Grínið er heilun fyrir samfélag í erfiðleikum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 7. maí 2019 07:15 Fanndís Birna Logadóttir, nemi í stjórnmálafræði. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Pólitískt grín getur haft áhrif á samfélagið og þá oftast til að hjálpa borgurum í erfiðum aðstæðum. Þetta er meðal niðurstaðna BA-ritgerðar Fanndísar Birnu Logadóttur í stjórnmálafræði, sem fjallar um pólitískt grín á Íslandi. Í ritgerðinni er þróun bæði Áramótaskaupsins og Spaugstofunnar lýst en báðir þættirnir eiga sameiginlegt að hafa gengið í marga áratugi og þróast úr saklausri skemmtun með söngatriðum og aulahúmor yfir í beittari ádeilu. Fanndís dvelur sérstaklega við hrunið og áhrif þess á grínþættina tvo. Þættirnir urðu rammpólitískir og virkilega beittir. Fanndís segir þættina hafa verið losun fyrir samfélagið og veitt landsmönnum útrás. Í þáttunum í kringum hrunið megi bera kennsl á ýmsar tilfinningar, bæði reiði og vonleysi. Einnig er vikið að tabúunum þremur sem losnað hefur um í seinni tíð, embætti forseta Íslands, trúarbrögðum og kynferðismálum. Fjallað er um viðkvæmni við gríni um forsetann í embættistíð Vigdísar Finnbogadóttur og greint frá því að allt hafi orðið vitlaust þegar Vigdís birtist í fyrsta skipti í Áramótaskaupi árið 1994. Í atriðinu er forsetinn að panta pitsu með erlendu áleggi. Gríninu var ekki vel tekið og mun leikstjóri Skaupsins hafa fengið símtal frá sjálfri Vigdísi vegna atriðisins. Embætti forsetans væri ekki til að grínast með. Einnig segir frá því í ritgerðinni að Spaugstofumenn hafi ekki þorað annað en að klippa út atriði í þætti um þjóðvegahátíðina svokölluðu þann 17. júní 1994 sem sýna átti Vigdísi Finnbogadóttur fasta í umferðarteppu á milli Reykjavíkur og Þingvalla. Atriðið var því ekki sýnt. Fanndís tók viðtöl við landsþekkta grínara við vinnslu ritgerðarinnar og í þeim kemur söknuður til Spaugstofunnar fram og vonir til að þátturinn endurfæðist í einhverri mynd. „Það væri auðvitað ótrúlega skemmtilegt að fá aftur landsþekkta grínara í vikulegum þáttum,“ segir Fanndís. Hún segir ótrúlega breiðan aldurshóp hafa horft á Spaugstofuna og að þátturinn hafi haft mikið gildi fyrir sig sem barn. „Ég man að þegar ég var barn þá vissi ég hvað var að gerast í samfélaginu af því að Spaugstofan hafði tekið það fyrir.“ Aðspurð segir Fanndís samfélagsmiðlana hafa að nokkru leyti tekið hlutverk Spaugstofunnar yfir og vísar til þeirrar íþróttar Íslendinga að tísta og snappa á skoplegan hátt um málefni líðandi stundar um leið og þau koma upp. Hún heldur þó í vonina um vikulegan grínþátt og vísar til þátta á borð við Saturday Night Live í Bandaríkjunum sem enn lifa þrátt fyrir samfélagsmiðlana. Áramótaskaupið Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Pólitískt grín getur haft áhrif á samfélagið og þá oftast til að hjálpa borgurum í erfiðum aðstæðum. Þetta er meðal niðurstaðna BA-ritgerðar Fanndísar Birnu Logadóttur í stjórnmálafræði, sem fjallar um pólitískt grín á Íslandi. Í ritgerðinni er þróun bæði Áramótaskaupsins og Spaugstofunnar lýst en báðir þættirnir eiga sameiginlegt að hafa gengið í marga áratugi og þróast úr saklausri skemmtun með söngatriðum og aulahúmor yfir í beittari ádeilu. Fanndís dvelur sérstaklega við hrunið og áhrif þess á grínþættina tvo. Þættirnir urðu rammpólitískir og virkilega beittir. Fanndís segir þættina hafa verið losun fyrir samfélagið og veitt landsmönnum útrás. Í þáttunum í kringum hrunið megi bera kennsl á ýmsar tilfinningar, bæði reiði og vonleysi. Einnig er vikið að tabúunum þremur sem losnað hefur um í seinni tíð, embætti forseta Íslands, trúarbrögðum og kynferðismálum. Fjallað er um viðkvæmni við gríni um forsetann í embættistíð Vigdísar Finnbogadóttur og greint frá því að allt hafi orðið vitlaust þegar Vigdís birtist í fyrsta skipti í Áramótaskaupi árið 1994. Í atriðinu er forsetinn að panta pitsu með erlendu áleggi. Gríninu var ekki vel tekið og mun leikstjóri Skaupsins hafa fengið símtal frá sjálfri Vigdísi vegna atriðisins. Embætti forsetans væri ekki til að grínast með. Einnig segir frá því í ritgerðinni að Spaugstofumenn hafi ekki þorað annað en að klippa út atriði í þætti um þjóðvegahátíðina svokölluðu þann 17. júní 1994 sem sýna átti Vigdísi Finnbogadóttur fasta í umferðarteppu á milli Reykjavíkur og Þingvalla. Atriðið var því ekki sýnt. Fanndís tók viðtöl við landsþekkta grínara við vinnslu ritgerðarinnar og í þeim kemur söknuður til Spaugstofunnar fram og vonir til að þátturinn endurfæðist í einhverri mynd. „Það væri auðvitað ótrúlega skemmtilegt að fá aftur landsþekkta grínara í vikulegum þáttum,“ segir Fanndís. Hún segir ótrúlega breiðan aldurshóp hafa horft á Spaugstofuna og að þátturinn hafi haft mikið gildi fyrir sig sem barn. „Ég man að þegar ég var barn þá vissi ég hvað var að gerast í samfélaginu af því að Spaugstofan hafði tekið það fyrir.“ Aðspurð segir Fanndís samfélagsmiðlana hafa að nokkru leyti tekið hlutverk Spaugstofunnar yfir og vísar til þeirrar íþróttar Íslendinga að tísta og snappa á skoplegan hátt um málefni líðandi stundar um leið og þau koma upp. Hún heldur þó í vonina um vikulegan grínþátt og vísar til þátta á borð við Saturday Night Live í Bandaríkjunum sem enn lifa þrátt fyrir samfélagsmiðlana.
Áramótaskaupið Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira