Kínverskur meistaranemi fær viðurkenningu fyrir afburða námsárangur í íslensku Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. apríl 2019 19:15 Kínverskur meistaranemi í íslenskum bókmenntum hefur á örfáum árum náð svo góðum tökum á íslensku að hann hlaut í dag viðurkenningu fyrir afburða árangur í námi. Hann hefur tekið upp nafnið Halldór og þýtt fjölda íslenskra skáldverka á kínversku. Vinafélag Árnastofnunar veitti í dag í fyrsta skipti tveimur afburðanemendum í íslenskum fræðum viðurkenningar fyrir árangur í námi og vill þannig undirstrika mikilvægi þess að nám í íslenskum fræðum sé eftirsóknavert og rannsóknir nauðsynlegar. Ásbjörg Benediktsdóttir hlaut verðlaun fyrir árangur í íslenskri málfræði og hinn kínverski Halldór Xinyu Zhang sem hefur búið hér á landi í fjögur ár fyrir námsárangur í íslenskum bókmenntum. Hann segir að rekja megi áhuga sinn á íslensku til margra hluta. „Ég hef fyrst og fremst áhuga á menningu, tungumálum og bókmenntum og íslensk menning og bókmenntir eru hluti af margslunginni menningu heimsins,“ segir Halldór. Hann byrjaði að læra íslensku í háskólanámi í Peking þar sem tveir kennarar kenndu tungumálið annar íslenskur og hinn kínverskur. Eftir það ákvað hann að koma hingað til lands og læra meira. Kristján Kristjánsson formaður Vinafélags Árnastofnunar segir skemmtilegt að hafa getað veitt námsmanni sem kemur alla leið frá Kína viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í íslensku. „Hann byrjar að læra íslensku sem annað tungumál fer síðan í bókmenntir sem er mjög flókið á öðru tungumáli og síðan nær hann þessum afburða árangri,“ segir Kristján. Og Halldór sem stefnir á doktorsnám í íslensku er þakklátur fyrir viðurkenninguna í dag. „Ég bjóst nú ekki við þessari viðurkenningu en ég er bara mjög þakklátur og segi bara takk,“ segir Halldór að lokum. Íslenska á tækniöld Skóla - og menntamál Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Fleiri fréttir Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Sjá meira
Kínverskur meistaranemi í íslenskum bókmenntum hefur á örfáum árum náð svo góðum tökum á íslensku að hann hlaut í dag viðurkenningu fyrir afburða árangur í námi. Hann hefur tekið upp nafnið Halldór og þýtt fjölda íslenskra skáldverka á kínversku. Vinafélag Árnastofnunar veitti í dag í fyrsta skipti tveimur afburðanemendum í íslenskum fræðum viðurkenningar fyrir árangur í námi og vill þannig undirstrika mikilvægi þess að nám í íslenskum fræðum sé eftirsóknavert og rannsóknir nauðsynlegar. Ásbjörg Benediktsdóttir hlaut verðlaun fyrir árangur í íslenskri málfræði og hinn kínverski Halldór Xinyu Zhang sem hefur búið hér á landi í fjögur ár fyrir námsárangur í íslenskum bókmenntum. Hann segir að rekja megi áhuga sinn á íslensku til margra hluta. „Ég hef fyrst og fremst áhuga á menningu, tungumálum og bókmenntum og íslensk menning og bókmenntir eru hluti af margslunginni menningu heimsins,“ segir Halldór. Hann byrjaði að læra íslensku í háskólanámi í Peking þar sem tveir kennarar kenndu tungumálið annar íslenskur og hinn kínverskur. Eftir það ákvað hann að koma hingað til lands og læra meira. Kristján Kristjánsson formaður Vinafélags Árnastofnunar segir skemmtilegt að hafa getað veitt námsmanni sem kemur alla leið frá Kína viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í íslensku. „Hann byrjar að læra íslensku sem annað tungumál fer síðan í bókmenntir sem er mjög flókið á öðru tungumáli og síðan nær hann þessum afburða árangri,“ segir Kristján. Og Halldór sem stefnir á doktorsnám í íslensku er þakklátur fyrir viðurkenninguna í dag. „Ég bjóst nú ekki við þessari viðurkenningu en ég er bara mjög þakklátur og segi bara takk,“ segir Halldór að lokum.
Íslenska á tækniöld Skóla - og menntamál Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Fleiri fréttir Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Sjá meira