Sendi fjölmiðlum myndir af íslenskri stúlku fæddri á 23. viku meðgöngu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. maí 2019 07:57 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Vísir/vilhelm Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, heyir harða baráttu á Alþingi gegn þungunarrofsfrumvarpi Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Í gærkvöldi sendi hún hópsendingu á íslenska fjölmiðla með myndum af íslenskri stúlku sem fæddist á 23. viku meðgöngu. Í gildandi lögum um þungunarrof er kveðið á um að slíkar aðgerðir skuli helst ekki framkvæma eftir lok 12. viku meðgöngutímans og aldrei síðar en eftir þá 16., „nema fyrir hendi séu ótvíræðar læknisfræðilegar ástæður og lífi og heilsu konunnar stefnt í meiri hættu með lengri meðgöngu og/eða fæðingu eða að miklar líkur séu á vansköpun, erfðagöllum eða sköddun fósturs.“Heimild til þungunarrofs til loka 22. viku Verði frumvarp Svandísar samþykkt, sem allt bendir til samkvæmt atkvæðagreiðslum hingað til, verður konum heimilt að fara í fóstureyðingu fram að lokum 22. viku meðgöngu. Ljóst er að frumvarpið er með þeim umdeildari sem komið hafa fyrir þingið í nokkurn tíma. Var Inga Sæland meðal annars ávítt af þingforseta fyrir orð sín í ræðustól Alþingis þar sem málið var til umræðu í vikunni.Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokks, og Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, vilja stytta tímann. Í Páll leggur til 20 vikur en Anna Kolbrún 18 vikur.Vísir/VilhelmÞar sagði hún ljóst að koma ætti frumvarpinu, sem Inga nefnir fóstureyðingarfrumvarpið, óbreyttu í gegnum þingið. „Það hefur þessi salur sannarlega sýnt með frábærum húrrahrópum og gleðihljóðum þegar við ætlum að taka ákvörðun um það að 22 vikna gamalt ófullburða barn verði drepið í móðurkviði. Ég mun alltaf segja nei,“ sagði Inga í ræðustól. Meðal þeirra sem hneyksluðust á ummælum Ingu var Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, sem þakkaði fyrir faglega umræðu í þinginu hingað til. „En að nota þessi orð sem að hafa fallið hér, þetta er algjör viðbjóður og ég bara vil biðja um að við reynum að stilla okkur,“ sagði Helga Vala. Pósti Ingu til fjölmiðla fylgdu þrjár myndir af stúlkunni þegar hún fæddist á 23. viku meðgöngu og svo þrjár myndir af stúlkunni sem í dag er orðin þriggja ára. Tekur Inga fram að póstsendingin og dreifing myndanna sé með fullu samþykki foreldranna.Þrír ráðherrar sátu hjá Helsta deiluefnið í frumvarpi heilbrigðisráðherra er fjórða greinin sem tiltekur heimildina til þungunarrofs til loka 22. viku þungunar. Það skuli engu að síður allt framkvæmt eins fljótt og hægt er, helst fyrir lok 12. viku. 36 greiddu atkvæði með frumvarpinu að lokinni annarri umræðu í þinginu. Tíu greiddu atkvæði gegn, þingmenn Flokks fólksins og Miðflokksins, en átta sátu hjá. Þeirra á meðal ráðherrarnir Bjarni Benediktsson, Guðlaugur Þór Þórðarson og Lilja Alfreðsdóttir. Atkvæðagreiðslu um frumvarpið að lokinni þriðju umræðu hefur verið frestað fram í næstu viku. Alþingi Þungunarrof Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Fleiri fréttir „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Sjá meira
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, heyir harða baráttu á Alþingi gegn þungunarrofsfrumvarpi Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Í gærkvöldi sendi hún hópsendingu á íslenska fjölmiðla með myndum af íslenskri stúlku sem fæddist á 23. viku meðgöngu. Í gildandi lögum um þungunarrof er kveðið á um að slíkar aðgerðir skuli helst ekki framkvæma eftir lok 12. viku meðgöngutímans og aldrei síðar en eftir þá 16., „nema fyrir hendi séu ótvíræðar læknisfræðilegar ástæður og lífi og heilsu konunnar stefnt í meiri hættu með lengri meðgöngu og/eða fæðingu eða að miklar líkur séu á vansköpun, erfðagöllum eða sköddun fósturs.“Heimild til þungunarrofs til loka 22. viku Verði frumvarp Svandísar samþykkt, sem allt bendir til samkvæmt atkvæðagreiðslum hingað til, verður konum heimilt að fara í fóstureyðingu fram að lokum 22. viku meðgöngu. Ljóst er að frumvarpið er með þeim umdeildari sem komið hafa fyrir þingið í nokkurn tíma. Var Inga Sæland meðal annars ávítt af þingforseta fyrir orð sín í ræðustól Alþingis þar sem málið var til umræðu í vikunni.Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokks, og Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, vilja stytta tímann. Í Páll leggur til 20 vikur en Anna Kolbrún 18 vikur.Vísir/VilhelmÞar sagði hún ljóst að koma ætti frumvarpinu, sem Inga nefnir fóstureyðingarfrumvarpið, óbreyttu í gegnum þingið. „Það hefur þessi salur sannarlega sýnt með frábærum húrrahrópum og gleðihljóðum þegar við ætlum að taka ákvörðun um það að 22 vikna gamalt ófullburða barn verði drepið í móðurkviði. Ég mun alltaf segja nei,“ sagði Inga í ræðustól. Meðal þeirra sem hneyksluðust á ummælum Ingu var Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, sem þakkaði fyrir faglega umræðu í þinginu hingað til. „En að nota þessi orð sem að hafa fallið hér, þetta er algjör viðbjóður og ég bara vil biðja um að við reynum að stilla okkur,“ sagði Helga Vala. Pósti Ingu til fjölmiðla fylgdu þrjár myndir af stúlkunni þegar hún fæddist á 23. viku meðgöngu og svo þrjár myndir af stúlkunni sem í dag er orðin þriggja ára. Tekur Inga fram að póstsendingin og dreifing myndanna sé með fullu samþykki foreldranna.Þrír ráðherrar sátu hjá Helsta deiluefnið í frumvarpi heilbrigðisráðherra er fjórða greinin sem tiltekur heimildina til þungunarrofs til loka 22. viku þungunar. Það skuli engu að síður allt framkvæmt eins fljótt og hægt er, helst fyrir lok 12. viku. 36 greiddu atkvæði með frumvarpinu að lokinni annarri umræðu í þinginu. Tíu greiddu atkvæði gegn, þingmenn Flokks fólksins og Miðflokksins, en átta sátu hjá. Þeirra á meðal ráðherrarnir Bjarni Benediktsson, Guðlaugur Þór Þórðarson og Lilja Alfreðsdóttir. Atkvæðagreiðslu um frumvarpið að lokinni þriðju umræðu hefur verið frestað fram í næstu viku.
Alþingi Þungunarrof Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Fleiri fréttir „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Sjá meira