Ætla að tryggja að andstæðingar Ísraels skemmi ekki Eurovision Birgir Olgeirsson skrifar 7. maí 2019 11:34 Frá Tel Aviv þar sem keppnin er haldin í ár. Vísir/Getty Ísraelsk stjórnvöld munu ekki hika við að meina einstaklingum inngöngu í landið sem hafa í hyggju að trufla Eurovision-söngvakeppnina sem fer fram í Tel Aviv í næstu viku. Greint er frá þessu á vef breska dagblaðsins The Guardian en þar segir að Ísraelsmenn óttist að þeir sem eru andvígir stefnu þarlendra yfirvalda í varðandi Palestínumenn muni reyna að nýta sér Eurovision til að mótmæla því. BDS-hreyfingin, sem berst fyrir sniðgöngu á ísraelskum vörum í ljósi framgöngu þeirra gegn Palestínumönnum, hefur sakað ísraelsk stjórnvöld um að nota tónlist til að hvítþvo stefnu sína gagnvart Palestínumanna á Vesturbakkanum og á Gaza. Enginn af þeim 42 sem tryggðu sér þátttökurétt í Eurovison í forkeppnum í sínu landi hafa dregið sig úr keppni en skipuleggjendur hennar óttast að mótmælendur reyni að nýta hana til að koma boðskap sínum til skila til þeirra hundruð milljóna sem horfa á hana. „Þetta verður risa partí þar sem þúsundir taka þátt en við munum vera á verði til að tryggja að enginn komi hér til að trufla eða skemma,“ er haft eftir talsmanni utanríkisráðherra Ísraels, Emmanuel Nahshon, á vef Guardian. „Við viljum ekki meina neinum inngöngu í landið. En ef við vitum með vissu að einhver er á móti Ísrael og hefur það eitt á dagskrá að trufla viðburðinn þá munum við beita öllum löglegum aðferðum varðandi inngöngu,“ bætir Nahshon við. Sú sem hafði sigur í Eurovision í fyrra, Netta Barzilai, hefur gagnrýnt þá sem ætla að sniðganga keppnina. „Þetta er hátíð ljóss. Þeir sem ætla að sniðganga hátíð ljóss dreifa myrkri.“ Eurovision Ísrael Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fleiri fréttir Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Sjá meira
Ísraelsk stjórnvöld munu ekki hika við að meina einstaklingum inngöngu í landið sem hafa í hyggju að trufla Eurovision-söngvakeppnina sem fer fram í Tel Aviv í næstu viku. Greint er frá þessu á vef breska dagblaðsins The Guardian en þar segir að Ísraelsmenn óttist að þeir sem eru andvígir stefnu þarlendra yfirvalda í varðandi Palestínumenn muni reyna að nýta sér Eurovision til að mótmæla því. BDS-hreyfingin, sem berst fyrir sniðgöngu á ísraelskum vörum í ljósi framgöngu þeirra gegn Palestínumönnum, hefur sakað ísraelsk stjórnvöld um að nota tónlist til að hvítþvo stefnu sína gagnvart Palestínumanna á Vesturbakkanum og á Gaza. Enginn af þeim 42 sem tryggðu sér þátttökurétt í Eurovison í forkeppnum í sínu landi hafa dregið sig úr keppni en skipuleggjendur hennar óttast að mótmælendur reyni að nýta hana til að koma boðskap sínum til skila til þeirra hundruð milljóna sem horfa á hana. „Þetta verður risa partí þar sem þúsundir taka þátt en við munum vera á verði til að tryggja að enginn komi hér til að trufla eða skemma,“ er haft eftir talsmanni utanríkisráðherra Ísraels, Emmanuel Nahshon, á vef Guardian. „Við viljum ekki meina neinum inngöngu í landið. En ef við vitum með vissu að einhver er á móti Ísrael og hefur það eitt á dagskrá að trufla viðburðinn þá munum við beita öllum löglegum aðferðum varðandi inngöngu,“ bætir Nahshon við. Sú sem hafði sigur í Eurovision í fyrra, Netta Barzilai, hefur gagnrýnt þá sem ætla að sniðganga keppnina. „Þetta er hátíð ljóss. Þeir sem ætla að sniðganga hátíð ljóss dreifa myrkri.“
Eurovision Ísrael Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fleiri fréttir Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Sjá meira