Hótar Kanada stríði vegna rusls Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. apríl 2019 23:30 Filippseyingar hafa lengi barist fyrir því að ruslinu verði skilað. Vísir/Getty Rodrigo Duterte, hinn umdeildi forseti Filippseyja, hefur hótað því að lýsa yfir stríði gegn Kanada sæki yfirvöld þar í landi ekki rusl sem kanadískt fyrirtæki sendi til Filippseyja fyrir nokkrum árum. CNN greinir frá. Ónefnt kanadískt einkafyrirtæki sendi 103 gáma með um 2.500 tonnum af rusli til Manilla, höfuðborg Filippseyja, á árunum 2013 og 2014. Ruslið var merkt sem plast sem átti að fara í endurvinnslu en við skoðun kom í ljós að ruslið var ekki hæft til endurvinnslu. Síðar kom í ljós að kanadíska fyrirtækið hafði ekki tilskilin leyfi til þess að flytja ruslið til Filippseyja. Suma gámana má enn finna við höfnina í Manilla. Yfirvöld í Filippseyjum hafa árum saman kallað eftir því að yfirvöld í Kanada sæki ruslið sitt aftur, án árangurs. Og nú virðist Duterte hafa fengið nóg. „Ég sendi þeim viðvörun, kannski í næstu viku, um að þeim sé hollast að sækja ruslið sitt aftir. Við lýsum yfir stríði. Við getum tekið þá hvort sem er,“ sagði Duterte. Justin Trudeau hefur áður sagt að hann sé viljugur til þess að finna lausn á málinu og spurning er hvernig hann bregst við hótunum Duterte. Sé eitthvað að marka yfirlýsingar Duterte gæti Trudeau og hann mögulega hist og rætt málin á næstunni, því Duterte hefur hótað að skila ruslinu sjálfur aftur til Kanada. „Ég skil ekki af hverju við erum gerð að einhverjum ruslahaug. Ruslið er á heimleið.“ Filippseyjar Kanada Umhverfismál Tengdar fréttir Blaðakonunni sem var handtekin sleppt gegn tryggingu Ritstjóri fréttasíðunnar Rappler var handtekinn í gær. Fjölmiðillinn hefur verið gagnrýninn á stjórn Rodrigo Duterte forseta. 14. febrúar 2019 10:16 Útgefandi gagnrýninnar fréttavefsíðu handtekinn á Filippseyjum María Ressa, forstjóri Rappler, segir ásakanir á hendur henni tilraunir Duterte forseta til að þagga niður í gagnrýni fréttasíðunnar. 13. febrúar 2019 11:58 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira
Rodrigo Duterte, hinn umdeildi forseti Filippseyja, hefur hótað því að lýsa yfir stríði gegn Kanada sæki yfirvöld þar í landi ekki rusl sem kanadískt fyrirtæki sendi til Filippseyja fyrir nokkrum árum. CNN greinir frá. Ónefnt kanadískt einkafyrirtæki sendi 103 gáma með um 2.500 tonnum af rusli til Manilla, höfuðborg Filippseyja, á árunum 2013 og 2014. Ruslið var merkt sem plast sem átti að fara í endurvinnslu en við skoðun kom í ljós að ruslið var ekki hæft til endurvinnslu. Síðar kom í ljós að kanadíska fyrirtækið hafði ekki tilskilin leyfi til þess að flytja ruslið til Filippseyja. Suma gámana má enn finna við höfnina í Manilla. Yfirvöld í Filippseyjum hafa árum saman kallað eftir því að yfirvöld í Kanada sæki ruslið sitt aftur, án árangurs. Og nú virðist Duterte hafa fengið nóg. „Ég sendi þeim viðvörun, kannski í næstu viku, um að þeim sé hollast að sækja ruslið sitt aftir. Við lýsum yfir stríði. Við getum tekið þá hvort sem er,“ sagði Duterte. Justin Trudeau hefur áður sagt að hann sé viljugur til þess að finna lausn á málinu og spurning er hvernig hann bregst við hótunum Duterte. Sé eitthvað að marka yfirlýsingar Duterte gæti Trudeau og hann mögulega hist og rætt málin á næstunni, því Duterte hefur hótað að skila ruslinu sjálfur aftur til Kanada. „Ég skil ekki af hverju við erum gerð að einhverjum ruslahaug. Ruslið er á heimleið.“
Filippseyjar Kanada Umhverfismál Tengdar fréttir Blaðakonunni sem var handtekin sleppt gegn tryggingu Ritstjóri fréttasíðunnar Rappler var handtekinn í gær. Fjölmiðillinn hefur verið gagnrýninn á stjórn Rodrigo Duterte forseta. 14. febrúar 2019 10:16 Útgefandi gagnrýninnar fréttavefsíðu handtekinn á Filippseyjum María Ressa, forstjóri Rappler, segir ásakanir á hendur henni tilraunir Duterte forseta til að þagga niður í gagnrýni fréttasíðunnar. 13. febrúar 2019 11:58 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira
Blaðakonunni sem var handtekin sleppt gegn tryggingu Ritstjóri fréttasíðunnar Rappler var handtekinn í gær. Fjölmiðillinn hefur verið gagnrýninn á stjórn Rodrigo Duterte forseta. 14. febrúar 2019 10:16
Útgefandi gagnrýninnar fréttavefsíðu handtekinn á Filippseyjum María Ressa, forstjóri Rappler, segir ásakanir á hendur henni tilraunir Duterte forseta til að þagga niður í gagnrýni fréttasíðunnar. 13. febrúar 2019 11:58