RÚV sýknað af bótakröfu Steinars Bergs Birgir Olgeirsson skrifar 12. apríl 2019 15:39 Steinar Berg Ísleifsson. FBL/Anton Landsréttur hefur sýknað Ríkisútvarpið af miskabótakröfu Steinars Bergs Ísleifssonar vegna meiðyrða sem voru látin falla um hann í þætti um Popp- og rokksögu Íslands. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði dæmt tónlistarmanninn Bubba Morthens og Ríkisútvarpið ohf. til að greiða Steinari Berg 250 þúsund krónur í miskabætur vegna meiðyrða. Auk þess þurftu Bubbi og RÚV að greiða tvær milljónir í málskostnað. Ummælin sem um ræðir komu frá tónlistarmanninum Bubba Morthens í sjöunda þætti Popps- og rokksögu Íslands þar sem Bubbi vildi meina að Steinar hefði hlunnfarið hann og félaga hans sem útgefandi. Gerði Steinar þá kröfu að RÚV yrði dæmt fyrir að dreifa þessum ummælum Bubba, sér í lagi vegna þess að RÚV endursýndi þáttinn þrátt fyrir athugasemdir Steinars Bergs um að þar væru að finna meiðandi ummæli að hans mati. Bubbi ákvað að áfrýja ekki dómi Héraðsdóms en það gerði Ríkisútvarpið sem fór fram á að fjölmiðilinn yrði ekki dæmdur til greiðslu bóta. Landsréttur mat það svo að ábyrgð á ummælum Bubba yrði ekki felld á Ríkisútvarpið. Þá taldi Landsréttur einnig að það væru ekki efni til að líta svo á að með því að endursýna umræddan þátt þrátt fyrir fram komnar athugasemdir Steinar Bergs þá hafi RÚV allt í einu bakað sér skyldu til greiðslu bóta á grundvelli ákvæðis skaðabótalaga. Málið varðaði ummæli Bubba í sjöunda þætti Popps- og rokksögu Íslands þar sem Bubbi sagði um Steinar: „Útgefandinn hann mokgræddi á okkur.“ Voru þessi ummæli dæmd ómerk ásamt eftirfarandi ummælum sem Bubbi lét falla á Facebook 14. mars árið 2016 en þau voru: „Fyrirtækið nýtti sér reynsluleysi okkar og yfirburða stöðu sína þannig var það“ „Og þú nýtir þér þekkingarleysi okkar“ Ummæli á samskiptamiðlinum Facebook 15. mars 2016 voru einnig dæmd ómerk: „Niðurstaðan er og verður sú að samningar þínir við Ego og Utangarðsmenn voru gerðir af fyrirtæki með yfirburðaþekkingu á öllum hlutum á meðan við vorum með því miður enga yfirsýn yfir neitt og algerlega blautir á bakvið eyrun. Þú nýttir þér það.“ Þá voru eftirfarandi ummæli á fréttasíðunni mbl.is 17. ágúst 2016 dæmd ómerk: „Hann nýtti sér bágt ástand mitt.“ Ásamt ummælum á fréttasíðunni visir.is 17. ágúst 2016: „Eitt er alveg á hreinu, Steinar Berg græddi á mér og græddi vel á mér. [...] Hann nýtti sér bágt ástand mitt. [...] og hann bara nýtti sér það [...] en hann nýtti sér þetta allt.“ Eins og fyrr segir sneri málið að því að í þættinum Popp- og rokksaga Íslands bar Bubbi upp ásakanir á hendur Steinari. Bubbi sagði í þættinum að meðlimir hljómsveitarinnar Egó, sem Bubbi stofnaði í upphafi níunda áratugarins, hafi farið flatt á viðskiptum sínum við útgáfufyrirtækið Steinar hf. Fyrirtækið hafi í raun grætt óeðlilega mikið á plötum hljómsveitarinnar. Dómsmál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Segir Bubba ekki ætla að áfrýja Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens ætlar að greiða Steinari Berg 250.000 krónur. 15. ágúst 2018 12:15 Steinar Berg lagði Bubba og RÚV í meiðyrðamáli Þurfa að greiða Steinari 250 þúsund krónur í miskabætur. 26. júlí 2018 13:16 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Fleiri fréttir „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Sjá meira
Landsréttur hefur sýknað Ríkisútvarpið af miskabótakröfu Steinars Bergs Ísleifssonar vegna meiðyrða sem voru látin falla um hann í þætti um Popp- og rokksögu Íslands. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði dæmt tónlistarmanninn Bubba Morthens og Ríkisútvarpið ohf. til að greiða Steinari Berg 250 þúsund krónur í miskabætur vegna meiðyrða. Auk þess þurftu Bubbi og RÚV að greiða tvær milljónir í málskostnað. Ummælin sem um ræðir komu frá tónlistarmanninum Bubba Morthens í sjöunda þætti Popps- og rokksögu Íslands þar sem Bubbi vildi meina að Steinar hefði hlunnfarið hann og félaga hans sem útgefandi. Gerði Steinar þá kröfu að RÚV yrði dæmt fyrir að dreifa þessum ummælum Bubba, sér í lagi vegna þess að RÚV endursýndi þáttinn þrátt fyrir athugasemdir Steinars Bergs um að þar væru að finna meiðandi ummæli að hans mati. Bubbi ákvað að áfrýja ekki dómi Héraðsdóms en það gerði Ríkisútvarpið sem fór fram á að fjölmiðilinn yrði ekki dæmdur til greiðslu bóta. Landsréttur mat það svo að ábyrgð á ummælum Bubba yrði ekki felld á Ríkisútvarpið. Þá taldi Landsréttur einnig að það væru ekki efni til að líta svo á að með því að endursýna umræddan þátt þrátt fyrir fram komnar athugasemdir Steinar Bergs þá hafi RÚV allt í einu bakað sér skyldu til greiðslu bóta á grundvelli ákvæðis skaðabótalaga. Málið varðaði ummæli Bubba í sjöunda þætti Popps- og rokksögu Íslands þar sem Bubbi sagði um Steinar: „Útgefandinn hann mokgræddi á okkur.“ Voru þessi ummæli dæmd ómerk ásamt eftirfarandi ummælum sem Bubbi lét falla á Facebook 14. mars árið 2016 en þau voru: „Fyrirtækið nýtti sér reynsluleysi okkar og yfirburða stöðu sína þannig var það“ „Og þú nýtir þér þekkingarleysi okkar“ Ummæli á samskiptamiðlinum Facebook 15. mars 2016 voru einnig dæmd ómerk: „Niðurstaðan er og verður sú að samningar þínir við Ego og Utangarðsmenn voru gerðir af fyrirtæki með yfirburðaþekkingu á öllum hlutum á meðan við vorum með því miður enga yfirsýn yfir neitt og algerlega blautir á bakvið eyrun. Þú nýttir þér það.“ Þá voru eftirfarandi ummæli á fréttasíðunni mbl.is 17. ágúst 2016 dæmd ómerk: „Hann nýtti sér bágt ástand mitt.“ Ásamt ummælum á fréttasíðunni visir.is 17. ágúst 2016: „Eitt er alveg á hreinu, Steinar Berg græddi á mér og græddi vel á mér. [...] Hann nýtti sér bágt ástand mitt. [...] og hann bara nýtti sér það [...] en hann nýtti sér þetta allt.“ Eins og fyrr segir sneri málið að því að í þættinum Popp- og rokksaga Íslands bar Bubbi upp ásakanir á hendur Steinari. Bubbi sagði í þættinum að meðlimir hljómsveitarinnar Egó, sem Bubbi stofnaði í upphafi níunda áratugarins, hafi farið flatt á viðskiptum sínum við útgáfufyrirtækið Steinar hf. Fyrirtækið hafi í raun grætt óeðlilega mikið á plötum hljómsveitarinnar.
Dómsmál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Segir Bubba ekki ætla að áfrýja Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens ætlar að greiða Steinari Berg 250.000 krónur. 15. ágúst 2018 12:15 Steinar Berg lagði Bubba og RÚV í meiðyrðamáli Þurfa að greiða Steinari 250 þúsund krónur í miskabætur. 26. júlí 2018 13:16 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Fleiri fréttir „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Sjá meira
Segir Bubba ekki ætla að áfrýja Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens ætlar að greiða Steinari Berg 250.000 krónur. 15. ágúst 2018 12:15
Steinar Berg lagði Bubba og RÚV í meiðyrðamáli Þurfa að greiða Steinari 250 þúsund krónur í miskabætur. 26. júlí 2018 13:16