Írski lýðveldisherinn sér Brexit sem tækifæri Kjartan Kjartansson skrifar 28. apríl 2019 10:26 Frá útför Lyru McKee, blaðakonunnar sem Nýi írski lýðveldisherinn hefur viðurkennt að hafa drepið. Vísir/EPA Yfirvofandi útganga Bretlands úr Evrópusambandinu hefur gefið írskum þjóðernissinnum á Norður-Írlandi tækifæri til að minna á baráttu sína gegn yfirráðum Breta. Þetta segir forysta Nýja írska lýðveldishersins við breska blaðið Sunday Times. Norður-Írland hefur verið í brennidepli vegna útgöngunnar. Umdeildasti hluti útgöngusamnings Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, við ESB er sá sem varðar svonefnda baktryggingu á Írlandi. Henni er ætlað að koma í veg fyrir að setja þurfi upp hefðbundið landamæraeftirlit á mörkum Írlands og Norður-Írlands. Óttast hefur verið að hörð landamæri á milli Norður-Írlands og Írlands gæti kynnt aftur undir trúardeilum á milli kaþólikka og mótmælenda á Norður-Írlandi og að þau gætu ógnað friðarsamkomulaginu sem skrifað var undir á föstudaginn langa árið 1998. Nú segja leiðtogar Nýja írska lýðveldishersins, eins nokkurra lítilla hópa sem er andsnúinn friðarsamningnum og berjast gegn yfirráðum Breta á Norður-Írlandi, að Brexit sé tækifæri fyrir þá. „Brexit hefur neytt IRA til þess að einbeita sér aftur og undirstrikað að Írland er enn sundrað. Það væri kæruleysi af okkur að nýta okkur ekki þetta tækifæri. Þetta hefur sett landamærin aftur á dagskrána,“ hefur Sunday Times eftir einum leiðtoga samtakanna. Nýi írski lýðveldisherinn hefur viðurkennt að hafa borið ábyrgð á morðinu á Lyru McKee, 29 ára gamalli blaðakonu, í Londonderry í síðustu viku. McKee fylgdist með óeirðum þar sem liðsmenn samtakanna skutu á lögreglumenn þegar hún varð sjálf fyrir skoti.Reuters-fréttastofan segir að samtökin séu mun minni en upphaflegi Írski lýðveldisherinn sem afvopnaðist eftir friðarsamningana. Nýi írski lýðveldisherinn var stofnaður árið 2012 með samruna þriggja af fjórum helstu samtökum írskra þjóðernissinna. „Svo lengi sem Bretar eru á Írlandi og landið er hlutað í sundur verður IRA til staðar,“ hefur blaðið eftir leiðtoga hópsins. Bretland Brexit Írland Norður-Írland Tengdar fréttir Kona á sextugsaldri handtekin í tengslum við dauða McKee Kona á sextugsaldri hefur verið handtekin í tengslum við drápið á norðurírsku blaðakonunni Lyru McKee. 23. apríl 2019 11:11 Nýi írski lýðveldisherinn tekur ábyrgð á drápinu á Lyru McKee Nýi írski lýðveldisherinn hefur tekið ábyrgðina á drápinu á blaðakonunni Lyru McKee sem var skotin í höfuðið á fimmtudaginn var þegar hún var að fylgjast með óeirðum í hverfi í norður-írsku borginni Londonderry. 23. apríl 2019 07:18 Blaðamaður skotinn til bana í óeirðum í Londonderry Norður-Írskur blaðamaður, Lyra McKee, var í gærkvöld skotin til bana í Londonderry þar sem hún fjallaði um óeirðir sem geisuðu í Creggan-hverfi borgarinnar í gærkvöld. Lögregla rannsakar morðið sem hryðjuverk. McKee varð fyrir skoti sem grímuklædds byssumanns er hún stóð nærri lögreglunni í Londonderry. 19. apríl 2019 09:06 Tveir unglinspiltar handteknir vegna morðs á blaðamanni Tveir unglingspiltar hafa verið handteknir í tengslum við morðið á blaðamanninum Lyru McKee, sem skotin var til bana í mótmælum í Londonderry á fimmtudag. 20. apríl 2019 09:45 Birtu myndband af morðingja blaðakonu í Norður-Írlandi Lögreglan í Norður-Írlandi hefur birt myndband af morðingja blaðakonunnar Lyra McKee sem skotin var til bana þegar óeirðir áttu sér stað í borginni Londonderry í gær. 19. apríl 2019 23:00 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Sjá meira
