Ísraelar nálægt Gaza fá frítt á Eurovision Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. maí 2019 14:00 Eurovision er fyrirferðamikið í Tel Aviv þessa dagana. EPA/ABIR SULTAN Ríkisútvarp Ísraels mun bjóða íbúum í suðurhluta Ísraels á undanúrslitakvöld og æfingarnar í aðdraganda Eurovision-söngvakeppninnar, þeim að kostnaðarlausu. Ætlunin er að sýna stuðning með þeim samfélögum Ísraela sem urðu hvað verst úti í flugskeytaárásum síðustu helgar. Öll þau sem búa í um 40 kílómetra fjarlægð frá Gaza-svæðinu munu geta nálgast ókeypis miða á viðburðina. Þó svo að yfirskrift miðagjafarinnar sé samstaða með íbúum suðurhlutans setja greinendur ísraelskra miðla hana í samhengi við miðasöluvandræði ríkisútvarpsins. Þrátt fyrir að selst hafi upp á úrslitakvöldið 18. maí eru ennþá 2000 miðar óseldir á fyrra undankvöldið, sem fram fer á þriðjudag í næstu viku. Þessi staða er sögð fordæmalaus í sögu Eurovision, aldrei áður hafa jafn margir miðar verið óseldir svo stuttu fyrir keppnina. Miðasalan á æfingarnar tvær fyrir hvort undankvöldið hafa gengið ennþá verr. Átök helgarinnar voru þau mestu í áraraðir. 25 Palestínumenn og fjórir Ísraelsmenn féllu í átökunum, Ísraelsher segir að 690 eldflaugum og sprengjum hafi verið skotið að suðurhluta Ísrael og þar af hafi 240 verið skotnar niður. Á móti segjast Ísraelsmenn hafa gert árásir á 350 skotmörk á Gasa. Stríðandi fylkingar sömdu um vopnahlé á mánudag. Eftir töluverðar vangaveltur er jafnframt komið á hreint að poppdrottningin Madonna mun stíga á svið á úrslitunum, laugardagskvöldið 18. maí. Ísraelskir miðlar segja að hún muni taka tvö lög; eitt sígilt og hitt af nýrri plötu söngkonunnar. Ætlað er að hún muni flytja ofursmellinn Like a Prayer, sem gerði allt vitlaust undir lok níunda áratugarins, og lagið Future sem hún gerði með rapparanum Quavo úr Migos. Lagið verður á plötunni Madame X sem Madonna hyggst gefa út í sumar. Eurovision Ísrael Tengdar fréttir Ætla að tryggja að andstæðingar Ísraels skemmi ekki Eurovision Munu meina öllum inngöngu sem hafa það í hyggju. 7. maí 2019 11:34 Herinn varar við stríði á Gaza verði ekki gerðar breytingar Á blaðamannafundi í dag sögðu forsvarsmenn hersins að ríkisstjórn Ísrael ætti að vinna að vopnahléi til langs tíma. 6. maí 2019 23:00 Samið um vopnahlé á Gaza Ísraelski herinn nam í morgun úr gildi viðbúnað sem verið hefur í suðurhluta Ísraels síðustu daga. 6. maí 2019 07:19 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Fleiri fréttir Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Sjá meira
Ríkisútvarp Ísraels mun bjóða íbúum í suðurhluta Ísraels á undanúrslitakvöld og æfingarnar í aðdraganda Eurovision-söngvakeppninnar, þeim að kostnaðarlausu. Ætlunin er að sýna stuðning með þeim samfélögum Ísraela sem urðu hvað verst úti í flugskeytaárásum síðustu helgar. Öll þau sem búa í um 40 kílómetra fjarlægð frá Gaza-svæðinu munu geta nálgast ókeypis miða á viðburðina. Þó svo að yfirskrift miðagjafarinnar sé samstaða með íbúum suðurhlutans setja greinendur ísraelskra miðla hana í samhengi við miðasöluvandræði ríkisútvarpsins. Þrátt fyrir að selst hafi upp á úrslitakvöldið 18. maí eru ennþá 2000 miðar óseldir á fyrra undankvöldið, sem fram fer á þriðjudag í næstu viku. Þessi staða er sögð fordæmalaus í sögu Eurovision, aldrei áður hafa jafn margir miðar verið óseldir svo stuttu fyrir keppnina. Miðasalan á æfingarnar tvær fyrir hvort undankvöldið hafa gengið ennþá verr. Átök helgarinnar voru þau mestu í áraraðir. 25 Palestínumenn og fjórir Ísraelsmenn féllu í átökunum, Ísraelsher segir að 690 eldflaugum og sprengjum hafi verið skotið að suðurhluta Ísrael og þar af hafi 240 verið skotnar niður. Á móti segjast Ísraelsmenn hafa gert árásir á 350 skotmörk á Gasa. Stríðandi fylkingar sömdu um vopnahlé á mánudag. Eftir töluverðar vangaveltur er jafnframt komið á hreint að poppdrottningin Madonna mun stíga á svið á úrslitunum, laugardagskvöldið 18. maí. Ísraelskir miðlar segja að hún muni taka tvö lög; eitt sígilt og hitt af nýrri plötu söngkonunnar. Ætlað er að hún muni flytja ofursmellinn Like a Prayer, sem gerði allt vitlaust undir lok níunda áratugarins, og lagið Future sem hún gerði með rapparanum Quavo úr Migos. Lagið verður á plötunni Madame X sem Madonna hyggst gefa út í sumar.
Eurovision Ísrael Tengdar fréttir Ætla að tryggja að andstæðingar Ísraels skemmi ekki Eurovision Munu meina öllum inngöngu sem hafa það í hyggju. 7. maí 2019 11:34 Herinn varar við stríði á Gaza verði ekki gerðar breytingar Á blaðamannafundi í dag sögðu forsvarsmenn hersins að ríkisstjórn Ísrael ætti að vinna að vopnahléi til langs tíma. 6. maí 2019 23:00 Samið um vopnahlé á Gaza Ísraelski herinn nam í morgun úr gildi viðbúnað sem verið hefur í suðurhluta Ísraels síðustu daga. 6. maí 2019 07:19 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Fleiri fréttir Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Sjá meira
Ætla að tryggja að andstæðingar Ísraels skemmi ekki Eurovision Munu meina öllum inngöngu sem hafa það í hyggju. 7. maí 2019 11:34
Herinn varar við stríði á Gaza verði ekki gerðar breytingar Á blaðamannafundi í dag sögðu forsvarsmenn hersins að ríkisstjórn Ísrael ætti að vinna að vopnahléi til langs tíma. 6. maí 2019 23:00
Samið um vopnahlé á Gaza Ísraelski herinn nam í morgun úr gildi viðbúnað sem verið hefur í suðurhluta Ísraels síðustu daga. 6. maí 2019 07:19