Ein flugvél situr eftir á Keflavíkurflugvelli Andri Eysteinsson skrifar 12. apríl 2019 21:49 Vél Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm Veðrið hefur sannarlega haft áhrif á flugsamgöngur frá Keflavíkurflugvelli, farþegar í átján flugvélum Icelandair sátu fastir í flugvélum og þurft að bíða eftir því að komast frá borði. Nú hefur stór hluti farþega komist frá borði. Fyrr í dag sagði Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, að um tvöleytið hafi notkun landganga verið hætt vegna hvassviðrisins. Vindstyrkur hafði þá farið yfir viðmið sem eru 50 hnútar. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að nú hafi stærstur hluti farþegar verið fluttur frá borði en ein vél stendur eftir. Icelandair notaði í fyrstu eitt flugvélastæði í skjóli til þess að koma farþegum frá borði. Hraðað var á ferlinu þegar annað stæði bættist við. Vegna veðursins hefur öllu flugi Icelandair, sem áætluð voru í kvöld, aflýst. Um er að ræða 14 flug, þar af 13 Ameríkuflug. Einhverjir farþegar hafa gripið til þess ráðs að tjá sig um málið á Twitter, en Ásdís segir Icelandair vera að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að koma til móts við farþega.That’s a new experience for me - air turbulence on the ground. Landed in Iceland on the way back to Seattle and sitting on the plane for an hour as they cannot deplane us due to very strong winds (80 km/hr). #joysOfTravel — Grigori Melnik (@gmelnik) April 12, 2019Just landed in Iceland. It’s too windy for us to get off the plane. I feel at home already. — Carrie Mathieson (@CarrieMathieson) April 12, 2019Fastir á Kef flugvelli. Sem betur fer er ég með topp sessunaut. Annars væri ég búinn að stinga einhvern #yeomanpic.twitter.com/uGynxdfaJc — gulligull1 (@GGunnleifsson) April 12, 2019This is the case of 'you're so near, yet so far'. Stranded in Keflavík Airport. Just sitting in the plane, trying to stay still for almost 6hrs now (4pm-9:30pm Iceland time) while plane is rocked by 90-100km/hr wind! At least we landed safely and I had raw salmon & herring! pic.twitter.com/zDdxJkkVqD — wluna (@wluna09823543) April 12, 2019 Veðurfræðingurinn Einar Sveinbjörnsson fjallar stuttlega um ástandið í færslu á Facebook síðu sinni, þar segir Einar að vindurinn hafi klukkan 21:30 náð 47 hnútum og 62 í hviðum. Þá segir hann að lægja muni eftir miðnætti en vindur taki sig upp að nýju á morgun. Einar segist einnig vera nokkuð viss að um mesta rask á flugi sé að ræða frá sunnudeginum 11. apríl 2011. Þá var veðurofsinn svo mikill að meðal annars kom gat á flugskýli í Keflavík. Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Veðrið hefur sannarlega haft áhrif á flugsamgöngur frá Keflavíkurflugvelli, farþegar í átján flugvélum Icelandair sátu fastir í flugvélum og þurft að bíða eftir því að komast frá borði. Nú hefur stór hluti farþega komist frá borði. Fyrr í dag sagði Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, að um tvöleytið hafi notkun landganga verið hætt vegna hvassviðrisins. Vindstyrkur hafði þá farið yfir viðmið sem eru 50 hnútar. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að nú hafi stærstur hluti farþegar verið fluttur frá borði en ein vél stendur eftir. Icelandair notaði í fyrstu eitt flugvélastæði í skjóli til þess að koma farþegum frá borði. Hraðað var á ferlinu þegar annað stæði bættist við. Vegna veðursins hefur öllu flugi Icelandair, sem áætluð voru í kvöld, aflýst. Um er að ræða 14 flug, þar af 13 Ameríkuflug. Einhverjir farþegar hafa gripið til þess ráðs að tjá sig um málið á Twitter, en Ásdís segir Icelandair vera að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að koma til móts við farþega.That’s a new experience for me - air turbulence on the ground. Landed in Iceland on the way back to Seattle and sitting on the plane for an hour as they cannot deplane us due to very strong winds (80 km/hr). #joysOfTravel — Grigori Melnik (@gmelnik) April 12, 2019Just landed in Iceland. It’s too windy for us to get off the plane. I feel at home already. — Carrie Mathieson (@CarrieMathieson) April 12, 2019Fastir á Kef flugvelli. Sem betur fer er ég með topp sessunaut. Annars væri ég búinn að stinga einhvern #yeomanpic.twitter.com/uGynxdfaJc — gulligull1 (@GGunnleifsson) April 12, 2019This is the case of 'you're so near, yet so far'. Stranded in Keflavík Airport. Just sitting in the plane, trying to stay still for almost 6hrs now (4pm-9:30pm Iceland time) while plane is rocked by 90-100km/hr wind! At least we landed safely and I had raw salmon & herring! pic.twitter.com/zDdxJkkVqD — wluna (@wluna09823543) April 12, 2019 Veðurfræðingurinn Einar Sveinbjörnsson fjallar stuttlega um ástandið í færslu á Facebook síðu sinni, þar segir Einar að vindurinn hafi klukkan 21:30 náð 47 hnútum og 62 í hviðum. Þá segir hann að lægja muni eftir miðnætti en vindur taki sig upp að nýju á morgun. Einar segist einnig vera nokkuð viss að um mesta rask á flugi sé að ræða frá sunnudeginum 11. apríl 2011. Þá var veðurofsinn svo mikill að meðal annars kom gat á flugskýli í Keflavík.
Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira