Að bjarga lífi Lára G. Sigurðardóttir skrifar 6. maí 2019 07:00 „You are listening to doctor radio,“ segir kynþokkafull karlmannsrödd í bílnum – eins og í spennuþrunginni kynningu kvikmyndar. Ég er búin að finna útvarpsstöð sem er alltaf æsispennandi. Hún tekur á öllu því nýjasta í heilsu- og læknisheiminum. Undanfarna daga hefur mikið verið rætt um að það sárvanti líffæragjafa. Karlmaður frá Flórída hringir inn í þáttinn, hann var að gefa nýra. Þegar þáttarstjórnandinn spyr hvað fékk hann til að gefa ókunnugri manneskju nýra svaraði hann: „Konan mín gaf nýra og ég sá hvað það gaf henni mikið. Nú skil ég hana, það er fátt sem gleður meira í lífinu en að hafa fengið tækifæri til að bjarga lífi.“ Í bókinni Altruism tekur búddamunkurinn Matthieu Ricard dæmi þess hve margt fólk er tilbúið að fórna sér fyrir aðra. Óeigingjarna fólkið er fólkið sem stekkur á eftir drukknandi manni, gefur bágstöddum síðustu aurana sína og gætir þess að valda ekki öðrum skaða. Andstæðan við óeigingjarna fólkið er eigingjarna fólkið. Þekkt dæmi eru stjórnendur Philip Morris og Monsanto. Á bak við þessi veldi er fólk sem veit að með starfi sínu er það ábyrgt fyrir dauða milljóna manna. Hjá eigingjarna fólkinu eru aurar og auðveldi metið meira en mannslíf. Á þingi er ósjaldan þusað um málefni sem augljóslega bjarga lífi. Ef það getur bjargað lífi að takmarka aðgengi að áfengi – er það vafamál? Ef það getur bjargað lífi að láta ríkið hafa umsjón með áfengissölu – er það vafamál? Á endanum er lýðheilsa okkar undir því komin hvort fleiri þingmenn tilheyra eigingjarna eða óeigingjarna fólkinu – hvort löggjöf taki mið af því að fórna eða bjarga lífi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
„You are listening to doctor radio,“ segir kynþokkafull karlmannsrödd í bílnum – eins og í spennuþrunginni kynningu kvikmyndar. Ég er búin að finna útvarpsstöð sem er alltaf æsispennandi. Hún tekur á öllu því nýjasta í heilsu- og læknisheiminum. Undanfarna daga hefur mikið verið rætt um að það sárvanti líffæragjafa. Karlmaður frá Flórída hringir inn í þáttinn, hann var að gefa nýra. Þegar þáttarstjórnandinn spyr hvað fékk hann til að gefa ókunnugri manneskju nýra svaraði hann: „Konan mín gaf nýra og ég sá hvað það gaf henni mikið. Nú skil ég hana, það er fátt sem gleður meira í lífinu en að hafa fengið tækifæri til að bjarga lífi.“ Í bókinni Altruism tekur búddamunkurinn Matthieu Ricard dæmi þess hve margt fólk er tilbúið að fórna sér fyrir aðra. Óeigingjarna fólkið er fólkið sem stekkur á eftir drukknandi manni, gefur bágstöddum síðustu aurana sína og gætir þess að valda ekki öðrum skaða. Andstæðan við óeigingjarna fólkið er eigingjarna fólkið. Þekkt dæmi eru stjórnendur Philip Morris og Monsanto. Á bak við þessi veldi er fólk sem veit að með starfi sínu er það ábyrgt fyrir dauða milljóna manna. Hjá eigingjarna fólkinu eru aurar og auðveldi metið meira en mannslíf. Á þingi er ósjaldan þusað um málefni sem augljóslega bjarga lífi. Ef það getur bjargað lífi að takmarka aðgengi að áfengi – er það vafamál? Ef það getur bjargað lífi að láta ríkið hafa umsjón með áfengissölu – er það vafamál? Á endanum er lýðheilsa okkar undir því komin hvort fleiri þingmenn tilheyra eigingjarna eða óeigingjarna fólkinu – hvort löggjöf taki mið af því að fórna eða bjarga lífi.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun