Hætti óvænt með tvö kvennalið á rúmum mánuði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. maí 2019 12:26 Elías Már var kynntur til leiks sem aðstoðarlandsliðsþjálfari í maí í fyrra. HSÍ Elías Már Halldórsson hefur látið af störfum sem aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins í handbolta. Rúmur mánuður er síðan Elías Már hætti skyndilega með kvennalið Hauka í handbolta þegar einum leik var ólokið af Olísdeildinni og úrslitakeppnin, hápunktur keppnistímabilsins, framundan.Fram kom í tilkynningu Hauka þann 1. apríl að Elías hefði óskað eftir að hætta þjálfun liðsins. Það væri sameiginleg niðurstaða handknattleiksdeildar og Elíasar að hann léti af störfum um leið. Þorgeir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Hauka, segir Elías Má hafa hætt af persónulegum ástæðum. Það sé löngu afgreitt. Aðspurður um ástæðurnar segir hann Elíasar Más að svara því. „Ég bara get það ekki. Það varð bara samkomulag um starfslok, því miður,“ segir Þorgeir. Miklar kjaftasögur séu um brotthvarf hans en það sé Elíasar að tjá sig um það. Elías Már vill lítið segja upp brotthvarf sitt frá Haukum skömmu fyrir úrslitakeppnina.Elías Már er hættur hjá Haukum.vísir/bára„Ég ætla svo sem ekkert að fara að tjá mig neitt um þetta,“ segir Elías Már. Hann segir ekkert annað hafa legið að baki starfslokunum á þessum sérstaka tímapunkti en að best væri að hann hætti á þessum tímapunkti því hann væri á leiðinni til starfa hjá HK. „Ég er bara hættur í Haukum og tekinn til starfa hjá HK.“ Elías Már tók um mánaðarmótin við starfi yfirþjálfara HK og þjálfar auk þess karlalið félagsins á næstu leiktíð. Hann segist hafa hafið störf hjá HK fyrr en ætlað var, nú um mánaðamótin, og hann því ekki getað sinnt starfi aðstoðarlandsliðsþjálfara lengur. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, segist sömuleiðis hafa heyrt kjaftasögur um ástæður starfsloka Elíasar Más hjá Haukum. Þær kjaftasögur tengist þó á engan hátt starfsflokum hans hjá HSÍ. Elías Már hafi hætt að eigin frumkvæði vegna anna í nýja starfinu hjá HK. Róbert reiknar með að tilkynnt verði um nýjan aðstoðarlandsliðsþjálfara í dag á sama tíma og kynntur verður nýr landsliðshópur fyrir komandi verkefni.Uppfært klukkan 12:36Óskar Bjarni Óskarsson tekur við starfi Elíasar Más. Nánar má lesa um landsliðshópinn fyrir leikina gegn b-liði Noregs og umspilsleikina við Spán hér. Olís-deild kvenna Mest lesið Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Fleiri fréttir Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Sjá meira
Elías Már Halldórsson hefur látið af störfum sem aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins í handbolta. Rúmur mánuður er síðan Elías Már hætti skyndilega með kvennalið Hauka í handbolta þegar einum leik var ólokið af Olísdeildinni og úrslitakeppnin, hápunktur keppnistímabilsins, framundan.Fram kom í tilkynningu Hauka þann 1. apríl að Elías hefði óskað eftir að hætta þjálfun liðsins. Það væri sameiginleg niðurstaða handknattleiksdeildar og Elíasar að hann léti af störfum um leið. Þorgeir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Hauka, segir Elías Má hafa hætt af persónulegum ástæðum. Það sé löngu afgreitt. Aðspurður um ástæðurnar segir hann Elíasar Más að svara því. „Ég bara get það ekki. Það varð bara samkomulag um starfslok, því miður,“ segir Þorgeir. Miklar kjaftasögur séu um brotthvarf hans en það sé Elíasar að tjá sig um það. Elías Már vill lítið segja upp brotthvarf sitt frá Haukum skömmu fyrir úrslitakeppnina.Elías Már er hættur hjá Haukum.vísir/bára„Ég ætla svo sem ekkert að fara að tjá mig neitt um þetta,“ segir Elías Már. Hann segir ekkert annað hafa legið að baki starfslokunum á þessum sérstaka tímapunkti en að best væri að hann hætti á þessum tímapunkti því hann væri á leiðinni til starfa hjá HK. „Ég er bara hættur í Haukum og tekinn til starfa hjá HK.“ Elías Már tók um mánaðarmótin við starfi yfirþjálfara HK og þjálfar auk þess karlalið félagsins á næstu leiktíð. Hann segist hafa hafið störf hjá HK fyrr en ætlað var, nú um mánaðamótin, og hann því ekki getað sinnt starfi aðstoðarlandsliðsþjálfara lengur. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, segist sömuleiðis hafa heyrt kjaftasögur um ástæður starfsloka Elíasar Más hjá Haukum. Þær kjaftasögur tengist þó á engan hátt starfsflokum hans hjá HSÍ. Elías Már hafi hætt að eigin frumkvæði vegna anna í nýja starfinu hjá HK. Róbert reiknar með að tilkynnt verði um nýjan aðstoðarlandsliðsþjálfara í dag á sama tíma og kynntur verður nýr landsliðshópur fyrir komandi verkefni.Uppfært klukkan 12:36Óskar Bjarni Óskarsson tekur við starfi Elíasar Más. Nánar má lesa um landsliðshópinn fyrir leikina gegn b-liði Noregs og umspilsleikina við Spán hér.
Olís-deild kvenna Mest lesið Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Fleiri fréttir Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Sjá meira