Hafa ekki hugmynd um hvernig Kim kom höndum yfir eðalvagnana Samúel Karl Ólason skrifar 26. apríl 2019 13:17 Um er að ræða tvö eðalvagna af gerðunum Mercedes Maybach S500 Pullman Guard og Mercedes Maybach S62. AP/Alexander Khitrov Forsvarsmenn þýska bílaframleiðandans Daimler hafa ekki hugmynd um hvernig Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, kom höndum yfir brynvarðan eðalvagna fyrirtækisins. Kim sást í slíkum bíl í Rússlandi, þar sem hann er nú staddur og fundar með Vladimir Pútín, forseta Rússlands, og sást hann einnig í slíkum bíl á fundum hans með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Um er að ræða tvo eðalvagna af gerðunum Mercedes Maybach S500 Pullman Guard og Mercedes Maybach S62. Daimler segist ekki hafa átt í nokkrum viðskiptum við Norður-Kóreu enda fer sala lúxusvara eins og þessara bíla gegn viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum Sameinuðu þjóðanna gagnvart Norður-Kóreu. Í svari við fyrirspurn AP fréttaveitunnar segir talskona Daimler að fyrirtækið hafi ekki átt í viðskiptum við Norður-Kóreu í meira en fimmtán ár. Fyrirtækið hafi þó enga stjórn á því hvort aðrir aðilar kaupi bíla ef þeim og selji til Norður-Kóreu.Fréttaveitan segir það að Kim hafi þrátt fyrir viðskiptaþvinganir getað keypt sér eðalvagna, til marks um það hve götóttar refsiaðgerðirnar gegn Norður-Kóreu séu. Sameinuðu þjóðirnar, Bandaríkin og Evrópusambandið hafa hert refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu til muna á undanförnum árum með því markmiði að fá einræðisríkið til að láta af kjarnorkuvopnaáætlun sinni og afhenda þau vopn sem þegar er búið að framleiða til eyðingar. Norður-Kóreumenn hafa farið fram á að létt verði á þessum aðgerðum, áður en þeir taka skref í átt að einhvers konar afvopnun. Það hafa yfirvöld Bandaríkjanna og aðrir ekki viljað. Bílar Norður-Kórea Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Sjá meira
Forsvarsmenn þýska bílaframleiðandans Daimler hafa ekki hugmynd um hvernig Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, kom höndum yfir brynvarðan eðalvagna fyrirtækisins. Kim sást í slíkum bíl í Rússlandi, þar sem hann er nú staddur og fundar með Vladimir Pútín, forseta Rússlands, og sást hann einnig í slíkum bíl á fundum hans með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Um er að ræða tvo eðalvagna af gerðunum Mercedes Maybach S500 Pullman Guard og Mercedes Maybach S62. Daimler segist ekki hafa átt í nokkrum viðskiptum við Norður-Kóreu enda fer sala lúxusvara eins og þessara bíla gegn viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum Sameinuðu þjóðanna gagnvart Norður-Kóreu. Í svari við fyrirspurn AP fréttaveitunnar segir talskona Daimler að fyrirtækið hafi ekki átt í viðskiptum við Norður-Kóreu í meira en fimmtán ár. Fyrirtækið hafi þó enga stjórn á því hvort aðrir aðilar kaupi bíla ef þeim og selji til Norður-Kóreu.Fréttaveitan segir það að Kim hafi þrátt fyrir viðskiptaþvinganir getað keypt sér eðalvagna, til marks um það hve götóttar refsiaðgerðirnar gegn Norður-Kóreu séu. Sameinuðu þjóðirnar, Bandaríkin og Evrópusambandið hafa hert refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu til muna á undanförnum árum með því markmiði að fá einræðisríkið til að láta af kjarnorkuvopnaáætlun sinni og afhenda þau vopn sem þegar er búið að framleiða til eyðingar. Norður-Kóreumenn hafa farið fram á að létt verði á þessum aðgerðum, áður en þeir taka skref í átt að einhvers konar afvopnun. Það hafa yfirvöld Bandaríkjanna og aðrir ekki viljað.
Bílar Norður-Kórea Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Sjá meira