Dapurlegt að hjólastólar skemmist og fólki þurfti að bíða lengi eftir þeim á Keflavíkurflugvelli Sighvatur Jónsson skrifar 6. maí 2019 12:00 Fyrir fjórtán árum lamaðist Magnús Jóel Jónsson vinstra megin á líkama eftir heilablóðfall. Sérútbúinn hjólastóll veitir Magnúsi nauðsynlegan stuðning, hvort sem hann situr eða stendur. Vísir/Arnar Formaður Öryrkjabandalagsins segir það dapurlegt að hjólastólar skemmist í flugi og að fólk þurfi að bíða lengi eftir afhendingu þeirra eftir lendingu á Keflavíkurflugvelli. Það sé ekkert nýtt að fólk kvarti yfir þessari þjónustu sem sé óboðleg.Í fréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá því að Magnús Jóel Jónsson þurfti að bíða eftir sérútbúnum rafmagnshjólastól sínum á Keflavíkurflugvelli síðastliðinn þriðjudag í tæpar tvær klukkustundir. Magnús er lamaður á vinstri helmingi líkamans. Stólinn er sérsniðinn til að veita honum nauðsynlegan stuðning. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, segir að málefnahópur bandalagsins um aðgengismál hafi átt fundi með fulltrúum Isavia um þjónustu á Keflavíkurflugvelli við fatlað fólk og aðstandendur þess. „Mér þykir það afskaplega dapurlegt að þetta skuli enn vera að gerast. Það er ekkert nýtt að við fáum svona kvartanir til okkar, bæði vegna þess að hjólastólar eru að eyðileggjast og svo líka með þessa bið.“ Þuríður segist treysta því að Isavia muni bæta úr málum. „Vissulega finnst mér að þjónustan við fatlað fólk á Keflavíkurflugvelli megi batna. Þetta er bara óboðlegt,“ segir Þuríður.Sigríður Magnúsdóttir, móðir Magnúsar Jóels.Vísir/Arnar„Kannski verður stóllinn eyðilagður“ Þuríður hjá Öryrkjabandalaginu bendir á það sama og Sigríður Magnúsdóttir, móðir Magnúsar Jóels, að fólk veiti nákvæmar upplýsingar um hjólastóla og annan búnað til þjónustuaðila á flugvöllum. „Isavia er að þjónusta flugvöllinn, þeir gera kröfu til þess að fá þessar upplýsingar. Eitthvað hljóta þeir að ætla að gera við þær. En þarna er eitthvað mjög ábótavant,“ segir Sigríður. Hún segir að fjölskyldan hafi lent í svipuðu máli fyrir þremur árum, þá hafi hjólastóll eyðilagst í flugi frá Íslandi til Bandaríkjanna. Sigríður segir þetta draga úr áhuga Magnúsar Jóels á ferðalögum. „Hann er farinn að segja: „Mamma, ég veit ekki hvort ég treysti mér, kannski verður stóllinn eyðilagður.“ Þetta er farið að draga úr því að hann í sínum lokaða heimi geti hugsað sér að fara og ferðast með okkur. Sem er skortur á lífsgæðum.“ Mál fjölskyldunnar er til skoðunar hjá Isavia. Félagsmál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Formaður Öryrkjabandalagsins segir það dapurlegt að hjólastólar skemmist í flugi og að fólk þurfi að bíða lengi eftir afhendingu þeirra eftir lendingu á Keflavíkurflugvelli. Það sé ekkert nýtt að fólk kvarti yfir þessari þjónustu sem sé óboðleg.Í fréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá því að Magnús Jóel Jónsson þurfti að bíða eftir sérútbúnum rafmagnshjólastól sínum á Keflavíkurflugvelli síðastliðinn þriðjudag í tæpar tvær klukkustundir. Magnús er lamaður á vinstri helmingi líkamans. Stólinn er sérsniðinn til að veita honum nauðsynlegan stuðning. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, segir að málefnahópur bandalagsins um aðgengismál hafi átt fundi með fulltrúum Isavia um þjónustu á Keflavíkurflugvelli við fatlað fólk og aðstandendur þess. „Mér þykir það afskaplega dapurlegt að þetta skuli enn vera að gerast. Það er ekkert nýtt að við fáum svona kvartanir til okkar, bæði vegna þess að hjólastólar eru að eyðileggjast og svo líka með þessa bið.“ Þuríður segist treysta því að Isavia muni bæta úr málum. „Vissulega finnst mér að þjónustan við fatlað fólk á Keflavíkurflugvelli megi batna. Þetta er bara óboðlegt,“ segir Þuríður.Sigríður Magnúsdóttir, móðir Magnúsar Jóels.Vísir/Arnar„Kannski verður stóllinn eyðilagður“ Þuríður hjá Öryrkjabandalaginu bendir á það sama og Sigríður Magnúsdóttir, móðir Magnúsar Jóels, að fólk veiti nákvæmar upplýsingar um hjólastóla og annan búnað til þjónustuaðila á flugvöllum. „Isavia er að þjónusta flugvöllinn, þeir gera kröfu til þess að fá þessar upplýsingar. Eitthvað hljóta þeir að ætla að gera við þær. En þarna er eitthvað mjög ábótavant,“ segir Sigríður. Hún segir að fjölskyldan hafi lent í svipuðu máli fyrir þremur árum, þá hafi hjólastóll eyðilagst í flugi frá Íslandi til Bandaríkjanna. Sigríður segir þetta draga úr áhuga Magnúsar Jóels á ferðalögum. „Hann er farinn að segja: „Mamma, ég veit ekki hvort ég treysti mér, kannski verður stóllinn eyðilagður.“ Þetta er farið að draga úr því að hann í sínum lokaða heimi geti hugsað sér að fara og ferðast með okkur. Sem er skortur á lífsgæðum.“ Mál fjölskyldunnar er til skoðunar hjá Isavia.
Félagsmál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira