Njósnamjaldurinn gæti stofnað velferð systranna í hættu í Vestmannaeyjum Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. maí 2019 11:30 Sjómenn fundu mjaldurinn úti fyrir Finnmörk í lok apríl. Hann þótti grunsamlegur þar sem hann hafði utan um sig beislu, sem þótti benda til þess að hann hefði hlotið þjálfun hjá rússneska sjóhernum. Vísir/AP Flutningur mjaldrasystranna Litlu-Grár og Litlu-Hvítrar í hvalaathvarfið í Vestmannaeyjum er á afar viðkvæmu stigi. Það að flytja annan hval í athvarfið, til dæmis „njósnamjaldurinn“ svokallaða sem fannst við Noregsstrendur í lok apríl, gæti ógnað velferð systranna. Þetta kemur fram í svari samtakanna Sea life trust sem standa að flutningi mjaldranna hingað til lands. „Besti möguleikinn í stöðunni“ að handsama mjaldurinn Greint var frá því fyrir helgi að til greina kæmi að flytja hinn meinta rússneska njósnamjaldur, sem nú hefur verið nefndur Hvaldimir og heldur til við norska bæinn Tufjord, í hvalaathvarfið í Klettsvík. Jørgen Ree Wiig, sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun Noregs, sagði í samtali við bandaríska dagblaðið Washington Post að lífslíkur mjaldursins myndu aukast yrði hann fluttur til Vestmannaeyja en sérfræðingar hafa óttast um afdrif mjaldursins úti í náttúrunni þar sem augljóst þykir að hann hafi verið lengi í haldi manna. Sjá einnig: „Heldurðu virkilega að við myndum hengja á hann símanúmer?“ Wiig segir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að hvalaathvarfið gæti verið „besti möguleikinn í stöðunni fyrir hvalinn“. Hann hafi þó ekki sett sig í samband við neinn varðandi málefni mjaldursins nema vísindamenn, sem séu á því að farsælasti kosturinn gæti verið að fanga hvalinn. Einblínt á velferð mjaldrasystranna Vísir sendi einnig fyrirspurn á samtökin Sea life trust, sem standa að flutningi mjaldrasystranna til Vestmannaeyja. Þær verða fluttar frá Changfeng Ocean World-sædýragarðinum í Shanghai í lok júní, að því er RÚV greindi frá á föstudag, en komu þeirra seinkaði vegna lokun Landeyjahafnar. Nærmynd af Hvaldimir áður en beislið var tekið af honum.Vísir/AP Í svari Sea life trust við fyrirspurn Vísis segir að tilgangur mjaldraathvarfsins sé að kynna hvali, sem verið hafa í haldi manna, fyrir náttúrulegum heimkynnum sínum að nýju og bæta lífsgæði þeirra. „Flutningur mjaldra í þetta afhvarf (eða nokkuð athvarf) er afar flókið verkefni og þarf að vera vandlega úthugsað, skipulagt og framkvæmt svo að velferð hvers hvals sé ekki stofnað í hættu,“ segir í svarinu. Ekki sé tímabært að huga að flutningi annars hvals í athvarfið, til dæmis njósnahvalinn alræmda ef hugmynd um slíkt kæmi upp, þar sem það gæti komið sér illa við aðlögun systranna. „Þetta er það sem við erum að gera núna í tilfelli Litlu-Grárrar og Litlu-Hvítrar, fyrstu íbúa athvarfsins sem gert er ráð fyrir að komi á næstu mánuðum. Þetta er í fyrsta skipti sem slíkt hefur verið reynt og í ljósi þess einblínum við mjög á velferð þeirra og að koma þeim fyrir í nýju, náttúrulegu heimkynnum sínum. Það að bæta öðrum hvölum við á þessu viðkvæma stigi gæti stofnað velferð þeirra í hættu.“ Þó hefur komið fram að pláss sé fyrir fleiri hvali í kvínni við Vestmannaeyjar, allt að tólf dýr. Þá hefur jafnframt verið gefið út að vonir standi til að fleiri mjöldrum verði bjargað úr ómannúðlegum aðstæðum. Dýr Mjaldrar í Eyjum Noregur Vestmannaeyjar Mjaldurinn Hvaldimír Tengdar fréttir Grunsamlegur mjaldur í norskri landhelgi talinn þjálfaður af Rússum til hernaðar Mjaldrinum var veitt sérstök eftirtekt þar sem hann hafði utan um sig beisli, sem sérfræðingar telja að sé til þess að festa á myndavél eða vopn. 29. apríl 2019 10:23 „Heldurðu virkilega að við myndum hengja á hann símanúmer?“ Mjaldur, sem fannst í norskri landhelgi í vikunni og er talinn á vegum rússneska sjóhersins, hefur leikið listir sínar fyrir íbúa Tufjord í Noregi undanfarna daga. Rússneskur ofursti gefur lítið fyrir þær fullyrðingar að mjaldurinn sé gerður út til njósna af rússneska hernum. 30. apríl 2019 12:47 1600 tonna laug getur nýst fleiri mjöldrum Flutningi tveggja mjaldra til Eyja hefur verið seinkað um óákveðinn tíma vegna lokunar Landeyjahafnar og slæmrar veðurspár. Til stóð að flytja hvalina frá Sjanghæ í Kína á þriðjudag. Á meðan heldur undirbúningur áfram í Eyjum þar sem nýtt sædýrasafn hefur risið í tengslum við verkefnið. 13. apríl 2019 18:45 Njósnamjaldurinn nefndur Hvaldimir Nafnið þykir hinn sniðugasti leikur að orðum sem sameinar norska orðið yfir hval og nafn Rússlandsforseta. 4. maí 2019 09:40 Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Fleiri fréttir Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sjá meira
Flutningur mjaldrasystranna Litlu-Grár og Litlu-Hvítrar í hvalaathvarfið í Vestmannaeyjum er á afar viðkvæmu stigi. Það að flytja annan hval í athvarfið, til dæmis „njósnamjaldurinn“ svokallaða sem fannst við Noregsstrendur í lok apríl, gæti ógnað velferð systranna. Þetta kemur fram í svari samtakanna Sea life trust sem standa að flutningi mjaldranna hingað til lands. „Besti möguleikinn í stöðunni“ að handsama mjaldurinn Greint var frá því fyrir helgi að til greina kæmi að flytja hinn meinta rússneska njósnamjaldur, sem nú hefur verið nefndur Hvaldimir og heldur til við norska bæinn Tufjord, í hvalaathvarfið í Klettsvík. Jørgen Ree Wiig, sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun Noregs, sagði í samtali við bandaríska dagblaðið Washington Post að lífslíkur mjaldursins myndu aukast yrði hann fluttur til Vestmannaeyja en sérfræðingar hafa óttast um afdrif mjaldursins úti í náttúrunni þar sem augljóst þykir að hann hafi verið lengi í haldi manna. Sjá einnig: „Heldurðu virkilega að við myndum hengja á hann símanúmer?“ Wiig segir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að hvalaathvarfið gæti verið „besti möguleikinn í stöðunni fyrir hvalinn“. Hann hafi þó ekki sett sig í samband við neinn varðandi málefni mjaldursins nema vísindamenn, sem séu á því að farsælasti kosturinn gæti verið að fanga hvalinn. Einblínt á velferð mjaldrasystranna Vísir sendi einnig fyrirspurn á samtökin Sea life trust, sem standa að flutningi mjaldrasystranna til Vestmannaeyja. Þær verða fluttar frá Changfeng Ocean World-sædýragarðinum í Shanghai í lok júní, að því er RÚV greindi frá á föstudag, en komu þeirra seinkaði vegna lokun Landeyjahafnar. Nærmynd af Hvaldimir áður en beislið var tekið af honum.Vísir/AP Í svari Sea life trust við fyrirspurn Vísis segir að tilgangur mjaldraathvarfsins sé að kynna hvali, sem verið hafa í haldi manna, fyrir náttúrulegum heimkynnum sínum að nýju og bæta lífsgæði þeirra. „Flutningur mjaldra í þetta afhvarf (eða nokkuð athvarf) er afar flókið verkefni og þarf að vera vandlega úthugsað, skipulagt og framkvæmt svo að velferð hvers hvals sé ekki stofnað í hættu,“ segir í svarinu. Ekki sé tímabært að huga að flutningi annars hvals í athvarfið, til dæmis njósnahvalinn alræmda ef hugmynd um slíkt kæmi upp, þar sem það gæti komið sér illa við aðlögun systranna. „Þetta er það sem við erum að gera núna í tilfelli Litlu-Grárrar og Litlu-Hvítrar, fyrstu íbúa athvarfsins sem gert er ráð fyrir að komi á næstu mánuðum. Þetta er í fyrsta skipti sem slíkt hefur verið reynt og í ljósi þess einblínum við mjög á velferð þeirra og að koma þeim fyrir í nýju, náttúrulegu heimkynnum sínum. Það að bæta öðrum hvölum við á þessu viðkvæma stigi gæti stofnað velferð þeirra í hættu.“ Þó hefur komið fram að pláss sé fyrir fleiri hvali í kvínni við Vestmannaeyjar, allt að tólf dýr. Þá hefur jafnframt verið gefið út að vonir standi til að fleiri mjöldrum verði bjargað úr ómannúðlegum aðstæðum.
Dýr Mjaldrar í Eyjum Noregur Vestmannaeyjar Mjaldurinn Hvaldimír Tengdar fréttir Grunsamlegur mjaldur í norskri landhelgi talinn þjálfaður af Rússum til hernaðar Mjaldrinum var veitt sérstök eftirtekt þar sem hann hafði utan um sig beisli, sem sérfræðingar telja að sé til þess að festa á myndavél eða vopn. 29. apríl 2019 10:23 „Heldurðu virkilega að við myndum hengja á hann símanúmer?“ Mjaldur, sem fannst í norskri landhelgi í vikunni og er talinn á vegum rússneska sjóhersins, hefur leikið listir sínar fyrir íbúa Tufjord í Noregi undanfarna daga. Rússneskur ofursti gefur lítið fyrir þær fullyrðingar að mjaldurinn sé gerður út til njósna af rússneska hernum. 30. apríl 2019 12:47 1600 tonna laug getur nýst fleiri mjöldrum Flutningi tveggja mjaldra til Eyja hefur verið seinkað um óákveðinn tíma vegna lokunar Landeyjahafnar og slæmrar veðurspár. Til stóð að flytja hvalina frá Sjanghæ í Kína á þriðjudag. Á meðan heldur undirbúningur áfram í Eyjum þar sem nýtt sædýrasafn hefur risið í tengslum við verkefnið. 13. apríl 2019 18:45 Njósnamjaldurinn nefndur Hvaldimir Nafnið þykir hinn sniðugasti leikur að orðum sem sameinar norska orðið yfir hval og nafn Rússlandsforseta. 4. maí 2019 09:40 Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Fleiri fréttir Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sjá meira
Grunsamlegur mjaldur í norskri landhelgi talinn þjálfaður af Rússum til hernaðar Mjaldrinum var veitt sérstök eftirtekt þar sem hann hafði utan um sig beisli, sem sérfræðingar telja að sé til þess að festa á myndavél eða vopn. 29. apríl 2019 10:23
„Heldurðu virkilega að við myndum hengja á hann símanúmer?“ Mjaldur, sem fannst í norskri landhelgi í vikunni og er talinn á vegum rússneska sjóhersins, hefur leikið listir sínar fyrir íbúa Tufjord í Noregi undanfarna daga. Rússneskur ofursti gefur lítið fyrir þær fullyrðingar að mjaldurinn sé gerður út til njósna af rússneska hernum. 30. apríl 2019 12:47
1600 tonna laug getur nýst fleiri mjöldrum Flutningi tveggja mjaldra til Eyja hefur verið seinkað um óákveðinn tíma vegna lokunar Landeyjahafnar og slæmrar veðurspár. Til stóð að flytja hvalina frá Sjanghæ í Kína á þriðjudag. Á meðan heldur undirbúningur áfram í Eyjum þar sem nýtt sædýrasafn hefur risið í tengslum við verkefnið. 13. apríl 2019 18:45
Njósnamjaldurinn nefndur Hvaldimir Nafnið þykir hinn sniðugasti leikur að orðum sem sameinar norska orðið yfir hval og nafn Rússlandsforseta. 4. maí 2019 09:40