Ágúst mátaði nýjan Kópavogsvöll: "Þetta er eins og alvöru gras“ Anton Ingi Leifsson skrifar 9. maí 2019 21:00 Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, er spenntur að fara spila á heimavelli Blika en verið er að ljúka við það að setja gervigras á völlinn. Breiðablik ákvað eftir síðasta tímabil að skipta grasinu út fyrir gervigras en völlurinn verður ekki klár fyrir fyrsta heimaleik. Verið er að ljúka við það að setja gervigrasið á og Ágúst labbaði inn á völlinn í dag. „Þetta er geggjað. Þetta er hrikalega flott og eins og alvöru gras. Ég er hrikalega spenntur að fá að spila hérna 19. maí gegn Skaganum. Það er mikil tilhlökkun,“ sagði Ágúst er hann rölti um völlinn með Guðjóni Guðmundssyni, Gaupa. Breiðablik á heimaleik gegn Víking annað kvöld en Kópavogsvöllur er ekki klár. Því spilar Breiðablik á Wurth-vellinum upp í Árbæ annað kvöld. „Við höfðum samband við vini okkar upp í Árbæ. Þeir tóku vel í það. Það er frábær aðstaða þar, svipað gras og svipaðar aðstæður svo við kýldum á það.“ „Við fáum vonandi bara fullt af áhorfendum og gerum þetta að okkar heimavelli í þetta skipti og verður okkar vígi. Ég er líka spenntur fyrir því.“ Ágúst er ágætlega ánægður með byrjunina hjá þeim grænklæddu úr Kópavoginum. „Við erum enn inni í öllum keppnum. Við fórum áfram í bikar og unnum fyrsta leik. Við lentum svo í smá vandræðum gegn HK en náðum þar í dramatískt stig sem hjálpar okkur í baráttunni.“ „Við tökum því en það var erfiður leikur og við við höldum áfram. Það er enginn sem tekur það stig af okkur núna. Núna er það næsti leikur gegn Víking og við ætlum að taka þrjú stig þar.“ Hann segir að mótið fari vel af stað og það séu mörg góð lið með í Íslandsmótinu þetta tímabilið. „Liðið í toppsætinu er með fjögur stig. Þetta er rétt að byrja og fyrirheitin eru mjög góð. Liðin eru í toppstandi og þetta eru vel mönnuð lið. Það er gaman að sjá nýliða og aðra vera að standa sig vel,“ sagði Ágúst. Kópavogur Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Blikar spila næsta heimaleik sinn á heimavelli Fylkis Blikarnir fara í lautarferð í Árbæinn á föstudagskvöldið í stað þess að fá Víkinga í heimsókn sín í Smárann. 7. maí 2019 11:15 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Sjá meira
Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, er spenntur að fara spila á heimavelli Blika en verið er að ljúka við það að setja gervigras á völlinn. Breiðablik ákvað eftir síðasta tímabil að skipta grasinu út fyrir gervigras en völlurinn verður ekki klár fyrir fyrsta heimaleik. Verið er að ljúka við það að setja gervigrasið á og Ágúst labbaði inn á völlinn í dag. „Þetta er geggjað. Þetta er hrikalega flott og eins og alvöru gras. Ég er hrikalega spenntur að fá að spila hérna 19. maí gegn Skaganum. Það er mikil tilhlökkun,“ sagði Ágúst er hann rölti um völlinn með Guðjóni Guðmundssyni, Gaupa. Breiðablik á heimaleik gegn Víking annað kvöld en Kópavogsvöllur er ekki klár. Því spilar Breiðablik á Wurth-vellinum upp í Árbæ annað kvöld. „Við höfðum samband við vini okkar upp í Árbæ. Þeir tóku vel í það. Það er frábær aðstaða þar, svipað gras og svipaðar aðstæður svo við kýldum á það.“ „Við fáum vonandi bara fullt af áhorfendum og gerum þetta að okkar heimavelli í þetta skipti og verður okkar vígi. Ég er líka spenntur fyrir því.“ Ágúst er ágætlega ánægður með byrjunina hjá þeim grænklæddu úr Kópavoginum. „Við erum enn inni í öllum keppnum. Við fórum áfram í bikar og unnum fyrsta leik. Við lentum svo í smá vandræðum gegn HK en náðum þar í dramatískt stig sem hjálpar okkur í baráttunni.“ „Við tökum því en það var erfiður leikur og við við höldum áfram. Það er enginn sem tekur það stig af okkur núna. Núna er það næsti leikur gegn Víking og við ætlum að taka þrjú stig þar.“ Hann segir að mótið fari vel af stað og það séu mörg góð lið með í Íslandsmótinu þetta tímabilið. „Liðið í toppsætinu er með fjögur stig. Þetta er rétt að byrja og fyrirheitin eru mjög góð. Liðin eru í toppstandi og þetta eru vel mönnuð lið. Það er gaman að sjá nýliða og aðra vera að standa sig vel,“ sagði Ágúst.
Kópavogur Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Blikar spila næsta heimaleik sinn á heimavelli Fylkis Blikarnir fara í lautarferð í Árbæinn á föstudagskvöldið í stað þess að fá Víkinga í heimsókn sín í Smárann. 7. maí 2019 11:15 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Sjá meira
Blikar spila næsta heimaleik sinn á heimavelli Fylkis Blikarnir fara í lautarferð í Árbæinn á föstudagskvöldið í stað þess að fá Víkinga í heimsókn sín í Smárann. 7. maí 2019 11:15