Katrín ræðir allt frá glæpasögum til Brexit við Sturgeon Heimir Már Pétursson skrifar 30. apríl 2019 12:07 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun ræða allt frá glæpasögum og Brexit til þróun velsældarþjóðfélags í þriggja daga opinberri heimsókn sinni til Bretlands sem hófst í morgun. Hún fundar með fyrsta ráðherra Skotlands í dag og forsætisráðherra Bretlands á fimmtudag. Katrín og fylgdarlið hennar lentu í Glasgow rétt fyrir klukkan tíu í morgun en framundan er þétt dagskrá í Skotlandi í dag og í fyrramálið áður hún heldur til Lundúna rétt fyrir hádegi á morgun. Hún hittir Nicolu Sturgeon fyrsta ráðherra Skotlands síðar í dag. „Sömuleiðis mun ég funda með tveimur ráðherrum úr hennar heimastjórn og forseta skoska þingsins. Síðan tekur við ráðstefna hér á morgun sem er ein af ástæðunum fyrir því að ég er hér, þar sem við Íslendingar, Skotar, Nýsjálendingar og fleiri þjóðir erum saman í samstarfi um svo kallað velsældarhagkerfi,“ segir Katrín.Framtíðarsýn til velsældar Þar sem þjóðirnar ræði hvernig þær geti lært hver af annarri til að tryggja að stjórn efnahagsmála fari saman með uppbyggingu velferðarkerfisins. „Sömuleiðis standa vörð um umhverfið. Þannig að þetta er auðvitað framtíðarsýn, hvernig við getum haldið á okkar efnahagsmálum í nýjum heimi loftslagsbreytinga og nýrra áskorana á þessu sviði,“ segir forsætisráðherra. Katrín býst við að staða Skota við brotthvarf Bretlands úr Evrópusambandinu verði ofarlega á baugi á fundi hennar síðar í dag með Sturgeon, sem nýlega lýsti yfir að Skotar þyrftu að huga að annarri þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands vegna úrsagnar Bretlands. En Skotar felldu tillögu um sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2014. „Það liggur auðvitað fyrir að þau hafa verið mjög ósátt við niðurstöðurnar þegar Brexit var ákveðið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það kom fram að Skotar voru ekki á þeim buxunum. Þannig að það er auðvitað eitt af því sem hefur verið mikið til umræðu hérGlæpasögur yfir kvöldverði Nicola Stugeon og Katrín deila líka áhuga sínum á glæpasögum. „Hún býður hér til kvöldverðar með bæði íslenskum og skoskum glæpasagnahöfundum meðal annars. Þar verða Yrsa Sigurðardóttir og Lilja Sigurðardóttir frá Íslandi og skoskir höfundar sem hafa gert garðinn frægan. Þannig að þetta gæti orðið mjög áhugavert,“ sagði Katrín Jakobsdóttir sem talaði frá Glasgow. Hún mun funda með Jeremy Corbyn leiðtoga breska Verkamannaflokksins í Lundúnum á morgun og Theresu May forsætisráðherra á fimmtudag. Alþingi Brexit Skotland Utanríkismál Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun ræða allt frá glæpasögum og Brexit til þróun velsældarþjóðfélags í þriggja daga opinberri heimsókn sinni til Bretlands sem hófst í morgun. Hún fundar með fyrsta ráðherra Skotlands í dag og forsætisráðherra Bretlands á fimmtudag. Katrín og fylgdarlið hennar lentu í Glasgow rétt fyrir klukkan tíu í morgun en framundan er þétt dagskrá í Skotlandi í dag og í fyrramálið áður hún heldur til Lundúna rétt fyrir hádegi á morgun. Hún hittir Nicolu Sturgeon fyrsta ráðherra Skotlands síðar í dag. „Sömuleiðis mun ég funda með tveimur ráðherrum úr hennar heimastjórn og forseta skoska þingsins. Síðan tekur við ráðstefna hér á morgun sem er ein af ástæðunum fyrir því að ég er hér, þar sem við Íslendingar, Skotar, Nýsjálendingar og fleiri þjóðir erum saman í samstarfi um svo kallað velsældarhagkerfi,“ segir Katrín.Framtíðarsýn til velsældar Þar sem þjóðirnar ræði hvernig þær geti lært hver af annarri til að tryggja að stjórn efnahagsmála fari saman með uppbyggingu velferðarkerfisins. „Sömuleiðis standa vörð um umhverfið. Þannig að þetta er auðvitað framtíðarsýn, hvernig við getum haldið á okkar efnahagsmálum í nýjum heimi loftslagsbreytinga og nýrra áskorana á þessu sviði,“ segir forsætisráðherra. Katrín býst við að staða Skota við brotthvarf Bretlands úr Evrópusambandinu verði ofarlega á baugi á fundi hennar síðar í dag með Sturgeon, sem nýlega lýsti yfir að Skotar þyrftu að huga að annarri þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands vegna úrsagnar Bretlands. En Skotar felldu tillögu um sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2014. „Það liggur auðvitað fyrir að þau hafa verið mjög ósátt við niðurstöðurnar þegar Brexit var ákveðið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það kom fram að Skotar voru ekki á þeim buxunum. Þannig að það er auðvitað eitt af því sem hefur verið mikið til umræðu hérGlæpasögur yfir kvöldverði Nicola Stugeon og Katrín deila líka áhuga sínum á glæpasögum. „Hún býður hér til kvöldverðar með bæði íslenskum og skoskum glæpasagnahöfundum meðal annars. Þar verða Yrsa Sigurðardóttir og Lilja Sigurðardóttir frá Íslandi og skoskir höfundar sem hafa gert garðinn frægan. Þannig að þetta gæti orðið mjög áhugavert,“ sagði Katrín Jakobsdóttir sem talaði frá Glasgow. Hún mun funda með Jeremy Corbyn leiðtoga breska Verkamannaflokksins í Lundúnum á morgun og Theresu May forsætisráðherra á fimmtudag.
Alþingi Brexit Skotland Utanríkismál Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira