„Pavel þremur sigrum frá því að vera sá besti í sögunni“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 24. apríl 2019 09:00 Pavel Ermolinskij vísir/daníel Pavel Ermolinskij er þremur sigrum frá því að vera besti leikmaðurinn í sögu Íslandsmótsins í körfubolta. Þetta sagði Finnur Freyr Stefánsson í Domino's Körfuboltakvöldi í gærkvöld. KR tapaði í gær fyrsta leik úrslitaeinvígis Domino's deildar karla fyrir ÍR eftir framlengingu í DHL höllinni í Vesturbænum. Fyrir leikinn hélt Finnur smá lofræðu um Pavel. Finnur var þjálfari Pavel hjá KR þar til síðasta vor þegar hann hætti hjá KR eftir að hafa stýrt þeim svarthvítu til fimmta Íslandsmeistaratitilsins í röð. „Mig langaði bara að fá smá tækifæri til þess að tala um þennan einstaka mann,“ sagði Finnur í upphitun Domino's Körfuboltakvölds fyrir leikinn í Frostaskjólinu í gær.Pavel skoraði 15 stig, tók 11 fráköst og gaf 7 stoðsendingar í leiknum í gærkvölds2 sport„Það eru ekki margir sem átta sig á því að Pavel Ermolinskij er búinn að vinna 20 seríur í röð á Íslandi.“ Pavel var í liði KR öll síðustu fimm ár þegar þeir hömpuðu titlinum, þrjár seríur hvert ár gera 15. Hann er svo búinn að vinna tvær í ár og hann var í liði KR sem vann titilinn 2011. Hann var í Svíþjóð í atvinnumennsku frá 2011 til 2013 þegar hann snéri aftur heim. „Pavel er þannig að hann er ekki allra. Hans látbragð er stundum þannig, það er neikvætt, og hann hefur oft gert hluti sem fara í taugarnar á mönnum. Og hann viðurkennir það, og ég viðurkenni það fúslega, að hann er ekki auðveldasti maðurinn til að þjálfa.“ „En menn verða líka að átta sig á því að Pavel var eitt sinn talinn einn efnilegasti leikmaður í Evrópu. Það sem fylgir því, vonbrigðin að ná ekki að verða sú hetja í atvinnumennskunni, það fékk mikið á hann.“ „En fyrir mér er Pavel Ermolinskij búinn að blanda sér í þá umræðu að vera besti leikmaður, mest „dominerandi“ leikmaður í sögu Íslandsmótsins í körfubolta,“ sagði Finnur. „Hann er að mínu mati þremur sigrum frá því að verða einfaldlega sá besti í sögu Íslandsmótsins með því að vinna sjötta árið í röð.“ Pavel er eini leikmaðurinn sem hefur verið í KR-liðinu í gegnum alla fimm Íslandsmeistaratitlana. „Það var erfitt fyrir hann að hafa ekki náð þessum hæðum í atvinnumennskunni sem hann ætlaði sér. Þetta hefur setið í honum og böggað hann og ég veit það.“ „En núna er hann þremur sigrum frá því að setja nafn sitt í söguna. Hann er þremur sigrum frá því að kannski loksins ná frið og ró yfir þessari óheppni sem hann varð fyrir í atvinnumennskunni,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson. Leikur tvö í einvígi KR og ÍR er á föstudaginn, 26. apríl klukkan 20:00, í Hertz hellinum, Seljaskóla og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Klippa: Körfuboltakvöld: Pavel þremur sigrum frá sögubókunum Dominos-deild karla Tengdar fréttir Ekki bara besti leikur Pavels í vetur heldur sá langbesti KR-ingar eru komnir í 2-0 í einvígi sínu á móti Keflavík í átta liða úrslitum Domino´s deildar karla í körfubolta. Þetta eru frábærar fréttir fyrir Vesturbæinga en samt kannski ekki bestu fréttir kvöldsins. 26. mars 2019 15:30 Pavel: Kannski best fyrir KR að endurnýja KR vann fimmfaldan Íslandsmeistaratitil í kvöld með sigri á Tindastól í DHL höllinni. Pavel Ermolinskij var auðmjúkur eftir sigurinn og sagði það heiður að vera partur af þessum tíma í sögu KR. 29. apríl 2018 00:04 Enn óvíst hvort Pavel spili körfubolta í vetur Einn besti leikmaður Dominos-deildar karla síðustu ár, Pavel Ermolinskij, hefur ekki tekið neina ákvörðun um hvort hann spili körfubolta í vetur. 25. október 2018 13:30 Pavel: Þú þarft ekki að vera fullkominn Pavel var öflugur í kvöld. 25. mars 2019 21:47 Umfjöllun og viðtöl: KR - ÍR 83-89 │ÍR tók heimaleikjaréttinn eftir framlengingu ÍR vann sigur á KR í DHL höllinni í Vesturbænum í fyrsta leik úrslitaeinvígis Domino's deildar karla 23. apríl 2019 22:15 Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Fleiri fréttir Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Sjá meira
Pavel Ermolinskij er þremur sigrum frá því að vera besti leikmaðurinn í sögu Íslandsmótsins í körfubolta. Þetta sagði Finnur Freyr Stefánsson í Domino's Körfuboltakvöldi í gærkvöld. KR tapaði í gær fyrsta leik úrslitaeinvígis Domino's deildar karla fyrir ÍR eftir framlengingu í DHL höllinni í Vesturbænum. Fyrir leikinn hélt Finnur smá lofræðu um Pavel. Finnur var þjálfari Pavel hjá KR þar til síðasta vor þegar hann hætti hjá KR eftir að hafa stýrt þeim svarthvítu til fimmta Íslandsmeistaratitilsins í röð. „Mig langaði bara að fá smá tækifæri til þess að tala um þennan einstaka mann,“ sagði Finnur í upphitun Domino's Körfuboltakvölds fyrir leikinn í Frostaskjólinu í gær.Pavel skoraði 15 stig, tók 11 fráköst og gaf 7 stoðsendingar í leiknum í gærkvölds2 sport„Það eru ekki margir sem átta sig á því að Pavel Ermolinskij er búinn að vinna 20 seríur í röð á Íslandi.“ Pavel var í liði KR öll síðustu fimm ár þegar þeir hömpuðu titlinum, þrjár seríur hvert ár gera 15. Hann er svo búinn að vinna tvær í ár og hann var í liði KR sem vann titilinn 2011. Hann var í Svíþjóð í atvinnumennsku frá 2011 til 2013 þegar hann snéri aftur heim. „Pavel er þannig að hann er ekki allra. Hans látbragð er stundum þannig, það er neikvætt, og hann hefur oft gert hluti sem fara í taugarnar á mönnum. Og hann viðurkennir það, og ég viðurkenni það fúslega, að hann er ekki auðveldasti maðurinn til að þjálfa.“ „En menn verða líka að átta sig á því að Pavel var eitt sinn talinn einn efnilegasti leikmaður í Evrópu. Það sem fylgir því, vonbrigðin að ná ekki að verða sú hetja í atvinnumennskunni, það fékk mikið á hann.“ „En fyrir mér er Pavel Ermolinskij búinn að blanda sér í þá umræðu að vera besti leikmaður, mest „dominerandi“ leikmaður í sögu Íslandsmótsins í körfubolta,“ sagði Finnur. „Hann er að mínu mati þremur sigrum frá því að verða einfaldlega sá besti í sögu Íslandsmótsins með því að vinna sjötta árið í röð.“ Pavel er eini leikmaðurinn sem hefur verið í KR-liðinu í gegnum alla fimm Íslandsmeistaratitlana. „Það var erfitt fyrir hann að hafa ekki náð þessum hæðum í atvinnumennskunni sem hann ætlaði sér. Þetta hefur setið í honum og böggað hann og ég veit það.“ „En núna er hann þremur sigrum frá því að setja nafn sitt í söguna. Hann er þremur sigrum frá því að kannski loksins ná frið og ró yfir þessari óheppni sem hann varð fyrir í atvinnumennskunni,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson. Leikur tvö í einvígi KR og ÍR er á föstudaginn, 26. apríl klukkan 20:00, í Hertz hellinum, Seljaskóla og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Klippa: Körfuboltakvöld: Pavel þremur sigrum frá sögubókunum
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Ekki bara besti leikur Pavels í vetur heldur sá langbesti KR-ingar eru komnir í 2-0 í einvígi sínu á móti Keflavík í átta liða úrslitum Domino´s deildar karla í körfubolta. Þetta eru frábærar fréttir fyrir Vesturbæinga en samt kannski ekki bestu fréttir kvöldsins. 26. mars 2019 15:30 Pavel: Kannski best fyrir KR að endurnýja KR vann fimmfaldan Íslandsmeistaratitil í kvöld með sigri á Tindastól í DHL höllinni. Pavel Ermolinskij var auðmjúkur eftir sigurinn og sagði það heiður að vera partur af þessum tíma í sögu KR. 29. apríl 2018 00:04 Enn óvíst hvort Pavel spili körfubolta í vetur Einn besti leikmaður Dominos-deildar karla síðustu ár, Pavel Ermolinskij, hefur ekki tekið neina ákvörðun um hvort hann spili körfubolta í vetur. 25. október 2018 13:30 Pavel: Þú þarft ekki að vera fullkominn Pavel var öflugur í kvöld. 25. mars 2019 21:47 Umfjöllun og viðtöl: KR - ÍR 83-89 │ÍR tók heimaleikjaréttinn eftir framlengingu ÍR vann sigur á KR í DHL höllinni í Vesturbænum í fyrsta leik úrslitaeinvígis Domino's deildar karla 23. apríl 2019 22:15 Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Fleiri fréttir Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Sjá meira
Ekki bara besti leikur Pavels í vetur heldur sá langbesti KR-ingar eru komnir í 2-0 í einvígi sínu á móti Keflavík í átta liða úrslitum Domino´s deildar karla í körfubolta. Þetta eru frábærar fréttir fyrir Vesturbæinga en samt kannski ekki bestu fréttir kvöldsins. 26. mars 2019 15:30
Pavel: Kannski best fyrir KR að endurnýja KR vann fimmfaldan Íslandsmeistaratitil í kvöld með sigri á Tindastól í DHL höllinni. Pavel Ermolinskij var auðmjúkur eftir sigurinn og sagði það heiður að vera partur af þessum tíma í sögu KR. 29. apríl 2018 00:04
Enn óvíst hvort Pavel spili körfubolta í vetur Einn besti leikmaður Dominos-deildar karla síðustu ár, Pavel Ermolinskij, hefur ekki tekið neina ákvörðun um hvort hann spili körfubolta í vetur. 25. október 2018 13:30
Umfjöllun og viðtöl: KR - ÍR 83-89 │ÍR tók heimaleikjaréttinn eftir framlengingu ÍR vann sigur á KR í DHL höllinni í Vesturbænum í fyrsta leik úrslitaeinvígis Domino's deildar karla 23. apríl 2019 22:15