Gripin með sjö þúsund Oxycontin töflur við komuna frá Tenerife Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. apríl 2019 16:58 Ávana- og fíknilyf á borð við Oxycontin eru boðin kaupum og sölum á Íslandi, meðal annars á samfélagsmiðlum. Þessi sölumaður var með 80 mg af Oxycontin til sölu á 8000 krónur töfluna sem virðist vera götuverð taflnanna. Vísir Kona var handtekin á Keflavíkurflugvelli þann 19. apríl síðastliðinn með mikið magn ávana- og fíknilyfja falið í tösku sinni. Konan var á leiðinni til landsins með flugi frá Alicante á Spáni. Á sjöunda þúsund Oxycontin töflur fundust undir fóðri í ferðatösku sem konan hafði meðferðis. Kvað kærða „hann“ eiga töskuna en á farbannsúrskurði yfir konunni er að skilja að konan hafi ekki gefið upp mögulega vitorðsmenn sína. Konan hefur verið úrskurðuð í farbann þar til dómur gengur í máli hennar. Þó ekki lengur en til 22. maí.Í greinargerð lögreglustjórans á Suðurnesjum segir að tilkynning hafi borist frá Tollgæslunni. Konan hafi viðurkennt að vita að hún væri með einhvern varning í töskunni en ekki vitað hvaða varning um ræddi eða magnið. Var konan úrskurðuð í gæsluvarðhald í viku en sætir nú sem fyrr segir farbanni. Rannsókn lögreglu er í fullum gangi. Konan virðist samkvæmt greinargerð lögreglu búsett utan landsteinanna. Unnið sé að því að rannsaka aðdraganda ferðar kærðu utan og hingað til lands. Þá sé enn fremur unnið að því að rannsaka tengsl hennar við hugsanlega vitorðsmenn á Íslandi og eða erlendis. Um sé að ræða verulegt magn hættulegra lyfja sem gangi kaupum og sölum með ólögmætum hætti á Íslandi. Megi ætla að götuverðmæti lyfjanna sé vel yfir fimmtíu milljónir króna. Þá telur lögreglan að lyfið hafi verið ætlað til sölu og dreifingar hér á landi. Konan á lögheimili hér á landi en hefur verið búsett erlendis undanfarin ár. Telur lögreglan ástæðu til að ætla að hún reyni að fara af landi brott verði henni ekki bönnuð för af landinu. Keflavíkurflugvöllur Lyf Lögreglumál Tengdar fréttir Helmingur á Vogi hefur keypt lyfseðilskyld lyf Rúmlega helmingur innritaðra sjúklinga á Sjúkrahúsinu Vogi, eða 52 prósent, hafði keypt lyfseðilskyld lyf á götunni samkvæmt mánaðarlegri könnun sem SÁÁ gerir á verðlagi á ólögmætum lyfjum. 24. júlí 2018 06:00 Vara við hættunni vegna frétta af neyslu ungmenna Landlæknisembættið varar við misnotkun á ávanabindandi lyfjum. Embættið kemur upplýsingunum á framfæri vegna frétta sem fluttar hafa verið af notkun ungmenna á lyfjunum. 16. ágúst 2018 16:37 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Fleiri fréttir Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Sjá meira
Kona var handtekin á Keflavíkurflugvelli þann 19. apríl síðastliðinn með mikið magn ávana- og fíknilyfja falið í tösku sinni. Konan var á leiðinni til landsins með flugi frá Alicante á Spáni. Á sjöunda þúsund Oxycontin töflur fundust undir fóðri í ferðatösku sem konan hafði meðferðis. Kvað kærða „hann“ eiga töskuna en á farbannsúrskurði yfir konunni er að skilja að konan hafi ekki gefið upp mögulega vitorðsmenn sína. Konan hefur verið úrskurðuð í farbann þar til dómur gengur í máli hennar. Þó ekki lengur en til 22. maí.Í greinargerð lögreglustjórans á Suðurnesjum segir að tilkynning hafi borist frá Tollgæslunni. Konan hafi viðurkennt að vita að hún væri með einhvern varning í töskunni en ekki vitað hvaða varning um ræddi eða magnið. Var konan úrskurðuð í gæsluvarðhald í viku en sætir nú sem fyrr segir farbanni. Rannsókn lögreglu er í fullum gangi. Konan virðist samkvæmt greinargerð lögreglu búsett utan landsteinanna. Unnið sé að því að rannsaka aðdraganda ferðar kærðu utan og hingað til lands. Þá sé enn fremur unnið að því að rannsaka tengsl hennar við hugsanlega vitorðsmenn á Íslandi og eða erlendis. Um sé að ræða verulegt magn hættulegra lyfja sem gangi kaupum og sölum með ólögmætum hætti á Íslandi. Megi ætla að götuverðmæti lyfjanna sé vel yfir fimmtíu milljónir króna. Þá telur lögreglan að lyfið hafi verið ætlað til sölu og dreifingar hér á landi. Konan á lögheimili hér á landi en hefur verið búsett erlendis undanfarin ár. Telur lögreglan ástæðu til að ætla að hún reyni að fara af landi brott verði henni ekki bönnuð för af landinu.
Keflavíkurflugvöllur Lyf Lögreglumál Tengdar fréttir Helmingur á Vogi hefur keypt lyfseðilskyld lyf Rúmlega helmingur innritaðra sjúklinga á Sjúkrahúsinu Vogi, eða 52 prósent, hafði keypt lyfseðilskyld lyf á götunni samkvæmt mánaðarlegri könnun sem SÁÁ gerir á verðlagi á ólögmætum lyfjum. 24. júlí 2018 06:00 Vara við hættunni vegna frétta af neyslu ungmenna Landlæknisembættið varar við misnotkun á ávanabindandi lyfjum. Embættið kemur upplýsingunum á framfæri vegna frétta sem fluttar hafa verið af notkun ungmenna á lyfjunum. 16. ágúst 2018 16:37 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Fleiri fréttir Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Sjá meira
Helmingur á Vogi hefur keypt lyfseðilskyld lyf Rúmlega helmingur innritaðra sjúklinga á Sjúkrahúsinu Vogi, eða 52 prósent, hafði keypt lyfseðilskyld lyf á götunni samkvæmt mánaðarlegri könnun sem SÁÁ gerir á verðlagi á ólögmætum lyfjum. 24. júlí 2018 06:00
Vara við hættunni vegna frétta af neyslu ungmenna Landlæknisembættið varar við misnotkun á ávanabindandi lyfjum. Embættið kemur upplýsingunum á framfæri vegna frétta sem fluttar hafa verið af notkun ungmenna á lyfjunum. 16. ágúst 2018 16:37