Guðni forseti: „Ég er ekki í hópi ofurplokkara“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. apríl 2019 19:45 Forseti Íslands er ekki í hópi ofurplokkara en segist gjarnan með sér poka fyrir rusl þegar hann fer út að skokka. Nokkur hundruð tóku þátt í skipulögðu plokki á höfuðborgarsvæðinu og enn fleiri um land allt á stóra plokkdeginum 2019 sem fór fram í dag. Þátttakan fór langt fram úr björtustu vonum að sögn skipuleggjenda. Markmiðið með plokkinu er að hreinsa til í umhverfinu, tína rusl og koma því í endurvinnslu. Skipulagt plokk fór fram víða um land í dag en Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra setti stóra plokkdaginn formlega klukkan tíu í morgun. Forsetahjónin voru svo mætt í Garðabæinn síðdegis ásamt fleirum öflugum plokkurum. „Fólk er búið að vera mjög duglegt á undan okkur. Þetta er ekki mjög mikið hér,“ sagði Eliza Reid forsetafrú þegar fréttastofa náði af henni tali við plokk í Garðabænum í dag. „Ég er kannski ekki mest dugleg en ég get sagt að Guðni sé mjög duglegur að gera þetta, hann er mjög duglegur þegar hann fer út að skokka.“Eliza Reid forsetafrú plokkar.Mynd/aðsendSjálfur segist forsetinn ekki vera meðal þeirra allra duglegustu, en hann grípi með sér poka annað slagið. „Ég geri þetta nú ekki hvern dag eða neitt svoleiðis, ég er ekki í hópi ofurplokkara en mér finnst þetta ágætis tilbreyting þegar ég fer út að skokka,“ segir Guðni. Verst þykir honum að sjá sígarettustubba og annað rusl sem augljóst er að einhver hefur skilið eftir. „Mikið af þessu er bara svona fokrusl, gamall korkur og eitthvað sem kemur bara með veðri og vindum og verður kannski ekkert ráðið við. En það sem er kannski ögn meira pirrandi eru sígarettustubbarnir sem er allt of mikið af og fólk er kannski að fleygja í hugsunarleysi eða leti.“ Unga kynslóðin lét sitt ekki eftr liggja en þær Steinunn Stefánsdóttir og Lydía Dhour Friðfinnsdóttir voru meðal þeirra sem plokkuðu við hlið forsetans í dag. Aðspurð segist Steinunn hafa fundið mikið rusl í dag. „Við höfum fundið bara alls konar,“ segir Lydía. Guðni Th. Jóhannesson plokkaði líka rusl.Mynd/aðsend Forseti Íslands Umhverfismál Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Forseti Íslands er ekki í hópi ofurplokkara en segist gjarnan með sér poka fyrir rusl þegar hann fer út að skokka. Nokkur hundruð tóku þátt í skipulögðu plokki á höfuðborgarsvæðinu og enn fleiri um land allt á stóra plokkdeginum 2019 sem fór fram í dag. Þátttakan fór langt fram úr björtustu vonum að sögn skipuleggjenda. Markmiðið með plokkinu er að hreinsa til í umhverfinu, tína rusl og koma því í endurvinnslu. Skipulagt plokk fór fram víða um land í dag en Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra setti stóra plokkdaginn formlega klukkan tíu í morgun. Forsetahjónin voru svo mætt í Garðabæinn síðdegis ásamt fleirum öflugum plokkurum. „Fólk er búið að vera mjög duglegt á undan okkur. Þetta er ekki mjög mikið hér,“ sagði Eliza Reid forsetafrú þegar fréttastofa náði af henni tali við plokk í Garðabænum í dag. „Ég er kannski ekki mest dugleg en ég get sagt að Guðni sé mjög duglegur að gera þetta, hann er mjög duglegur þegar hann fer út að skokka.“Eliza Reid forsetafrú plokkar.Mynd/aðsendSjálfur segist forsetinn ekki vera meðal þeirra allra duglegustu, en hann grípi með sér poka annað slagið. „Ég geri þetta nú ekki hvern dag eða neitt svoleiðis, ég er ekki í hópi ofurplokkara en mér finnst þetta ágætis tilbreyting þegar ég fer út að skokka,“ segir Guðni. Verst þykir honum að sjá sígarettustubba og annað rusl sem augljóst er að einhver hefur skilið eftir. „Mikið af þessu er bara svona fokrusl, gamall korkur og eitthvað sem kemur bara með veðri og vindum og verður kannski ekkert ráðið við. En það sem er kannski ögn meira pirrandi eru sígarettustubbarnir sem er allt of mikið af og fólk er kannski að fleygja í hugsunarleysi eða leti.“ Unga kynslóðin lét sitt ekki eftr liggja en þær Steinunn Stefánsdóttir og Lydía Dhour Friðfinnsdóttir voru meðal þeirra sem plokkuðu við hlið forsetans í dag. Aðspurð segist Steinunn hafa fundið mikið rusl í dag. „Við höfum fundið bara alls konar,“ segir Lydía. Guðni Th. Jóhannesson plokkaði líka rusl.Mynd/aðsend
Forseti Íslands Umhverfismál Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira