Tíu sinnum líklegra að íbúar á hættusvæði C deyi í snjóflóði en í bílslysi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. maí 2019 19:45 Mynd sem Lögreglan á Vestfjörðum birti fyrr í vetur eftir að snjóflóð féll á Flateyrarveg á Vestfjörðum. Enn á eftir að koma upp fullnægjandi snjóflóðavörnum sem verja myndu um 130 íbúðir á Austurlandi og 80 íbúðir á Vestfjörðum þar sem mesta hættan stafar af ofanflóðum, á hættusvæði C. Frá aldamótunum 1900 hafa 210 menn farist í ofanflóðum á Íslandi. Auk þess að forða manntjóni segir sérfræðingur það geta sparað ríkinu milljarða króna að setja upp varnir áður en slysin gerist. Síðan 1997 hefur verið unnið að uppbyggingu ofanflóðavarna víða á landinu í samræmi við stefnu stjórnvalda sem sett var eftir mannskæð snjóflóð í Súðavík og á Flateyri árið 1995 þar sem 34 létu lífið. Búið er að byggja upp tæplega helming þeirra varna sem þörf er á samkvæmt áhættumati. Sérfræðingar og forsvarsmenn sveitarfélaga hafa sent áskorun til stjórnvalda um að ljúka verkinu fyrir árið 2030. „Það eru nægir fjármunir tiltækir til þess að ljúka þessu verkefni að mestu leyti en menn hafa verið á bremsunni í sambandi við fjárveitingarnar úr sjóðnum í allmörg ár,“ segir Tómas Jóhannesson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, og vísar hann þar til Ofanflóðasjóðs. Í sjóðnum séu nú um 16 milljarðar en áætlað sé að það muni kosta um 19 milljarða að ljúka verkinu.Sjá einnig: 171 hús enn í snjóflóðahættuSvæði eru flokkuð eftir hættustigum og er hættan mest á svokölluðum C-svæðum. Alls eru um 230 íbúðir um landið á hættusvæði C. Þar af hefjast framkvæmdir við eitt verkefni í Neskaupstað í sumar, en þar standa 60 hús á hættusvæði C. Framkvæmdir þar munu taka um þrjú ár, þar til svæðið verður varið að fullu. Eftir standa þá um 170 íbúðir, um 35% þeirra á eru á Vestfjörðum, 10% á Norðurlandi og 55% á Austurlandi. Þá eru ótalin A og B-svæði þar sem hættan er minni.Tómas Jóhannesson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands og sérfræðingur í ofanflóðum.Vísir/Baldur„Þegar saman er talið á öllum þessum svæðum þá eru þetta hundruð íbúða,“ segir Tómas. Slys af völdum ofanflóða hafa nokkra sérstöðu samanborið við aðrar náttúruhamfarir hér á landi að því leyti að þau hafa kostað miklu fleiri mannslíf. Frá aldamótunum 1900 hafa tveir farist í eldgosum, einn af völdum jarðskjálfta og einn af völdum vatsflóða. 210 hafa aftur á móti týnt lífi í snjóflóðum eða skriðuföllum. Auk þess að geta bjargað mannslífum segir Tómas það geta sparað ríkinu milljarða að setja upp varnir áður en slysin gerast. Það hafi sýnt sig að þær varnir sem fyrir eru hafi sannað gildi sitt. „Við erum með mjög marga staði og ef að mjög mörg ár líða þá vex þessi hætta náttúrlega á því að á einhverjum þessara staða verði slys,“ segir Tómas. „Þetta er svipað og með öryggisbeltin. Til þess að forðast slys þá verðum við að spenna þau alltaf þegar við keyrum, þó það sé í rauninni mjög ólíklegt að það verði slys í einhverjum tilteknum bíltúr sem við förum í.“ Árneshreppur Fjallabyggð Ísafjarðarbær Snjóflóðin í Súðavík Súðavík Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fleiri fréttir „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Sjá meira
Enn á eftir að koma upp fullnægjandi snjóflóðavörnum sem verja myndu um 130 íbúðir á Austurlandi og 80 íbúðir á Vestfjörðum þar sem mesta hættan stafar af ofanflóðum, á hættusvæði C. Frá aldamótunum 1900 hafa 210 menn farist í ofanflóðum á Íslandi. Auk þess að forða manntjóni segir sérfræðingur það geta sparað ríkinu milljarða króna að setja upp varnir áður en slysin gerist. Síðan 1997 hefur verið unnið að uppbyggingu ofanflóðavarna víða á landinu í samræmi við stefnu stjórnvalda sem sett var eftir mannskæð snjóflóð í Súðavík og á Flateyri árið 1995 þar sem 34 létu lífið. Búið er að byggja upp tæplega helming þeirra varna sem þörf er á samkvæmt áhættumati. Sérfræðingar og forsvarsmenn sveitarfélaga hafa sent áskorun til stjórnvalda um að ljúka verkinu fyrir árið 2030. „Það eru nægir fjármunir tiltækir til þess að ljúka þessu verkefni að mestu leyti en menn hafa verið á bremsunni í sambandi við fjárveitingarnar úr sjóðnum í allmörg ár,“ segir Tómas Jóhannesson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, og vísar hann þar til Ofanflóðasjóðs. Í sjóðnum séu nú um 16 milljarðar en áætlað sé að það muni kosta um 19 milljarða að ljúka verkinu.Sjá einnig: 171 hús enn í snjóflóðahættuSvæði eru flokkuð eftir hættustigum og er hættan mest á svokölluðum C-svæðum. Alls eru um 230 íbúðir um landið á hættusvæði C. Þar af hefjast framkvæmdir við eitt verkefni í Neskaupstað í sumar, en þar standa 60 hús á hættusvæði C. Framkvæmdir þar munu taka um þrjú ár, þar til svæðið verður varið að fullu. Eftir standa þá um 170 íbúðir, um 35% þeirra á eru á Vestfjörðum, 10% á Norðurlandi og 55% á Austurlandi. Þá eru ótalin A og B-svæði þar sem hættan er minni.Tómas Jóhannesson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands og sérfræðingur í ofanflóðum.Vísir/Baldur„Þegar saman er talið á öllum þessum svæðum þá eru þetta hundruð íbúða,“ segir Tómas. Slys af völdum ofanflóða hafa nokkra sérstöðu samanborið við aðrar náttúruhamfarir hér á landi að því leyti að þau hafa kostað miklu fleiri mannslíf. Frá aldamótunum 1900 hafa tveir farist í eldgosum, einn af völdum jarðskjálfta og einn af völdum vatsflóða. 210 hafa aftur á móti týnt lífi í snjóflóðum eða skriðuföllum. Auk þess að geta bjargað mannslífum segir Tómas það geta sparað ríkinu milljarða að setja upp varnir áður en slysin gerast. Það hafi sýnt sig að þær varnir sem fyrir eru hafi sannað gildi sitt. „Við erum með mjög marga staði og ef að mjög mörg ár líða þá vex þessi hætta náttúrlega á því að á einhverjum þessara staða verði slys,“ segir Tómas. „Þetta er svipað og með öryggisbeltin. Til þess að forðast slys þá verðum við að spenna þau alltaf þegar við keyrum, þó það sé í rauninni mjög ólíklegt að það verði slys í einhverjum tilteknum bíltúr sem við förum í.“
Árneshreppur Fjallabyggð Ísafjarðarbær Snjóflóðin í Súðavík Súðavík Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fleiri fréttir „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Sjá meira