Yfirvofandi útganga Bretlands úr Evrópusambandinu hefur gefið írskum þjóðernissinnum á Norður-Írlandi tækifæri til að minna á baráttu sína gegn yfirráðum Breta. Þetta segir forysta Nýja írska lýðveldishersins við breska blaðið Sunday Times. Norður-Írland hefur verið í brennidepli vegna útgöngunnar. Umdeildasti hluti útgöngusamnings Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, við ESB er sá sem varðar svonefnda baktryggingu á Írlandi. Henni er ætlað að koma í veg fyrir að setja þurfi upp hefðbundið landamæraeftirlit á mörkum Írlands og Norður-Írlands. Óttast hefur verið að hörð landamæri á milli Norður-Írlands og Írlands gæti kynnt aftur undir trúardeilum á milli kaþólikka og mótmælenda á Norður-Írlandi og að þau gætu ógnað friðarsamkomulaginu sem skrifað var undir á föstudaginn langa árið 1998. Nú segja leiðtogar Nýja írska lýðveldishersins, eins nokkurra lítilla hópa sem er andsnúinn friðarsamningnum og berjast gegn yfirráðum Breta á Norður-Írlandi, að Brexit sé tækifæri fyrir þá. „Brexit hefur neytt IRA til þess að einbeita sér aftur og undirstrikað að Írland er enn sundrað. Það væri kæruleysi af okkur að nýta okkur ekki þetta tækifæri. Þetta hefur sett landamærin aftur á dagskrána,“ hefur Sunday Times eftir einum leiðtoga samtakanna. Nýi írski lýðveldisherinn hefur viðurkennt að hafa borið ábyrgð á morðinu á Lyru McKee, 29 ára gamalli blaðakonu, í Londonderry í síðustu viku. McKee fylgdist með óeirðum þar sem liðsmenn samtakanna skutu á lögreglumenn þegar hún varð sjálf fyrir skoti.Reuters-fréttastofan segir að samtökin séu mun minni en upphaflegi Írski lýðveldisherinn sem afvopnaðist eftir friðarsamningana. Nýi írski lýðveldisherinn var stofnaður árið 2012 með samruna þriggja af fjórum helstu samtökum írskra þjóðernissinna. „Svo lengi sem Bretar eru á Írlandi og landið er hlutað í sundur verður IRA til staðar,“ hefur blaðið eftir leiðtoga hópsins.
Bretland Brexit Írland Norður-Írland Tengdar fréttir Kona á sextugsaldri handtekin í tengslum við dauða McKee Kona á sextugsaldri hefur verið handtekin í tengslum við drápið á norðurírsku blaðakonunni Lyru McKee. 23. apríl 2019 11:11 Nýi írski lýðveldisherinn tekur ábyrgð á drápinu á Lyru McKee Nýi írski lýðveldisherinn hefur tekið ábyrgðina á drápinu á blaðakonunni Lyru McKee sem var skotin í höfuðið á fimmtudaginn var þegar hún var að fylgjast með óeirðum í hverfi í norður-írsku borginni Londonderry. 23. apríl 2019 07:18 Blaðamaður skotinn til bana í óeirðum í Londonderry Norður-Írskur blaðamaður, Lyra McKee, var í gærkvöld skotin til bana í Londonderry þar sem hún fjallaði um óeirðir sem geisuðu í Creggan-hverfi borgarinnar í gærkvöld. Lögregla rannsakar morðið sem hryðjuverk. McKee varð fyrir skoti sem grímuklædds byssumanns er hún stóð nærri lögreglunni í Londonderry. 19. apríl 2019 09:06 Tveir unglinspiltar handteknir vegna morðs á blaðamanni Tveir unglingspiltar hafa verið handteknir í tengslum við morðið á blaðamanninum Lyru McKee, sem skotin var til bana í mótmælum í Londonderry á fimmtudag. 20. apríl 2019 09:45 Birtu myndband af morðingja blaðakonu í Norður-Írlandi Lögreglan í Norður-Írlandi hefur birt myndband af morðingja blaðakonunnar Lyra McKee sem skotin var til bana þegar óeirðir áttu sér stað í borginni Londonderry í gær. 19. apríl 2019 23:00 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Sjá meira
Kona á sextugsaldri handtekin í tengslum við dauða McKee Kona á sextugsaldri hefur verið handtekin í tengslum við drápið á norðurírsku blaðakonunni Lyru McKee. 23. apríl 2019 11:11
Nýi írski lýðveldisherinn tekur ábyrgð á drápinu á Lyru McKee Nýi írski lýðveldisherinn hefur tekið ábyrgðina á drápinu á blaðakonunni Lyru McKee sem var skotin í höfuðið á fimmtudaginn var þegar hún var að fylgjast með óeirðum í hverfi í norður-írsku borginni Londonderry. 23. apríl 2019 07:18
Blaðamaður skotinn til bana í óeirðum í Londonderry Norður-Írskur blaðamaður, Lyra McKee, var í gærkvöld skotin til bana í Londonderry þar sem hún fjallaði um óeirðir sem geisuðu í Creggan-hverfi borgarinnar í gærkvöld. Lögregla rannsakar morðið sem hryðjuverk. McKee varð fyrir skoti sem grímuklædds byssumanns er hún stóð nærri lögreglunni í Londonderry. 19. apríl 2019 09:06
Tveir unglinspiltar handteknir vegna morðs á blaðamanni Tveir unglingspiltar hafa verið handteknir í tengslum við morðið á blaðamanninum Lyru McKee, sem skotin var til bana í mótmælum í Londonderry á fimmtudag. 20. apríl 2019 09:45
Birtu myndband af morðingja blaðakonu í Norður-Írlandi Lögreglan í Norður-Írlandi hefur birt myndband af morðingja blaðakonunnar Lyra McKee sem skotin var til bana þegar óeirðir áttu sér stað í borginni Londonderry í gær. 19. apríl 2019 23:00