Nanna innblásin af kvenleika við gerð nýju plötunnar Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 7. maí 2019 21:31 Ný plata Of Monsters And Men kemur út þann 26. júlí. Hljómsveitin Of Monsters And Men mun gefa út sína þriðju breiðskífu þann 26. júlí næstkomandi og mun hún bera heitið Fever Dream. Hljómsveitin gaf út lag í vikunni sem mun vera á plötunni sem ber nafnið Alligator.Í viðtali við NME sagði Nanna Bryndís Hilmarsdóttir nýju plötuna öðruvísi en þær fyrri, en hún hafi verið orðin þreytt á því hvernig hún hafði áður samið lögin, „venjulega samdi ég lögin á kassagítar og Raggi [gítarleikari hljómsveitarinnar] bætti svo kjöti á beinin. Ég var bara orðin þreytt á því. Mig vantaði eitthvað nýtt og krefjandi. Í hvert skipti sem ég tók upp gítar fannst mér ég vita á hverju ég ætti von.“ „Í þetta skiptið samdi ég mun meira í tölvunni og þreifaði fyrir mér þar.“ Hljómsveitin vann að plötunni með upptökustjóranum Rich Costey, en hann vann einnig með þeim að annarri breiðskífu þeirra, Beneath The Skin, en hann hefur unnið með hljómsveitum á borð við Muse, Rage Ageinst The Mazhine og Death Cab For Cutie. Nanna segir plötuna allt öðruvísi en þær fyrri og þá sérstaklega Beneath The Skin, sem hafi verið mjög dimm en Fever Dream sé mun meira upplífgandi og poppaðri þó hún hafi auðvitað sínar dökku hliðar. „Við erum tvö sem semjum texta, ég og Raggi, og við skrifum frá mjög ólíkum sjónarhornum. Í þetta skiptið vildum við segja okkar sögur. Vegna þess að ég skrifaði meira ein eru sum lögin með kvenlegri sjónarhorn. Þau takast á við það hvernig það er að vera kona. Ég leyfði sjálfri mér að skoða þá hlið í þetta skiptið.“ „Ég lærði margt við gerð þessarar plötu. Mér finnst ég hafa þurft að treysta meira á sjálfa mig en ég hafði þurft að gera áður. Maður finnur það þegar maður er fastur í sama farinu. Það er svo auðvelt að festast í þægindarammanum og það tekur á að ögra sjálfum sér, en það er þess virði.“ Menning Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Hljómsveitin Of Monsters And Men mun gefa út sína þriðju breiðskífu þann 26. júlí næstkomandi og mun hún bera heitið Fever Dream. Hljómsveitin gaf út lag í vikunni sem mun vera á plötunni sem ber nafnið Alligator.Í viðtali við NME sagði Nanna Bryndís Hilmarsdóttir nýju plötuna öðruvísi en þær fyrri, en hún hafi verið orðin þreytt á því hvernig hún hafði áður samið lögin, „venjulega samdi ég lögin á kassagítar og Raggi [gítarleikari hljómsveitarinnar] bætti svo kjöti á beinin. Ég var bara orðin þreytt á því. Mig vantaði eitthvað nýtt og krefjandi. Í hvert skipti sem ég tók upp gítar fannst mér ég vita á hverju ég ætti von.“ „Í þetta skiptið samdi ég mun meira í tölvunni og þreifaði fyrir mér þar.“ Hljómsveitin vann að plötunni með upptökustjóranum Rich Costey, en hann vann einnig með þeim að annarri breiðskífu þeirra, Beneath The Skin, en hann hefur unnið með hljómsveitum á borð við Muse, Rage Ageinst The Mazhine og Death Cab For Cutie. Nanna segir plötuna allt öðruvísi en þær fyrri og þá sérstaklega Beneath The Skin, sem hafi verið mjög dimm en Fever Dream sé mun meira upplífgandi og poppaðri þó hún hafi auðvitað sínar dökku hliðar. „Við erum tvö sem semjum texta, ég og Raggi, og við skrifum frá mjög ólíkum sjónarhornum. Í þetta skiptið vildum við segja okkar sögur. Vegna þess að ég skrifaði meira ein eru sum lögin með kvenlegri sjónarhorn. Þau takast á við það hvernig það er að vera kona. Ég leyfði sjálfri mér að skoða þá hlið í þetta skiptið.“ „Ég lærði margt við gerð þessarar plötu. Mér finnst ég hafa þurft að treysta meira á sjálfa mig en ég hafði þurft að gera áður. Maður finnur það þegar maður er fastur í sama farinu. Það er svo auðvelt að festast í þægindarammanum og það tekur á að ögra sjálfum sér, en það er þess virði.“
Menning Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira