Ólína bíður viðbragða Þingvallanefndar við broti gegn henni Heimir Már Pétursson skrifar 11. apríl 2019 20:45 Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir bíður viðbragða þingvallanefndar eftir að úrskurðarnefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að nefndin hefði brotið á henni jafnréttislög við ráðningu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum. Formaður nefndarinnar segir athugasemdir aðallega snúast um huglæga þætti við mat á umsækjendum. Eftir að hafa auglýst starf þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum síðast liðið haust tók nefndin afstöðu til tveggja umsækjenda sem taldir voru hæfastir til starfsins, þeirra Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur og Einars Á.E. Sæmundsen. Á þessu tíma sátu í nefndinni þingmennirnir Ari Trausti Guðmundsson formaður, Vilhjálmur Árnason varaformaður, Páll Magnússon, Líneik Anna Sævarsdóttir, Oddný G. Harðardóttir, Karl Gauti Hjaltason og Hanna Katrín Friðriksson. Vísir/Gvendur Fjórir fulltrúar stjórnarflokkanna greiddu atkvæði með Einari en stjórnarandstöðuþingmennirnir þrír með Ólínu. Fljótlega eftir að þetta lá fyrir og gengið frá ráðningu Einars sagði Oddný sig úr nefndinni og Guðmundur Andri Thorsson tók hennar sæti. Ólína kærði ráðninguna til úrskurðarnefndar jafnréttismála sem á þriðjudag úrskurðaði að brotið hafi verið á henni samkvæmt jafnréttislögum. „Þingvallanefnd hefur ekki tekist að sýna fram á það að sá sem ráðinn var sé á nokkurn hátt hæfari en umsækjandinn sem taldi á sér brotið. Það er að segja sú sem hér stendur,” segir Ólína. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir.Vísir/Baldur Ari Trausti Guðmundsson formaður nefndarinnar segir nefndarfólk aðeins hafa náð að fara stuttlega yfir úrskurðinn. En nefndin hafi fram til 23. apríl að ákveða viðbrögð sín. Málið sé meðal annars til skoðunar hjá ríkislögmanni. Athugasemdir úrskurðarnefndarinnar snúist aðallega um málsmeðferð á huglægum nótum. „Það er að segja þegar nefndarmenn eru að meta við skulum segja færni umsækjenda, við skulum bara segja í mannlegum samskiptum eða einhverju slíku. Þá þarf að færa það til bókar og vinna það eftir einhverjum stöðlum sem við töldum okkur náttúrlega vera að fylgja með Capacent,” segir Ari. „Þetta er fólk sem setur lögin og á að fara eftir þeim. Þetta sýnir auðvitað að þarna voru vinnubrögð alls ekki nægilega vönduð. Þetta er mikill áfellisdómur yfir þingvallanefndinni,” segir Ólína. Ari Trausti Guðmundsson, formaður Þingvallanefndar.Vísir/Baldur Nefndin beri því bæði stjórnsýslulega og pólitíska ábyrgð. „Ég veit ekkert hvort þau ætli að taka eitthvað frumkvæði. Bjóða sættir, biðjast afsökunar eða hvað. Ég bíð bara átekta aðeins,” segir Ólína. Það hvarli hins vegar að henni að pólitísk fortíð hennar hafi einnig haft áhrif á afstöðu nefndarinnar til hennar. Ari Trausti segir það ekki vera þannig. „Pólitísk fortíð Ólínu er þessu algerlega óviðkomandi að mínu mati, fyrir mig. Enda væri það mjög skrýtið ef við værum að ráða framkvæmdastjóra þjóðgarðs út frá pólitískri fortíð,” segir formaður þingvallanefndar. Jafnréttismál Skipan þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum Stjórnsýsla Þjóðgarðar Tengdar fréttir Ræðir við lögmann sinn um næstu skref Úrskurður kærunefndar jafnréttismála dæmdi Ólínu í hag eftir að hún hlaut ekki starf sem þjóðgarðsvörður. 10. apríl 2019 19:05 Úrskurður kærunefndar jafnréttismála Þingvallanefnd í óhag Úrskurður barst í dag frá kærunefnd jafnréttismála um ráðningu Þingvallanefndar í stöðu þjóðgarðsvarðar. 9. apríl 2019 23:01 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir bíður viðbragða þingvallanefndar eftir að úrskurðarnefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að nefndin hefði brotið á henni jafnréttislög við ráðningu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum. Formaður nefndarinnar segir athugasemdir aðallega snúast um huglæga þætti við mat á umsækjendum. Eftir að hafa auglýst starf þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum síðast liðið haust tók nefndin afstöðu til tveggja umsækjenda sem taldir voru hæfastir til starfsins, þeirra Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur og Einars Á.E. Sæmundsen. Á þessu tíma sátu í nefndinni þingmennirnir Ari Trausti Guðmundsson formaður, Vilhjálmur Árnason varaformaður, Páll Magnússon, Líneik Anna Sævarsdóttir, Oddný G. Harðardóttir, Karl Gauti Hjaltason og Hanna Katrín Friðriksson. Vísir/Gvendur Fjórir fulltrúar stjórnarflokkanna greiddu atkvæði með Einari en stjórnarandstöðuþingmennirnir þrír með Ólínu. Fljótlega eftir að þetta lá fyrir og gengið frá ráðningu Einars sagði Oddný sig úr nefndinni og Guðmundur Andri Thorsson tók hennar sæti. Ólína kærði ráðninguna til úrskurðarnefndar jafnréttismála sem á þriðjudag úrskurðaði að brotið hafi verið á henni samkvæmt jafnréttislögum. „Þingvallanefnd hefur ekki tekist að sýna fram á það að sá sem ráðinn var sé á nokkurn hátt hæfari en umsækjandinn sem taldi á sér brotið. Það er að segja sú sem hér stendur,” segir Ólína. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir.Vísir/Baldur Ari Trausti Guðmundsson formaður nefndarinnar segir nefndarfólk aðeins hafa náð að fara stuttlega yfir úrskurðinn. En nefndin hafi fram til 23. apríl að ákveða viðbrögð sín. Málið sé meðal annars til skoðunar hjá ríkislögmanni. Athugasemdir úrskurðarnefndarinnar snúist aðallega um málsmeðferð á huglægum nótum. „Það er að segja þegar nefndarmenn eru að meta við skulum segja færni umsækjenda, við skulum bara segja í mannlegum samskiptum eða einhverju slíku. Þá þarf að færa það til bókar og vinna það eftir einhverjum stöðlum sem við töldum okkur náttúrlega vera að fylgja með Capacent,” segir Ari. „Þetta er fólk sem setur lögin og á að fara eftir þeim. Þetta sýnir auðvitað að þarna voru vinnubrögð alls ekki nægilega vönduð. Þetta er mikill áfellisdómur yfir þingvallanefndinni,” segir Ólína. Ari Trausti Guðmundsson, formaður Þingvallanefndar.Vísir/Baldur Nefndin beri því bæði stjórnsýslulega og pólitíska ábyrgð. „Ég veit ekkert hvort þau ætli að taka eitthvað frumkvæði. Bjóða sættir, biðjast afsökunar eða hvað. Ég bíð bara átekta aðeins,” segir Ólína. Það hvarli hins vegar að henni að pólitísk fortíð hennar hafi einnig haft áhrif á afstöðu nefndarinnar til hennar. Ari Trausti segir það ekki vera þannig. „Pólitísk fortíð Ólínu er þessu algerlega óviðkomandi að mínu mati, fyrir mig. Enda væri það mjög skrýtið ef við værum að ráða framkvæmdastjóra þjóðgarðs út frá pólitískri fortíð,” segir formaður þingvallanefndar.
Jafnréttismál Skipan þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum Stjórnsýsla Þjóðgarðar Tengdar fréttir Ræðir við lögmann sinn um næstu skref Úrskurður kærunefndar jafnréttismála dæmdi Ólínu í hag eftir að hún hlaut ekki starf sem þjóðgarðsvörður. 10. apríl 2019 19:05 Úrskurður kærunefndar jafnréttismála Þingvallanefnd í óhag Úrskurður barst í dag frá kærunefnd jafnréttismála um ráðningu Þingvallanefndar í stöðu þjóðgarðsvarðar. 9. apríl 2019 23:01 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
Ræðir við lögmann sinn um næstu skref Úrskurður kærunefndar jafnréttismála dæmdi Ólínu í hag eftir að hún hlaut ekki starf sem þjóðgarðsvörður. 10. apríl 2019 19:05
Úrskurður kærunefndar jafnréttismála Þingvallanefnd í óhag Úrskurður barst í dag frá kærunefnd jafnréttismála um ráðningu Þingvallanefndar í stöðu þjóðgarðsvarðar. 9. apríl 2019 23:01
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent