Heimsmeistarinn í íssundi syndir í sjónum í Þorlákshöfn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. apríl 2019 19:45 Birna Hrönn Sigurjónsdóttir í Þorlákshöfn kallar ekki allt ömmu sína því hún elskar að synda í köldum sjó og ekki síst á svæðum þar sem klakar er. Birna Hrönn uppsker eins og hún sáir því hún er nýr heimsmeistari í íssundi eftir heimsmeistarakeppni í Múrmansk í Rússlandi, sem hún tók þátt í. Birna Hrönn er 46 ára Akureyringur en býr í dag í Þorlákshöfn og er að flytja á Selfoss. Hún er hörkunagli þegar kemur að sjósundi og að synda þar sem vatn er ískalt. Birna Hrönn gerði sér lítið fyrir að sigraði heimsmeistaramótið í íssundi, sem fór fram í Rússlandi um miðjan síðasta mánuð. Hún syndir reglulega í höfninni í Þorlákshöfn og fer létt með að kljúfa öldurnar þegar hún syndir skriðsund. Hitastigið er 3 til 4 gráður. Birna Hrönn segir geggjað að synda í höfninni, hún sé alltaf eins og ný eftir sundið. „Þetta gerist ekki betra, nema að það væri aðeins kaldara, aðstæðurnar eru alltaf frábærar í sjónum“, segir hún. Aðstæðurnar á heimsmeistaramótinu í Rússlandi voru mjög kaldar og erfiðar, töluvert frost úti og starfsmenn mótsins þurftu að veiða ísinn upp úr keppnislauginni með háfi áður en keppendur fengu að fara ofan í laugina. Vatnið í keppninni var mínus 0,4 stig en keppendur syntu þúsund metra í lauginni. Þegar Birn Hrönn er búin að synda í sjónum fer hún alltaf strax í sundlaugina í Þorlákshöfn og hlýjar sér þar í heita pottinum. Hún segir að það hafi verið frábært að keppa á heimsmeistaramótinu. „Ég er að glíma við áfallastreituröskun og kvíða og ef ég fer mjög reglulega í kalt þá minnkar kvíðinn rosalega mikið og ég fúnkera miklu betur í daglegu lífi“. Birna Hrönn syndir nokkrum sinnum í viku í sjónum í Þorlákshöfn og segir það vera hennar meðal gegn þeim kvíða, sem hún glímir við.Magnús HlynurBirna segist ekki finna neinn mun á sér eftir að hún varð heimsmeistari. „Nei, ég finn engan mun, það er kannski gaman að vera heimsmeistari því sportið vekur þá kannski meiri áhuga hjá fólki, þannig að fleiri komi í íssundið, það er leiðinlegt að vera eini Íslendingurinn. Hollenska liðið spurði mig til dæmis hvort ég ætlaði að koma út að borða með þeim eða hvort ég ætlaði að hanga með íslenska liðinu, ég var ein“, segir Birna og hlær. Birna Hrönn, nýkrýndur heimsmeistari í íssundi, hér stödd í heita pottinum í sundlauginni í Þorlákshöfn eftir góðan sundsprett í höfninni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sjósund Ölfus Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Birna Hrönn Sigurjónsdóttir í Þorlákshöfn kallar ekki allt ömmu sína því hún elskar að synda í köldum sjó og ekki síst á svæðum þar sem klakar er. Birna Hrönn uppsker eins og hún sáir því hún er nýr heimsmeistari í íssundi eftir heimsmeistarakeppni í Múrmansk í Rússlandi, sem hún tók þátt í. Birna Hrönn er 46 ára Akureyringur en býr í dag í Þorlákshöfn og er að flytja á Selfoss. Hún er hörkunagli þegar kemur að sjósundi og að synda þar sem vatn er ískalt. Birna Hrönn gerði sér lítið fyrir að sigraði heimsmeistaramótið í íssundi, sem fór fram í Rússlandi um miðjan síðasta mánuð. Hún syndir reglulega í höfninni í Þorlákshöfn og fer létt með að kljúfa öldurnar þegar hún syndir skriðsund. Hitastigið er 3 til 4 gráður. Birna Hrönn segir geggjað að synda í höfninni, hún sé alltaf eins og ný eftir sundið. „Þetta gerist ekki betra, nema að það væri aðeins kaldara, aðstæðurnar eru alltaf frábærar í sjónum“, segir hún. Aðstæðurnar á heimsmeistaramótinu í Rússlandi voru mjög kaldar og erfiðar, töluvert frost úti og starfsmenn mótsins þurftu að veiða ísinn upp úr keppnislauginni með háfi áður en keppendur fengu að fara ofan í laugina. Vatnið í keppninni var mínus 0,4 stig en keppendur syntu þúsund metra í lauginni. Þegar Birn Hrönn er búin að synda í sjónum fer hún alltaf strax í sundlaugina í Þorlákshöfn og hlýjar sér þar í heita pottinum. Hún segir að það hafi verið frábært að keppa á heimsmeistaramótinu. „Ég er að glíma við áfallastreituröskun og kvíða og ef ég fer mjög reglulega í kalt þá minnkar kvíðinn rosalega mikið og ég fúnkera miklu betur í daglegu lífi“. Birna Hrönn syndir nokkrum sinnum í viku í sjónum í Þorlákshöfn og segir það vera hennar meðal gegn þeim kvíða, sem hún glímir við.Magnús HlynurBirna segist ekki finna neinn mun á sér eftir að hún varð heimsmeistari. „Nei, ég finn engan mun, það er kannski gaman að vera heimsmeistari því sportið vekur þá kannski meiri áhuga hjá fólki, þannig að fleiri komi í íssundið, það er leiðinlegt að vera eini Íslendingurinn. Hollenska liðið spurði mig til dæmis hvort ég ætlaði að koma út að borða með þeim eða hvort ég ætlaði að hanga með íslenska liðinu, ég var ein“, segir Birna og hlær. Birna Hrönn, nýkrýndur heimsmeistari í íssundi, hér stödd í heita pottinum í sundlauginni í Þorlákshöfn eftir góðan sundsprett í höfninni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Sjósund Ölfus Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira