Var mávinum því veitt eftirför og þegar hann lenti til að skoða feng sinn höfðu lögreglumenn hendur í hári hans – eða fjöðrum, öllu heldur. Í veskinu voru skilríki og var því hægt að hafa samband við eigandann sem hafði séð mávinn fljúga á brott með veskið.
„Eigandinn var himinlifandi með að endurheimta veskið en þessi sannkallaði glæpamávur er nú eftirlýstur hjá lögreglu,“ segir í færslu lögreglustjórans á Suðurnesjum um málið.