Töldu forsendur viðræðna brostnar Kristinn Ingi Jónsson skrifar 10. apríl 2019 07:15 Sameining annars vegar Haga og Olís og hins vegar N1 og Festar gekk í gegn á síðasta ári eftir að hafa hlotið samþykki Samkeppniseftirlitsins. Félögin þurftu að gangast undir ströng skilyrði, meðal annars um sölu eigna, til þess að kaupin næðu að endingu fram að ganga. fréttablaðið/sigtryggur ari Hart var tekist á um rannsóknir og frummöt Samkeppniseftirlitsins í samrunamálum Haga og Olís annars vegar og N1 og Festar hins vegar og fékkst ekki niðurstaða í málin fyrr en að loknum löngum viðræðum þar sem félögin þurftu að gangast undir umtalsvert strangari skilyrði en þau lögðu upphaflega fram til þess að sefa áhyggjur eftirlitsins. Til marks um togstreituna í viðræðum Samkeppniseftirlitsins við forsvarsmenn N1 og Festar tók eftirlitið á einum tímapunkti fram í bréfi til N1 að „forsendur [brystu] til viðræðna um sátt í málinu“. Aðeins tveimur dögum áður höfðu forsvarsmenn olíufélagsins lýst því yfir við eftirlitið að „ástæðulaust“ væri að leggja skilyrði á félagið vegna kaupanna á Festi. Rannsókn og frummat eftirlitsins væru jafnframt í andstöðu við nokkrar af helstu meginreglum stjórnsýsluréttar og kynnu að fela í sér „misbeitingu valds við val á leið til úrlausnar máls“. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í ákvörðunum Samkeppniseftirlitsins í umræddum samrunamálum sem birtar voru í heild sinni í liðinni viku. Af ákvörðunum, sem eru samanlagt 660 blaðsíður að lengd, má ráða að töluvert hafi borið á milli hjá eftirlitinu og félögunum á fyrstu stigum málanna og á það sérstaklega við um samrunamál N1 og Festar. Fyrrnefnda félagið, sem Eggert Þór Kristófersson stýrir, taldi enda frá upphafi að samkeppnisyfirvöldum bæri að heimila kaupin án nokkurra skilyrða. Auk þess að lýsa sig ósammála frummati eftirlitsins um að kaupin á Festi væru skaðleg samkeppni tók félagið beinlínis fram að röksemdir eftirlitsins héldu fæstar vatni og væru enn fremur byggðar á röngum forsendum. Stjórn N1 samþykkti engu að síður að ganga til sáttaviðræðna við eftirlitið. Þær leiddu að endingu til þess að félagið gekkst undir víðtæk skilyrði, sem fólust meðal annars í því að selja fimm eldsneytisstöðvar, auk vörumerkisins „Dælunnar“, til nýs keppinautar og auka aðgengi endurseljenda að birgðarými, dreifingu og heildsölu eldsneytis, til þess að kaupin næðu fram að ganga. Samkomulag um umrædd skilyrði tókst loks í lok júlímánaðar í fyrra en þá voru meira en níu mánuðir liðnir frá því að Samkeppniseftirlitinu var fyrst tilkynnt um kaupin.Þurfti að breyta birgjasamningi Meiri sáttahugur var í forsvarsmönnum Haga sem lýstu snemma í ferlinu yfir vilja til þess að ganga til sáttaviðræðna við Samkeppniseftirlitið. Hins vegar gekk smásölurisanum erfiðlega að sannfæra eftirlitið um að tillögur hans að sátt dygðu til þess að eyða þeim samkeppnishindrunum sem eftirlitið taldi að stöfuðu af kaupum félagsins á Olís. Eftir fjölmarga fundi og ítarleg samskipti náðist sátt í lok ágúst í fyrra, um þrettán mánuðum eftir að samkeppnisyfirvöldum var fyrst tilkynnt um samrunann. Í sáttinni skuldbundu Hagar sig meðal annars til þess að selja frá sér þrjár Bónusverslanir og fimm eldsneytisstöðvar undir merkjum Olís og ÓB og auka enn fremur aðgengi endurseljenda að heildsölu eldsneytis. Samruninn gekk þó ekki endanlega í gegn fyrr en í lok nóvembermánaðar, nærri sextán mánuðum eftir að Samkeppniseftirlitinu var gert viðvart um hann, þegar eftirlitið lagði blessun sína yfir kaupendur að áðurnefndum eignum Haga. Sem kunnugt er festi Atlantsolía kaup á eldsneytisstöðvunum en félagið Ísborg, sem er í eigu Sigurðar Pálma Sigurbjörnssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Sports Direct á Íslandi, keypti Bónusverslanirnar. Áður þurfti síðarnefnda félagið þó – að kröfu Samkeppniseftirlitsins – að breyta birgjasamningi sínum við Haga, að því er varðaði viðskiptakjör félagsins, og undirgangast skilyrði um að það starfaði áfram á dagvörumarkaði í ákveðinn tíma og seldi ekki verslanirnar þrjár til annarra en þeirra sem fullnægja kröfum eftirlitsins, eins og upplýst er um í ákvörðun samkeppnisyfirvalda.Vilja skýrari leiðbeiningar Finnur Árnason, forstjóri Haga, sagði í viðtali við Markaðinn í síðasta mánuði að kaupferlið sem stjórnendur félagsins hefðu unnið að hefði í heild tekið 22 mánuði. „Það mættu vera skýrari leiðbeiningar frá Samkeppniseftirlitinu og það hefði verið til bóta ef það hefði komist á lausnamiðað samtal fyrr í ferlinu,“ nefndi Finnur. Undir það hafa forsvarsmenn Festar, áður N1, tekið en þannig sagði Margrét Guðmundsdóttir stjórnarformaður í viðtali við ViðskiptaMoggann síðasta haust að samrunaferlið hefði getað tekið mun skemmri tíma og heppilegra hefði verið ef Samkeppniseftirlitið hefði gefið út frá upphafi hvaða markmiðum það vildi ná. „Ég er ekki viss um að við hefðum lagt af stað í þetta ef við hefðum vitað hvað þetta tók langan tíma og hversu langt var gengið með sáttinni,“ sagði Margrét. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, vísaði hins vegar gagnrýninni á bug í viðtali við Markaðinn í febrúar síðastliðnum og sagði hana meinlegan misskilning. „Það á ekki að vera hlutverk Samkeppniseftirlitsins að segja fyrirtækjum að selja þetta eða selja hitt og á endanum kemur kannski í ljós að viðskiptin standa ekki undir sér. Samrunaaðilar þurfa sjálfir að móta skilyrðin,“ nefndi Páll Gunnar. Bensín og olía Birtist í Fréttablaðinu Samkeppnismál Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Hart var tekist á um rannsóknir og frummöt Samkeppniseftirlitsins í samrunamálum Haga og Olís annars vegar og N1 og Festar hins vegar og fékkst ekki niðurstaða í málin fyrr en að loknum löngum viðræðum þar sem félögin þurftu að gangast undir umtalsvert strangari skilyrði en þau lögðu upphaflega fram til þess að sefa áhyggjur eftirlitsins. Til marks um togstreituna í viðræðum Samkeppniseftirlitsins við forsvarsmenn N1 og Festar tók eftirlitið á einum tímapunkti fram í bréfi til N1 að „forsendur [brystu] til viðræðna um sátt í málinu“. Aðeins tveimur dögum áður höfðu forsvarsmenn olíufélagsins lýst því yfir við eftirlitið að „ástæðulaust“ væri að leggja skilyrði á félagið vegna kaupanna á Festi. Rannsókn og frummat eftirlitsins væru jafnframt í andstöðu við nokkrar af helstu meginreglum stjórnsýsluréttar og kynnu að fela í sér „misbeitingu valds við val á leið til úrlausnar máls“. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í ákvörðunum Samkeppniseftirlitsins í umræddum samrunamálum sem birtar voru í heild sinni í liðinni viku. Af ákvörðunum, sem eru samanlagt 660 blaðsíður að lengd, má ráða að töluvert hafi borið á milli hjá eftirlitinu og félögunum á fyrstu stigum málanna og á það sérstaklega við um samrunamál N1 og Festar. Fyrrnefnda félagið, sem Eggert Þór Kristófersson stýrir, taldi enda frá upphafi að samkeppnisyfirvöldum bæri að heimila kaupin án nokkurra skilyrða. Auk þess að lýsa sig ósammála frummati eftirlitsins um að kaupin á Festi væru skaðleg samkeppni tók félagið beinlínis fram að röksemdir eftirlitsins héldu fæstar vatni og væru enn fremur byggðar á röngum forsendum. Stjórn N1 samþykkti engu að síður að ganga til sáttaviðræðna við eftirlitið. Þær leiddu að endingu til þess að félagið gekkst undir víðtæk skilyrði, sem fólust meðal annars í því að selja fimm eldsneytisstöðvar, auk vörumerkisins „Dælunnar“, til nýs keppinautar og auka aðgengi endurseljenda að birgðarými, dreifingu og heildsölu eldsneytis, til þess að kaupin næðu fram að ganga. Samkomulag um umrædd skilyrði tókst loks í lok júlímánaðar í fyrra en þá voru meira en níu mánuðir liðnir frá því að Samkeppniseftirlitinu var fyrst tilkynnt um kaupin.Þurfti að breyta birgjasamningi Meiri sáttahugur var í forsvarsmönnum Haga sem lýstu snemma í ferlinu yfir vilja til þess að ganga til sáttaviðræðna við Samkeppniseftirlitið. Hins vegar gekk smásölurisanum erfiðlega að sannfæra eftirlitið um að tillögur hans að sátt dygðu til þess að eyða þeim samkeppnishindrunum sem eftirlitið taldi að stöfuðu af kaupum félagsins á Olís. Eftir fjölmarga fundi og ítarleg samskipti náðist sátt í lok ágúst í fyrra, um þrettán mánuðum eftir að samkeppnisyfirvöldum var fyrst tilkynnt um samrunann. Í sáttinni skuldbundu Hagar sig meðal annars til þess að selja frá sér þrjár Bónusverslanir og fimm eldsneytisstöðvar undir merkjum Olís og ÓB og auka enn fremur aðgengi endurseljenda að heildsölu eldsneytis. Samruninn gekk þó ekki endanlega í gegn fyrr en í lok nóvembermánaðar, nærri sextán mánuðum eftir að Samkeppniseftirlitinu var gert viðvart um hann, þegar eftirlitið lagði blessun sína yfir kaupendur að áðurnefndum eignum Haga. Sem kunnugt er festi Atlantsolía kaup á eldsneytisstöðvunum en félagið Ísborg, sem er í eigu Sigurðar Pálma Sigurbjörnssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Sports Direct á Íslandi, keypti Bónusverslanirnar. Áður þurfti síðarnefnda félagið þó – að kröfu Samkeppniseftirlitsins – að breyta birgjasamningi sínum við Haga, að því er varðaði viðskiptakjör félagsins, og undirgangast skilyrði um að það starfaði áfram á dagvörumarkaði í ákveðinn tíma og seldi ekki verslanirnar þrjár til annarra en þeirra sem fullnægja kröfum eftirlitsins, eins og upplýst er um í ákvörðun samkeppnisyfirvalda.Vilja skýrari leiðbeiningar Finnur Árnason, forstjóri Haga, sagði í viðtali við Markaðinn í síðasta mánuði að kaupferlið sem stjórnendur félagsins hefðu unnið að hefði í heild tekið 22 mánuði. „Það mættu vera skýrari leiðbeiningar frá Samkeppniseftirlitinu og það hefði verið til bóta ef það hefði komist á lausnamiðað samtal fyrr í ferlinu,“ nefndi Finnur. Undir það hafa forsvarsmenn Festar, áður N1, tekið en þannig sagði Margrét Guðmundsdóttir stjórnarformaður í viðtali við ViðskiptaMoggann síðasta haust að samrunaferlið hefði getað tekið mun skemmri tíma og heppilegra hefði verið ef Samkeppniseftirlitið hefði gefið út frá upphafi hvaða markmiðum það vildi ná. „Ég er ekki viss um að við hefðum lagt af stað í þetta ef við hefðum vitað hvað þetta tók langan tíma og hversu langt var gengið með sáttinni,“ sagði Margrét. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, vísaði hins vegar gagnrýninni á bug í viðtali við Markaðinn í febrúar síðastliðnum og sagði hana meinlegan misskilning. „Það á ekki að vera hlutverk Samkeppniseftirlitsins að segja fyrirtækjum að selja þetta eða selja hitt og á endanum kemur kannski í ljós að viðskiptin standa ekki undir sér. Samrunaaðilar þurfa sjálfir að móta skilyrðin,“ nefndi Páll Gunnar.
Bensín og olía Birtist í Fréttablaðinu Samkeppnismál Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira