Talið að Danir hafi látist í árásunum á Sri Lanka Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. apríl 2019 12:00 Staðfest er að yfir 200 hafi látist í árásunum. Vísir/getty Talið er að danskir ríkisborgarar hafi látist í sprengjuárásunum á kirkjur og hótel á Sri Lanka í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá borgaraþjónustu danska utanríkisráðuneytisins. Engar tilkynningar hafa borist um Íslendinga á vettvangi árásanna, samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu. Samtals eru 207 nú staðfestir látnir í árásunum. „Borist hafa fréttir af því að Danir séu á meðal hinna látnu og særðu. Borgaraþjónustan getur ekki staðfest það frekar á þessari stundu,“ segir í tilkynningunni, sem birt var á Twitter í dag.SRI LANKA: Der er forlydender om danskere blandt de dræbte og tilskadekomne. Udenrigsministeriets Borgerservice kan ikke på nuværende tidspunkt bekræfte yderligere.— Udenrigsministeriets Borgerservice (@UMBorgerservice) April 21, 2019 Norska ríkisútvarpið NRK hefur eftir Ib Petersen, yfirmanni hjá borgaraþjónustunni, að unnið sé að því að fá staðfestingu á dauðsföllum dönsku ríkisborgaranna í Sri Lanka. Þá veit hann ekki hversu margir Danir kunni að hafa fallið í árusunum en telur að um sé að ráða „mjög fáa“ einstaklinga, þó að margir danskir ferðamenn séu staddir í Sri Lanka. Forsætisráðherra Danmerkur, Lars Løkke Rasmussen, lýsti yfir mikilli sorg vegna fréttanna en ítrekaði að ekki væri hægt að staðfesta þær á þessari stundu.Dybt berørt over, at det nu også forlyder, at danskere er blandt ofrene for angrebene i Sri Lanka. @UMborgerservice følger udviklingen tæt, men kan ikke bekræfte yderligere på nuværende tidspunkt.— Lars Løkke Rasmussen (@larsloekke) April 21, 2019 Engir Íslendingar á vettvangi árásanna Sveinn H. Guðmarsson upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins segir ráðuneytið ekki hafa fengið neinar upplýsingar um að Íslendingar séu staddir á vettvangi árásanna. Einhverjir Íslendingar séu þó staddir í Sri Lanka og nokkrir þeirra hafi látið vita af sér. Sveinn bendir þó á að samfélagsmiðlar í Sri Lanka hafi legið niðri vegna árásanna og hvetur hann aðstandendur þeirra Íslendinga, sem taldir eru þurfa á aðstoð að halda úti, að hafa samband við borgaraþjónustuna. Tala látinna í árásunum, sem samtals eru orðnar átta, er komin upp í 207. Fimm lögreglumenn létust í seinni árásunum tveimur, sem gerðar voru nokkru síðar í dag en hinar sex. Útgöngubanni hefur verið komið á frá klukkan sex síðdegis og til sex í fyrramálið að staðartíma. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásunum en ríkisstjórn Sri Lanka hefur gefið það út að sjö hafi verið handteknir vegna þeirra. Þá hafi fengist staðfest að sprengingarnar hafi verið sjálfsmorðsárásir og líklega standi einn tiltekinn hryðjuverkahópur á bak við þær. Danmörk Hryðjuverk á Srí Lanka Srí Lanka Tengdar fréttir Útgöngubanni lýst yfir í kjölfar fleiri sprengjuárása Að minnsta kosti tveir létust í enn einni sprengjuárásinni á gistiheimili í úthverfi borgarinnar Colombo á Sri Lanka í dag. 21. apríl 2019 09:27 Yfir hundrað látnir í sprengjuárásum á Sri Lanka Minnst hundrað manns féllu og hundruð særðust til viðbótar í sprengjuárásum á kirkjur og hótel á Sri Lanka á páskadag. 21. apríl 2019 07:31 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Erlent Fleiri fréttir Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Sjá meira
Talið er að danskir ríkisborgarar hafi látist í sprengjuárásunum á kirkjur og hótel á Sri Lanka í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá borgaraþjónustu danska utanríkisráðuneytisins. Engar tilkynningar hafa borist um Íslendinga á vettvangi árásanna, samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu. Samtals eru 207 nú staðfestir látnir í árásunum. „Borist hafa fréttir af því að Danir séu á meðal hinna látnu og særðu. Borgaraþjónustan getur ekki staðfest það frekar á þessari stundu,“ segir í tilkynningunni, sem birt var á Twitter í dag.SRI LANKA: Der er forlydender om danskere blandt de dræbte og tilskadekomne. Udenrigsministeriets Borgerservice kan ikke på nuværende tidspunkt bekræfte yderligere.— Udenrigsministeriets Borgerservice (@UMBorgerservice) April 21, 2019 Norska ríkisútvarpið NRK hefur eftir Ib Petersen, yfirmanni hjá borgaraþjónustunni, að unnið sé að því að fá staðfestingu á dauðsföllum dönsku ríkisborgaranna í Sri Lanka. Þá veit hann ekki hversu margir Danir kunni að hafa fallið í árusunum en telur að um sé að ráða „mjög fáa“ einstaklinga, þó að margir danskir ferðamenn séu staddir í Sri Lanka. Forsætisráðherra Danmerkur, Lars Løkke Rasmussen, lýsti yfir mikilli sorg vegna fréttanna en ítrekaði að ekki væri hægt að staðfesta þær á þessari stundu.Dybt berørt over, at det nu også forlyder, at danskere er blandt ofrene for angrebene i Sri Lanka. @UMborgerservice følger udviklingen tæt, men kan ikke bekræfte yderligere på nuværende tidspunkt.— Lars Løkke Rasmussen (@larsloekke) April 21, 2019 Engir Íslendingar á vettvangi árásanna Sveinn H. Guðmarsson upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins segir ráðuneytið ekki hafa fengið neinar upplýsingar um að Íslendingar séu staddir á vettvangi árásanna. Einhverjir Íslendingar séu þó staddir í Sri Lanka og nokkrir þeirra hafi látið vita af sér. Sveinn bendir þó á að samfélagsmiðlar í Sri Lanka hafi legið niðri vegna árásanna og hvetur hann aðstandendur þeirra Íslendinga, sem taldir eru þurfa á aðstoð að halda úti, að hafa samband við borgaraþjónustuna. Tala látinna í árásunum, sem samtals eru orðnar átta, er komin upp í 207. Fimm lögreglumenn létust í seinni árásunum tveimur, sem gerðar voru nokkru síðar í dag en hinar sex. Útgöngubanni hefur verið komið á frá klukkan sex síðdegis og til sex í fyrramálið að staðartíma. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásunum en ríkisstjórn Sri Lanka hefur gefið það út að sjö hafi verið handteknir vegna þeirra. Þá hafi fengist staðfest að sprengingarnar hafi verið sjálfsmorðsárásir og líklega standi einn tiltekinn hryðjuverkahópur á bak við þær.
Danmörk Hryðjuverk á Srí Lanka Srí Lanka Tengdar fréttir Útgöngubanni lýst yfir í kjölfar fleiri sprengjuárása Að minnsta kosti tveir létust í enn einni sprengjuárásinni á gistiheimili í úthverfi borgarinnar Colombo á Sri Lanka í dag. 21. apríl 2019 09:27 Yfir hundrað látnir í sprengjuárásum á Sri Lanka Minnst hundrað manns féllu og hundruð særðust til viðbótar í sprengjuárásum á kirkjur og hótel á Sri Lanka á páskadag. 21. apríl 2019 07:31 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Erlent Fleiri fréttir Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Sjá meira
Útgöngubanni lýst yfir í kjölfar fleiri sprengjuárása Að minnsta kosti tveir létust í enn einni sprengjuárásinni á gistiheimili í úthverfi borgarinnar Colombo á Sri Lanka í dag. 21. apríl 2019 09:27
Yfir hundrað látnir í sprengjuárásum á Sri Lanka Minnst hundrað manns féllu og hundruð særðust til viðbótar í sprengjuárásum á kirkjur og hótel á Sri Lanka á páskadag. 21. apríl 2019 07:31