Eigandi WOW-vélarinnar leitar til dómstóla vegna Isavia Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. apríl 2019 08:48 Vél WOW air TF-GPA hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli síðan í mars. Vísir/vilhelm Bandaríska flugvélaleigufyrirtækið Air Lease Corporation, ALC, eigandi vélarinnar TF-GPA sem Isavia kyrrsetti á Keflavíkurflugvelli, hefur lagt fram aðfararbeiðni í Héraðsdómi Reykjaness þar sem þess er krafist að Isavia láti vélina af hendi. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Morgunblaðið hefur upp úr aðfararbeiðninni að ALC fullyrði að Isavia skorti lagaheimild til að halda vélinni. ALC hafi til að mynda ekki verið tilkynnt um kyrrsetninguna fyrr en mörgum klukkustundum eftir að WOW air var úrskurðað gjaldþrota. Þá hafi Isavia farið á svig við eigin reglur með því að veita WOW air lánafyrirgreiðslu með þeim hætti sem gert var. Í aðfararbeiðninni komi einnig fram að flugvélaleigusalar muni forðast, takmarka eða jafnvel banna leigutökum véla sinna að beina þeim um Keflavíkurflugvöll vegna framgöngu Isavia í málinu. Þetta mat byggi ALC á því að reynslan af samskiptum við Isavia sýni að ekki sé tryggt að farið sé að lögum og reglum. Þá hefur Morgunblaðið eftir heimildum sínum að boðað hafi verið til fyrirtöku málsins í héraðsdómi á þriðjudag. Því hefur verið haldið fram að skuld WOW air við Isavia nemi um tveimur milljörðum króna. Isavia hefur gefið það út að flugvélin verði ekki látin af hendi fyrr en skuld WOW air verði greidd. Deilur ISAVIA og ALC Keflavíkurflugvöllur WOW Air Tengdar fréttir Sveinn Andri ætlar ekki að koma nálægt kröfu Arion á hendur WOW Sveinn Andri Sveinsson, einn tveggja skiptastjóra í þrotabúi WOW air, fullyrti í dómsal í dag að hann myndi ekki koma nálægt kröfu Arion banka í þrotabú flugfélagsins. 10. apríl 2019 15:39 Isavia krafði flugvélaleigu um greiðslu skuldar WOW Í samkomulagi sem gert var milli Isavia og flugfélagsins WOW Air í september síðastliðnum var gengið út frá því að flugfélagið greiddi milljarðaskuld við Isavia í þrettán afborgunum, þá var einnig gerð krafa að ein flugvéla sem WOW hafði til umráða yrði kyrrsett á Keflavíkurflugvelli. 18. apríl 2019 10:28 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira
Bandaríska flugvélaleigufyrirtækið Air Lease Corporation, ALC, eigandi vélarinnar TF-GPA sem Isavia kyrrsetti á Keflavíkurflugvelli, hefur lagt fram aðfararbeiðni í Héraðsdómi Reykjaness þar sem þess er krafist að Isavia láti vélina af hendi. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Morgunblaðið hefur upp úr aðfararbeiðninni að ALC fullyrði að Isavia skorti lagaheimild til að halda vélinni. ALC hafi til að mynda ekki verið tilkynnt um kyrrsetninguna fyrr en mörgum klukkustundum eftir að WOW air var úrskurðað gjaldþrota. Þá hafi Isavia farið á svig við eigin reglur með því að veita WOW air lánafyrirgreiðslu með þeim hætti sem gert var. Í aðfararbeiðninni komi einnig fram að flugvélaleigusalar muni forðast, takmarka eða jafnvel banna leigutökum véla sinna að beina þeim um Keflavíkurflugvöll vegna framgöngu Isavia í málinu. Þetta mat byggi ALC á því að reynslan af samskiptum við Isavia sýni að ekki sé tryggt að farið sé að lögum og reglum. Þá hefur Morgunblaðið eftir heimildum sínum að boðað hafi verið til fyrirtöku málsins í héraðsdómi á þriðjudag. Því hefur verið haldið fram að skuld WOW air við Isavia nemi um tveimur milljörðum króna. Isavia hefur gefið það út að flugvélin verði ekki látin af hendi fyrr en skuld WOW air verði greidd.
Deilur ISAVIA og ALC Keflavíkurflugvöllur WOW Air Tengdar fréttir Sveinn Andri ætlar ekki að koma nálægt kröfu Arion á hendur WOW Sveinn Andri Sveinsson, einn tveggja skiptastjóra í þrotabúi WOW air, fullyrti í dómsal í dag að hann myndi ekki koma nálægt kröfu Arion banka í þrotabú flugfélagsins. 10. apríl 2019 15:39 Isavia krafði flugvélaleigu um greiðslu skuldar WOW Í samkomulagi sem gert var milli Isavia og flugfélagsins WOW Air í september síðastliðnum var gengið út frá því að flugfélagið greiddi milljarðaskuld við Isavia í þrettán afborgunum, þá var einnig gerð krafa að ein flugvéla sem WOW hafði til umráða yrði kyrrsett á Keflavíkurflugvelli. 18. apríl 2019 10:28 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira
Sveinn Andri ætlar ekki að koma nálægt kröfu Arion á hendur WOW Sveinn Andri Sveinsson, einn tveggja skiptastjóra í þrotabúi WOW air, fullyrti í dómsal í dag að hann myndi ekki koma nálægt kröfu Arion banka í þrotabú flugfélagsins. 10. apríl 2019 15:39
Isavia krafði flugvélaleigu um greiðslu skuldar WOW Í samkomulagi sem gert var milli Isavia og flugfélagsins WOW Air í september síðastliðnum var gengið út frá því að flugfélagið greiddi milljarðaskuld við Isavia í þrettán afborgunum, þá var einnig gerð krafa að ein flugvéla sem WOW hafði til umráða yrði kyrrsett á Keflavíkurflugvelli. 18. apríl 2019 10:28