Fleiri slasast vegna fíkniefna- en ölvunaraksturs Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. maí 2019 15:43 Frá vettvangi umferðarslyss í fyrra. Vísir/MHH Þrátt fyrir að árið 2018 hafi verið „að mörgu leyti gott ár í umferðinni á Íslandi,“ stendur tvennt upp úr er varðar neikvæða þróun: Fjölgun slysa vegna fíkniefnaaksturs og vegna framanákeyrslna. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu Samgöngustofu um umferðarslys á Íslandi í fyrra. Þar segir jafnframt að þrátt fyrir að fjöldi látinna í umferðinni hafi hækkað úr 16 í 18 milli ára fækkaði slösuðum í umferðinni um 7 prósent, fækkaði úr 1387 í 1289. Af 15 banaslysum, sem í létust fyrrnefndir 18 einstaklingar, áttu karlmenn sök að máli í 14 tilfellum. Flest slys og óhöpp verða á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Þar á eftir eru annars vegar tvö önnur stór gatnamót við Miklubraut (Háaleitisbraut og Grensásvegur) og hins vegar þrjú gatnamót eða hringtorg í Hafnarfirði. Þegar kemur að slysum með meiðslum eru gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar einnig með flest slys. Þar á eftir eru svo gatnamót Reykjanesbrautar og Bústaðavegar, gatnamót Miklubrautar og Grensásvegar og gatnamót Miklubrautar og Háaleitisbrautar. Hæst hlutfall Grindvíkinga og Selfyssinga slasast í umferðinni þegar skoðaður er fjöldi slasaðra sem búa í stærstu þéttbýlisstöðunum, sé miðað við íbúafjölda á viðkomandi stað. Flestir ökumenn sem lenda í slysum miðað við íbúafjölda koma frá Akranesi og Egilsstöðum. Slösuðum af völdum ölvunaraksturs fækkaði á milli ára, úr 69 í 64, en slösuðum af völdum fíkniefnaaksturs fjölgaði umtalsvert. Alls slösuðust 52 vegna fíkniefnaaksturs árið 2017 en 85 í fyrra. Má því sjá að fleiri slasast af völdum fíkniefna heldur en ölvunaraksturs. Sem fyrr segir hefur að sama skapi gengið illa að fækka slysum vegna framanákeyrslna. Alls voru 559 slík slys í fyrra og í þeim slösuðust 137 einstaklingar.Skýrsluna má nálgast í heild sinni hér. Samgöngur Samgönguslys Umferðaröryggi Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Sjá meira
Þrátt fyrir að árið 2018 hafi verið „að mörgu leyti gott ár í umferðinni á Íslandi,“ stendur tvennt upp úr er varðar neikvæða þróun: Fjölgun slysa vegna fíkniefnaaksturs og vegna framanákeyrslna. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu Samgöngustofu um umferðarslys á Íslandi í fyrra. Þar segir jafnframt að þrátt fyrir að fjöldi látinna í umferðinni hafi hækkað úr 16 í 18 milli ára fækkaði slösuðum í umferðinni um 7 prósent, fækkaði úr 1387 í 1289. Af 15 banaslysum, sem í létust fyrrnefndir 18 einstaklingar, áttu karlmenn sök að máli í 14 tilfellum. Flest slys og óhöpp verða á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Þar á eftir eru annars vegar tvö önnur stór gatnamót við Miklubraut (Háaleitisbraut og Grensásvegur) og hins vegar þrjú gatnamót eða hringtorg í Hafnarfirði. Þegar kemur að slysum með meiðslum eru gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar einnig með flest slys. Þar á eftir eru svo gatnamót Reykjanesbrautar og Bústaðavegar, gatnamót Miklubrautar og Grensásvegar og gatnamót Miklubrautar og Háaleitisbrautar. Hæst hlutfall Grindvíkinga og Selfyssinga slasast í umferðinni þegar skoðaður er fjöldi slasaðra sem búa í stærstu þéttbýlisstöðunum, sé miðað við íbúafjölda á viðkomandi stað. Flestir ökumenn sem lenda í slysum miðað við íbúafjölda koma frá Akranesi og Egilsstöðum. Slösuðum af völdum ölvunaraksturs fækkaði á milli ára, úr 69 í 64, en slösuðum af völdum fíkniefnaaksturs fjölgaði umtalsvert. Alls slösuðust 52 vegna fíkniefnaaksturs árið 2017 en 85 í fyrra. Má því sjá að fleiri slasast af völdum fíkniefna heldur en ölvunaraksturs. Sem fyrr segir hefur að sama skapi gengið illa að fækka slysum vegna framanákeyrslna. Alls voru 559 slík slys í fyrra og í þeim slösuðust 137 einstaklingar.Skýrsluna má nálgast í heild sinni hér.
Samgöngur Samgönguslys Umferðaröryggi Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Sjá meira