggja hæða íbúðarhús á lóðinni fyrir átta íbúðir. Athugasemdafrestur rennur út á morgun. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Hátt í þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftalista þar sem mótmælt er byggingu búsetuúrræðis fyrir geðfatlað fólk í Hagaseli í Seljahverfi. Mannréttinda- og lýðræðisráð Reykjavíkurborgar sendi frá sér yfirlýsingu fyrir helgi vegna undirskriftasöfnunarinnar þar sem varað er við fordómum gegn geðfötluðu fólki. „Ekki stafar sérstök hætta af geðfötluðu fólki og mikilvægt að ala ekki á slíkum fordómum. Það virðist þrautseig mýta að fylgni sé milli geðfötlunar og þess að beita ofbeldi,“ segir í yfirlýsingu ráðsins. Egill Þór Jónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, setur spurningarmerki við yfirlýsinguna, hún sé taktlaus þótt innihaldið sé gott og gilt.Egill Þór Jónsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.MYND/HÅKON BRODER LUND„Þegar málið er sett í samhengi við það sem hefur átt sér stað í þessu hverfi, þá finnst mér rosalega ljótt af fulltrúum meirihlutans að saka íbúa um fordóma. Það er mikil tortryggni í garð borgarinnar í kjölfar þess sem gerðist með Rangársel, borgin ætti að sýna auðmýkt og vinna með íbúum frekar en á móti þeim,“ segir Egill Þór, en hann starfaði sjálfur í búsetukjarnanum Rangárseli en árið 2017 var hafist handa við að koma fyrir öryggisvistun í sama húsnæði. „Það varð allt vitlaust þegar það voru settar upp öryggisgirðingar í skjóli nætur og sérsveitin þurfti að koma oftar en einu sinni,“ segir Egill Þór, hann bætir við að engin vandamál hafi komið upp tengd búsetukjarnanum Rangárseli síðustu tvö ár.Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar og borgarfulltrúi Pírata.Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar og formaður ráðsins, segir að þótt málið sé á borði velferðarsviðs þá hafi verið ástæða til að ítreka stuðning við fatlað fólk. „Það er sífellt verið að líkja þessu við úrræði í Rangárseli, sem er öryggisvistun. En geðfatlað fólk er jafn fjölbreyttur hópur og við hin. Þessi umræða er að mörgu leyti fordómafull og tiltölulega illa upplýst.“ Egill Þór er sjálfur íbúi í hverfinu og hefur rætt við fjölmarga aðra íbúa. „Íbúarnir óttast ekki að þangað sé að fara að flytja fólk með geðraskanir. Það er í fínu lagi. Það hefur meiri áhyggjur af þessum mögulega fíknivanda.“ Aðstandendur undirskriftasöfnunarinnar segjast ekki hafa fengið skýr svör frá Reykjavíkurborg um hvort einstaklingar með fíknivanda verði hýstir í Hagaseli. Egill Þór segir íbúa ekki hafa fengið að segja sitt. „Ég sagði það, á lokuðum fundi í febrúar þegar þetta var á dagskrá, að í ljósi alls þess sem gerst hefur á þessu litla svæði, að það verði talað við íbúana áður en þetta verði keyrt í gegn. Það var bara hlegið að því, sem er lýsandi fyrir sýndarsamráð borgarinnar.“ Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir „Það lítur út fyrir að Reykjavíkurborg sé ekki annt um öryggi barna“ Íbúar í Seljahverfi í Breiðholti eru uggandi yfir fyrirhugaðri byggingu húsnæðis fyrir fólk með þungan geðrænan vanda, á sömu lóð og félagsmiðstöð barna í hverfinu. 31. mars 2019 21:00 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Sjá meira
Hátt í þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftalista þar sem mótmælt er byggingu búsetuúrræðis fyrir geðfatlað fólk í Hagaseli í Seljahverfi. Mannréttinda- og lýðræðisráð Reykjavíkurborgar sendi frá sér yfirlýsingu fyrir helgi vegna undirskriftasöfnunarinnar þar sem varað er við fordómum gegn geðfötluðu fólki. „Ekki stafar sérstök hætta af geðfötluðu fólki og mikilvægt að ala ekki á slíkum fordómum. Það virðist þrautseig mýta að fylgni sé milli geðfötlunar og þess að beita ofbeldi,“ segir í yfirlýsingu ráðsins. Egill Þór Jónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, setur spurningarmerki við yfirlýsinguna, hún sé taktlaus þótt innihaldið sé gott og gilt.Egill Þór Jónsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.MYND/HÅKON BRODER LUND„Þegar málið er sett í samhengi við það sem hefur átt sér stað í þessu hverfi, þá finnst mér rosalega ljótt af fulltrúum meirihlutans að saka íbúa um fordóma. Það er mikil tortryggni í garð borgarinnar í kjölfar þess sem gerðist með Rangársel, borgin ætti að sýna auðmýkt og vinna með íbúum frekar en á móti þeim,“ segir Egill Þór, en hann starfaði sjálfur í búsetukjarnanum Rangárseli en árið 2017 var hafist handa við að koma fyrir öryggisvistun í sama húsnæði. „Það varð allt vitlaust þegar það voru settar upp öryggisgirðingar í skjóli nætur og sérsveitin þurfti að koma oftar en einu sinni,“ segir Egill Þór, hann bætir við að engin vandamál hafi komið upp tengd búsetukjarnanum Rangárseli síðustu tvö ár.Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar og borgarfulltrúi Pírata.Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar og formaður ráðsins, segir að þótt málið sé á borði velferðarsviðs þá hafi verið ástæða til að ítreka stuðning við fatlað fólk. „Það er sífellt verið að líkja þessu við úrræði í Rangárseli, sem er öryggisvistun. En geðfatlað fólk er jafn fjölbreyttur hópur og við hin. Þessi umræða er að mörgu leyti fordómafull og tiltölulega illa upplýst.“ Egill Þór er sjálfur íbúi í hverfinu og hefur rætt við fjölmarga aðra íbúa. „Íbúarnir óttast ekki að þangað sé að fara að flytja fólk með geðraskanir. Það er í fínu lagi. Það hefur meiri áhyggjur af þessum mögulega fíknivanda.“ Aðstandendur undirskriftasöfnunarinnar segjast ekki hafa fengið skýr svör frá Reykjavíkurborg um hvort einstaklingar með fíknivanda verði hýstir í Hagaseli. Egill Þór segir íbúa ekki hafa fengið að segja sitt. „Ég sagði það, á lokuðum fundi í febrúar þegar þetta var á dagskrá, að í ljósi alls þess sem gerst hefur á þessu litla svæði, að það verði talað við íbúana áður en þetta verði keyrt í gegn. Það var bara hlegið að því, sem er lýsandi fyrir sýndarsamráð borgarinnar.“
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir „Það lítur út fyrir að Reykjavíkurborg sé ekki annt um öryggi barna“ Íbúar í Seljahverfi í Breiðholti eru uggandi yfir fyrirhugaðri byggingu húsnæðis fyrir fólk með þungan geðrænan vanda, á sömu lóð og félagsmiðstöð barna í hverfinu. 31. mars 2019 21:00 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Sjá meira
„Það lítur út fyrir að Reykjavíkurborg sé ekki annt um öryggi barna“ Íbúar í Seljahverfi í Breiðholti eru uggandi yfir fyrirhugaðri byggingu húsnæðis fyrir fólk með þungan geðrænan vanda, á sömu lóð og félagsmiðstöð barna í hverfinu. 31. mars 2019 21:00