Fengu draum sinn uppfylltan: „Ég hef beðið eftir hjólabrettarampi í tvö ár“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 22. apríl 2019 20:00 Krakkarnir í grunnskólanum í Vogum fengu draum sinn uppfylltan á dögunum þegar hjólabrettarampi var komið fyrir á skólalóðinni. Nemendur höfðu beitt bæjarstjórann miklum þrýstingi í tvö ár en hann segist ekki hafa geta annað en að láta undan. Krakkarnir segja að þau séu nánast hætt að vera í tölvunni og tekur aðstoðarskólastjórinn undir. „Ég kom bara heim einn daginn og hugsaði af hverju er ekki hjólabrettarampur í Vogunum og stakk þá upp á því að gera þetta bréf,“ segir Bragi Hilmarsson, nemandi í 6. bekk í Stóru-Vogaskóla en í bréfinu segir að krökkunum langi að láta byggja hjólabrettavöll í bænum til að geta verið á hjólabrettum.Bragi fékk krakka og kennara til að skrifa undir og sendi bréfið á bæjarskrifstofuna. „Þetta voru reyndar tvö bréf. Fyrst um vorið og aftur um haustið. Og þau fylgdu þessu eftir með mikilli alvöru og miklum þunga og þeim var greinilega mikið niðri fyrir og það var frábært að fá hvatningu og við tókum þetta bara mjög alvarlega," segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri á Vogum en rampinum var komið fyrir á skólalóðinni í upphafi árs, krökkunum til mikillar hamingju. Þegar fréttastofu bar að garði á dögunum var mjög hvasst og í gul viðvörun í gildi. Bragi, Elvar og Þóranna létu það ekki stoppa sig og rúlluðu sér á rampinum. Þau segja að það sé hressandi og raunar mikið skemmtilegra að rúlla sér um í vindinum. Rampurinn er mjög vinsæll í frímínútum og einnig eftir skóla. Þeim finnst að það ættu allir grunnskólar að vera með ramp. „Það væri miklu skemmtilegra. Líka svo að allir krakkar fái að prófa,“ segir Bragi. Þá segjast þau verja miklu minni tíma í tölvunni. Þau velji frekar að fara á rampinn. Hilmar Sveinbjörnsson, aðstoðarskólastjóri í Stóru-Vogaskóla, tekur í sama streng. „Tölvunotkun hún var minni, við merkjum það í skólanum, þau eru minna í tölvunum og meira úti að leika,“ segir Hilmar. „Mig hefur langað þetta í tvö ár. Ég skrifaði þetta bréf fyrir tveimur árum þegar ég var í fjórða bekk og loksins kom það og þá auðvitað á að nýta það. Nýta það vel,“ segir Bragi. Vogar Hjólabretti Krakkar Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Krakkarnir í grunnskólanum í Vogum fengu draum sinn uppfylltan á dögunum þegar hjólabrettarampi var komið fyrir á skólalóðinni. Nemendur höfðu beitt bæjarstjórann miklum þrýstingi í tvö ár en hann segist ekki hafa geta annað en að láta undan. Krakkarnir segja að þau séu nánast hætt að vera í tölvunni og tekur aðstoðarskólastjórinn undir. „Ég kom bara heim einn daginn og hugsaði af hverju er ekki hjólabrettarampur í Vogunum og stakk þá upp á því að gera þetta bréf,“ segir Bragi Hilmarsson, nemandi í 6. bekk í Stóru-Vogaskóla en í bréfinu segir að krökkunum langi að láta byggja hjólabrettavöll í bænum til að geta verið á hjólabrettum.Bragi fékk krakka og kennara til að skrifa undir og sendi bréfið á bæjarskrifstofuna. „Þetta voru reyndar tvö bréf. Fyrst um vorið og aftur um haustið. Og þau fylgdu þessu eftir með mikilli alvöru og miklum þunga og þeim var greinilega mikið niðri fyrir og það var frábært að fá hvatningu og við tókum þetta bara mjög alvarlega," segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri á Vogum en rampinum var komið fyrir á skólalóðinni í upphafi árs, krökkunum til mikillar hamingju. Þegar fréttastofu bar að garði á dögunum var mjög hvasst og í gul viðvörun í gildi. Bragi, Elvar og Þóranna létu það ekki stoppa sig og rúlluðu sér á rampinum. Þau segja að það sé hressandi og raunar mikið skemmtilegra að rúlla sér um í vindinum. Rampurinn er mjög vinsæll í frímínútum og einnig eftir skóla. Þeim finnst að það ættu allir grunnskólar að vera með ramp. „Það væri miklu skemmtilegra. Líka svo að allir krakkar fái að prófa,“ segir Bragi. Þá segjast þau verja miklu minni tíma í tölvunni. Þau velji frekar að fara á rampinn. Hilmar Sveinbjörnsson, aðstoðarskólastjóri í Stóru-Vogaskóla, tekur í sama streng. „Tölvunotkun hún var minni, við merkjum það í skólanum, þau eru minna í tölvunum og meira úti að leika,“ segir Hilmar. „Mig hefur langað þetta í tvö ár. Ég skrifaði þetta bréf fyrir tveimur árum þegar ég var í fjórða bekk og loksins kom það og þá auðvitað á að nýta það. Nýta það vel,“ segir Bragi.
Vogar Hjólabretti Krakkar Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent