Hjón hlutu þunga dóma fyrir kynferðisbrot gegn börnum sínum Birgir Olgeirsson skrifar 24. apríl 2019 13:41 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness. Fréttablaðið/GVA Hjón á Suðurnesjum voru dæmd til fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir gróf kynferðisbrot gegn börnum sínum. Dómur féll klukkan eitt í dag en maðurinn var dæmdur til sex ára fangelsisvistar en konan fimm ára fangelsisvistar. Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari sótti málið gegn hjónunum en hún segir í samtali við Vísi að dómurinn í samræmi við það sem ákæruvaldið fór fram á. Þau voru bæði ákærð fyrir að hafa nauðgað dóttur konunnar, sem er stjúpdóttir mannsins, snemma á síðasta ári, tekið myndir og myndbönd af brotunum; fyrir að hafa veitt henni áfengi og fyrir að hafa framleitt myndefni sem sýndi hana á kynferðislegan hátt. Þau voru einnig ákærð fyrir brot gegn yngri dóttur sinni en brotin gegn eldri stúlkunni voru framin að þeirri yngri viðstaddri. Þá var maðurinn ákærður fyrir vörslu barnakláms, vopnalagabrot og fyrir ítrekuð brot í nánu sambandi gegn syni sínum og dóttur með því að hafa rassskellt þau ítrekað á sjö ára tímabili. Hjónin játuðu hluta brotanna við þingfestingu í nóvember síðastliðnum en neituðu sök í öðrum ákæruliðum. Dóttur konunni voru dæmdar 2,5 milljónir króna í bætur en aðrir brotaþolar í málinu fengu lægri bætur. Eftir að dómurinn hafði verið kveðinn upp fór ákæruvaldið fram á að hjónin yrðu úrskurðuð í áframhaldandi gæsluvarðhald til ágúst næstkomandi. Hafa hjónin þrjátíu daga til að áfrýja málinu, geri þau það ekki fellur gæsluvarðhaldið niður og þau hefja afplánun. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Suðurnesjabær Tengdar fréttir Sandgerðingar í sjokki vegna „ógeðslegasta máls sögunnar“ Gróf kynferðisbrot hjóna í Sandgerði gegn börnum sínum hafa vakið mikinn óhug meðal bæjarbúa og nágranna þeirra. Íbúar bæjarins segja lítið hafa farið fyrir hjónunum. Þau eru sögð hafa verið strangtrúuð. 10. október 2018 06:00 Hnífar og sverð á heimili parsins sem játar að hluta kynferðisbrot gegn börnum sínum Maðurinn er ákærður fyrir að hafa haft í vörslu sinni rúmlega 800 ljósmyndir og 29 myndskeið sem sýna börn á kynferðislegan hátt 26. október 2018 15:53 Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Fleiri fréttir „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Sjá meira
Hjón á Suðurnesjum voru dæmd til fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir gróf kynferðisbrot gegn börnum sínum. Dómur féll klukkan eitt í dag en maðurinn var dæmdur til sex ára fangelsisvistar en konan fimm ára fangelsisvistar. Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari sótti málið gegn hjónunum en hún segir í samtali við Vísi að dómurinn í samræmi við það sem ákæruvaldið fór fram á. Þau voru bæði ákærð fyrir að hafa nauðgað dóttur konunnar, sem er stjúpdóttir mannsins, snemma á síðasta ári, tekið myndir og myndbönd af brotunum; fyrir að hafa veitt henni áfengi og fyrir að hafa framleitt myndefni sem sýndi hana á kynferðislegan hátt. Þau voru einnig ákærð fyrir brot gegn yngri dóttur sinni en brotin gegn eldri stúlkunni voru framin að þeirri yngri viðstaddri. Þá var maðurinn ákærður fyrir vörslu barnakláms, vopnalagabrot og fyrir ítrekuð brot í nánu sambandi gegn syni sínum og dóttur með því að hafa rassskellt þau ítrekað á sjö ára tímabili. Hjónin játuðu hluta brotanna við þingfestingu í nóvember síðastliðnum en neituðu sök í öðrum ákæruliðum. Dóttur konunni voru dæmdar 2,5 milljónir króna í bætur en aðrir brotaþolar í málinu fengu lægri bætur. Eftir að dómurinn hafði verið kveðinn upp fór ákæruvaldið fram á að hjónin yrðu úrskurðuð í áframhaldandi gæsluvarðhald til ágúst næstkomandi. Hafa hjónin þrjátíu daga til að áfrýja málinu, geri þau það ekki fellur gæsluvarðhaldið niður og þau hefja afplánun.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Suðurnesjabær Tengdar fréttir Sandgerðingar í sjokki vegna „ógeðslegasta máls sögunnar“ Gróf kynferðisbrot hjóna í Sandgerði gegn börnum sínum hafa vakið mikinn óhug meðal bæjarbúa og nágranna þeirra. Íbúar bæjarins segja lítið hafa farið fyrir hjónunum. Þau eru sögð hafa verið strangtrúuð. 10. október 2018 06:00 Hnífar og sverð á heimili parsins sem játar að hluta kynferðisbrot gegn börnum sínum Maðurinn er ákærður fyrir að hafa haft í vörslu sinni rúmlega 800 ljósmyndir og 29 myndskeið sem sýna börn á kynferðislegan hátt 26. október 2018 15:53 Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Fleiri fréttir „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Sjá meira
Sandgerðingar í sjokki vegna „ógeðslegasta máls sögunnar“ Gróf kynferðisbrot hjóna í Sandgerði gegn börnum sínum hafa vakið mikinn óhug meðal bæjarbúa og nágranna þeirra. Íbúar bæjarins segja lítið hafa farið fyrir hjónunum. Þau eru sögð hafa verið strangtrúuð. 10. október 2018 06:00
Hnífar og sverð á heimili parsins sem játar að hluta kynferðisbrot gegn börnum sínum Maðurinn er ákærður fyrir að hafa haft í vörslu sinni rúmlega 800 ljósmyndir og 29 myndskeið sem sýna börn á kynferðislegan hátt 26. október 2018 15:53