Ingó Veðurguð loksins til Bahama Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. apríl 2019 17:49 Ingó nýtur nú sólarinnar á Bahama. Instagram/@ingo_vedurgud „Af hverju er ég svona glaður? Því eftir að hafa sungið það 5x í viku, 52 vikur á ári, í 11 ár, er ég loksins kominn...“ Svona hljóðar nýjasta Instagram-færsla tónlistarmannsins Ingólfs Þórarinssonar, sem oft er þekktur undir viðurnefninu Ingó Veðurguð. Hann er staddur á Bahamaeyjum um þessar mundir og birti með þessum texta tvær myndir af sér skælbrosandi við ljósar strendur eyjanna, þar sem sólin skein á hann. Það þykir þó almennt ekki frásögur færandi að landsþekktir tónlistarmenn skelli sér út fyrir landsteinana til þess að sleikja sólina og njóta lífsins. Þeir sem þekkja eitthvað til Ingólfs, og þeir eru æði margir Íslendingarnir, ættu þó að vita að vinsælasta lag Ingó og sveitar hans, Veðurguðanna, ber einmitt heitið Bahama. Lagið er eitt vinsælasta dægurlag síðari ára og hefur sankað að sér hundruðum þúsunda spilana á miðlum á borð við Spotify og YouTube, á sama tíma og það hefur unnið sér fastan sess í tónlistarmenningu landans. Lagið er sungið í fyrstu persónu og fjallar um ungan mann sem ákveður að segja skilið við volæði og brostið ástarsamband á Íslandi, og freistar þess að flytja sig um set í leit að betra lífi. Verða þá hinar ægifögru Bahamaeyjar fyrir valinu, og miðað við texta lagsins sívinsæla hefði sögumaður vart getað valið betri stað. Á Bahama liggur leið hans meðal annars í spilavíti þar sem hann kastar teningum og þá virðist fjárhagsstaða hans batna til muna við flutningana, þar sem hann segir frá því að hann eigi í fyrsta sinn helling af peningum. Veðrið á Bahama er ekki af verri endanum um þessar mundir, en hitastigið þar er á bilinu 25 til 28 gráður. Það má því sannarlega segja að veðurguðirnir hafi verið Ingó miskunnsamir. Það er ljóst að Bahama-ferð Ingólfs hefur vakið mikla lukku meðal aðdáenda hans en þegar þetta er ritað hafa um 700 manns líkað við Instagram-færslu söngvarans. Færsluna má sjá hér að neðan. Bahamaeyjar Tímamót Tónlist Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Sjá meira
„Af hverju er ég svona glaður? Því eftir að hafa sungið það 5x í viku, 52 vikur á ári, í 11 ár, er ég loksins kominn...“ Svona hljóðar nýjasta Instagram-færsla tónlistarmannsins Ingólfs Þórarinssonar, sem oft er þekktur undir viðurnefninu Ingó Veðurguð. Hann er staddur á Bahamaeyjum um þessar mundir og birti með þessum texta tvær myndir af sér skælbrosandi við ljósar strendur eyjanna, þar sem sólin skein á hann. Það þykir þó almennt ekki frásögur færandi að landsþekktir tónlistarmenn skelli sér út fyrir landsteinana til þess að sleikja sólina og njóta lífsins. Þeir sem þekkja eitthvað til Ingólfs, og þeir eru æði margir Íslendingarnir, ættu þó að vita að vinsælasta lag Ingó og sveitar hans, Veðurguðanna, ber einmitt heitið Bahama. Lagið er eitt vinsælasta dægurlag síðari ára og hefur sankað að sér hundruðum þúsunda spilana á miðlum á borð við Spotify og YouTube, á sama tíma og það hefur unnið sér fastan sess í tónlistarmenningu landans. Lagið er sungið í fyrstu persónu og fjallar um ungan mann sem ákveður að segja skilið við volæði og brostið ástarsamband á Íslandi, og freistar þess að flytja sig um set í leit að betra lífi. Verða þá hinar ægifögru Bahamaeyjar fyrir valinu, og miðað við texta lagsins sívinsæla hefði sögumaður vart getað valið betri stað. Á Bahama liggur leið hans meðal annars í spilavíti þar sem hann kastar teningum og þá virðist fjárhagsstaða hans batna til muna við flutningana, þar sem hann segir frá því að hann eigi í fyrsta sinn helling af peningum. Veðrið á Bahama er ekki af verri endanum um þessar mundir, en hitastigið þar er á bilinu 25 til 28 gráður. Það má því sannarlega segja að veðurguðirnir hafi verið Ingó miskunnsamir. Það er ljóst að Bahama-ferð Ingólfs hefur vakið mikla lukku meðal aðdáenda hans en þegar þetta er ritað hafa um 700 manns líkað við Instagram-færslu söngvarans. Færsluna má sjá hér að neðan.
Bahamaeyjar Tímamót Tónlist Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Sjá meira