Innlent

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu: „Svikahrappar sofa aldrei“

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Hótunarbréf, í ýmsum útgáfum, berast almenningi í sífellu en Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill minna á mikilvægi þess að líta á slík bréf með gagnrýnum augum því  líkur séu á því að tölvuþrjótar hafi sent bréfin í þeim tilgangi að svíkja fé út úr fólki.
Hótunarbréf, í ýmsum útgáfum, berast almenningi í sífellu en Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill minna á mikilvægi þess að líta á slík bréf með gagnrýnum augum því líkur séu á því að tölvuþrjótar hafi sent bréfin í þeim tilgangi að svíkja fé út úr fólki.
Hótunarbréf, í ýmsum útgáfum, berast almenningi í sífellu en Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill minna á mikilvægi þess að líta á slík bréf með gagnrýnum augum því  líkur séu á því að tölvuþrjótar hafi sent bréfin í þeim tilgangi að svíkja fé út úr fólki.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar fólk við því að hlýða skipunum tölvuþrjótanna og borga þeim en í hótunarbréfunum er farið fram á að viðtakandi bréfsins greiði ákveðna upphæð til að koma í veg fyrir að myndskeið, sem þeir segjast búa yfir, verði sent til allra á póstlista viðtakandans.

Lögreglan vill benda á að ekki er mælt með að þessi upphæð sé greidd.

„Þetta eru svikapóstar sem sendir eru á tölvupóstföng sem ganga kaupum og sölum á vefnum og þegar lykilorð móttakandans er einnig gefið upp þá gefur það til kynna að þau lykilorð hafi komið upp í einhverjum lekum.“

Ekkert gefi þó til kynna að tölvuþrjótarnir búi yfir téðu myndskeiði og því um innantómar hótanir að ræða.

„Svikahrappar sofa aldrei, að því er virðist,“ segir í tilkynningu lögreglu sem mælir þó með því að fólk hylji vefmyndavélar þegar þær er ekki í notkun og breyti reglulega um lykilorð. Þá sé gott að vera með tvíþætta auðkenningu til að gera brotamönnum erfiðara fyrir þó þeir komist yfir lykilorðin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×