„Stór sigur“ að Akureyri sé orðinn áfangastaður í bókunarvél erlends flugfélags Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. maí 2019 14:45 Skjáskot af heimasíðu hollenska flugfélagsins Transavia. Mynd/Skjáskot Það er mikill sigur fyrir þá sem unnið hafa að því að koma Akureyrarflugvelli á kortið sem áfangastað fyrir flugfélög að Akureyri sé komið á blað sem áfangastaður í bókunarvél erlends flugfélags að mati verkefnastjóra Flugklasans Air 66N.Í dag var tilkynnt að hollenska flugfélagið Transavia hafi hafið beina sölu á flugferðum til og frá Rotterdam og Akureyrar, en ferðir flugfélagsins eru tilkomnar vegna ferða á vegum hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel. Er þetta í fyrsta sinn sem hollenskt flugfélag selur sjálft sæti í ferðir til Akureyrar.„Akureyri er komið inn í bókunarvélina þar sem áfangastaður. Það er dálítið stór sigur fyrir okkur, að við séum kominn með okkar flugvöll inn hjá erlendu flugfélagi á heimasíðuna þar sem hver sem er getur bókað. Því ber auðvitað að fagna,“ sagði Hjalti Páll Þórarinsson, verkefnastjóri hjá Flugklasanum 66N á Vorráðsstefnu Markaðsstofu Norðurlands sem haldin var á Húsavík í dag.Heimamenn hafa lengi unnið að því að auka millilandaflug um Akureyrarflugvöll og bent hefur verið á að með því megi koma á betri jafnvægi í komu ferðamanna hingað til lands, hægt verði að dreifa ferðamönnum betur um landið og þannig geti fleiri Íslendingar notið ágóðans af hinum mikla áhuga sem ferðamenn hafa sýnt Íslandi undanfarin ár. Hjalti Páll Þórarinsson, verkefnastjóri Flugklasans Air 66NVísir/TryggviEinnig samgöngubót fyrir heimamenn Auk þess sem að vilji stendur til að auka millilandaflug um Akureyrarflugvöll er markmiðið einnig að einn daginn muni flugfélag hefja reglulegt áætlunarflug um Akureyrar til útlanda. Menn taka þó eitt skref í einu þessum efnum og sagði Hjalti Páll að sala Transavia á flugferðum til Akureyrar væri stórt skref í átt að lokamarkmiðinu. „Þetta er gríðarlega stórt skref. Við teljum að þetta muni fleyta okkur áfram til framtíðar. Við erum auðvitað í dag að tala við fleiri erlend flugfélög og fleiri erlendar ferðaskrifstofur en hvert svona skref skiptir miklu máli. Eftir því sem við fáum meiri athygli og umferð þeim mun meiri líkur eru að við fáum fleiri í kjölfarið“ sagði Hjalti Páll. Alls er um að ræða 16 flugferðir á vegum Transavia sem hefur flug þann 27. maí næstkomandi en reiknað er með að tekjur ferðaþjónustuaðila á Norðurlandi muni aukast um 600 milljónir vegna ferða Voigt Travel og Transavia til Akureyrar. „Þetta er auðvitað líka ákveðin samgöngubót fyrir okkur,“ sagði Hjalti Páll og átti þar við íbúa svæðisins sem eiga nú kost á þess að komast til Holland og víðar án þess að þurfa að ferðast til Keflavíkur með tilheyrandi kostnaði. Akureyri Fréttir af flugi Holland Tengdar fréttir Hollendingar stökkva inn í gatið sem WOW skilur eftir sig Flugmiðinn mun kosta 5.300 krónur aðra leið. 1. apríl 2019 16:43 Hefja sölu á flugsætum frá Hollandi til Akureyrar Hollenska flugfélagið Transavia hefur hafið beina sölu á flugsætum til Akureyrar frá Rotterdam, í ferðir sem farnar verða í sumar og næsta vetur. 7. maí 2019 10:03 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Það er mikill sigur fyrir þá sem unnið hafa að því að koma Akureyrarflugvelli á kortið sem áfangastað fyrir flugfélög að Akureyri sé komið á blað sem áfangastaður í bókunarvél erlends flugfélags að mati verkefnastjóra Flugklasans Air 66N.Í dag var tilkynnt að hollenska flugfélagið Transavia hafi hafið beina sölu á flugferðum til og frá Rotterdam og Akureyrar, en ferðir flugfélagsins eru tilkomnar vegna ferða á vegum hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel. Er þetta í fyrsta sinn sem hollenskt flugfélag selur sjálft sæti í ferðir til Akureyrar.„Akureyri er komið inn í bókunarvélina þar sem áfangastaður. Það er dálítið stór sigur fyrir okkur, að við séum kominn með okkar flugvöll inn hjá erlendu flugfélagi á heimasíðuna þar sem hver sem er getur bókað. Því ber auðvitað að fagna,“ sagði Hjalti Páll Þórarinsson, verkefnastjóri hjá Flugklasanum 66N á Vorráðsstefnu Markaðsstofu Norðurlands sem haldin var á Húsavík í dag.Heimamenn hafa lengi unnið að því að auka millilandaflug um Akureyrarflugvöll og bent hefur verið á að með því megi koma á betri jafnvægi í komu ferðamanna hingað til lands, hægt verði að dreifa ferðamönnum betur um landið og þannig geti fleiri Íslendingar notið ágóðans af hinum mikla áhuga sem ferðamenn hafa sýnt Íslandi undanfarin ár. Hjalti Páll Þórarinsson, verkefnastjóri Flugklasans Air 66NVísir/TryggviEinnig samgöngubót fyrir heimamenn Auk þess sem að vilji stendur til að auka millilandaflug um Akureyrarflugvöll er markmiðið einnig að einn daginn muni flugfélag hefja reglulegt áætlunarflug um Akureyrar til útlanda. Menn taka þó eitt skref í einu þessum efnum og sagði Hjalti Páll að sala Transavia á flugferðum til Akureyrar væri stórt skref í átt að lokamarkmiðinu. „Þetta er gríðarlega stórt skref. Við teljum að þetta muni fleyta okkur áfram til framtíðar. Við erum auðvitað í dag að tala við fleiri erlend flugfélög og fleiri erlendar ferðaskrifstofur en hvert svona skref skiptir miklu máli. Eftir því sem við fáum meiri athygli og umferð þeim mun meiri líkur eru að við fáum fleiri í kjölfarið“ sagði Hjalti Páll. Alls er um að ræða 16 flugferðir á vegum Transavia sem hefur flug þann 27. maí næstkomandi en reiknað er með að tekjur ferðaþjónustuaðila á Norðurlandi muni aukast um 600 milljónir vegna ferða Voigt Travel og Transavia til Akureyrar. „Þetta er auðvitað líka ákveðin samgöngubót fyrir okkur,“ sagði Hjalti Páll og átti þar við íbúa svæðisins sem eiga nú kost á þess að komast til Holland og víðar án þess að þurfa að ferðast til Keflavíkur með tilheyrandi kostnaði.
Akureyri Fréttir af flugi Holland Tengdar fréttir Hollendingar stökkva inn í gatið sem WOW skilur eftir sig Flugmiðinn mun kosta 5.300 krónur aðra leið. 1. apríl 2019 16:43 Hefja sölu á flugsætum frá Hollandi til Akureyrar Hollenska flugfélagið Transavia hefur hafið beina sölu á flugsætum til Akureyrar frá Rotterdam, í ferðir sem farnar verða í sumar og næsta vetur. 7. maí 2019 10:03 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Hollendingar stökkva inn í gatið sem WOW skilur eftir sig Flugmiðinn mun kosta 5.300 krónur aðra leið. 1. apríl 2019 16:43
Hefja sölu á flugsætum frá Hollandi til Akureyrar Hollenska flugfélagið Transavia hefur hafið beina sölu á flugsætum til Akureyrar frá Rotterdam, í ferðir sem farnar verða í sumar og næsta vetur. 7. maí 2019 10:03