Jóhann Helgason segir ekkert óvænt í rökum mótaðilanna Garðar Örn Úlfarsson skrifar 4. maí 2019 08:00 Jóhann Helgason segir ekkert nýtt í rökum lögmanna andstæðinga sinna fyrir dómi í Los Angeles. Fréttablaðið/Eyþór „Þetta er það sem við bjuggumst við. Það er ekkert annað sem þeir geta reynt að nýta sér,“ segir Jóhann Helgason tónlistarmaður um rök lögmanna stórfyrirtækja sem Jóhann hefur stefnt í Bandaríkjunum vegna meints stuldar á laginu Söknuði. Í Fréttablaðinu í gær var vitnað í ný málsskjöl fyrir alríkisdómstóli í Los Angeles. Þar vill Jóhann fá viðurkennt að lagið You Raise Me Up eftir Norðmanninn Rolf LØvland frá árinu 2001 sé stolið úr laginu Söknuði sem Jóhann samdi og kom út á plötu 1977. Í nýja skjalinu er að finna bæði sjónarmið lögmanns Jóhanns og rök lögmanna hluta þeirra sem hann stefnir í málinu. Meðal annars kemur fram í umræddu skjali að lögmenn tónlistarfyrirtækja sem stefnt er segjast munu halda því fram við rekstur málsins að lögin Söknuður og You Raise Me Up séu bæði byggð á eldri lögum, sérstaklega írska þjóðlaginu Danny Boy. Engin þau líkindi séu með lögunum tveimur sem komi nálægt því að jafngilda stuldi á Söknuði. „Þeir eru kræfir og það er náttúrlega ákveðinn hroki og rangfærslur í ýmsu hjá þeim,“ segir Jóhann sem kveðst sjálfur aldrei hafa tengt Söknuð við Danny Boy. Það hafi fyrst verið gert er hann leitaði til norrænu höfundarréttarsamtakanna 2004. „Það hafði aldrei hvarflað að mér og það á við um marga. Tónlistargreinendur sem gert hafa mat á lögunum segja að þau sé líkari hvort öðru heldur en lík Danny Boy enda hljómar Danny Boy allt öðru vísi en þessi lög.“ Fram kom í Fréttablaðinu í gær að ekki hefði náðst að birta Rolf LØvland stefnu í málinu. Samkvæmt lögmanni Jóhanns hefur norski tónlistarmaðurinn í tvígang endursent stefnu sem hann hefur fengið óundirritaða. „Það voru einmitt tilmæli frá dómaranum í upphafi að menn væru ekki með neitt svona sem tefði og byggi til kostnað en það er það sem hann er að gera,“ segir Jóhann um viðbrögð LØvlands í málinu. Enn er að unnið að því að birta LØvland stefnuna. Lögmenn tónlistarfyrirtækjanna gera athugasemd við að Jóhann hafi „valið“ að bíða í mörg ár með stefnuna. You Raise Me Up kom út 2001 og varð heimsfrægt árið 2003. „Það er dálítið skrítið því í stefnunni kemur fram að málið hafi strandað á fjármögnun á sínum tíma. Þeir vita það þannig að þeir eru að fara með rangt mál,“ svarar Jóhann þessu atriði. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær eiga lögmenn málsaðila að mæta fyrir dómara í Los Angeles næstkomandi föstudag. Þá á að ræða umgjörð og dagskrá málsins í framhaldinu. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tónlist Tengdar fréttir Hafnar því að Söknuður byggi á Danny Boy Jóhann Helgason, tónlistarmaður, hafnar því að lag hans "Söknuður“ sé byggt á írska þjóðlaginu Danny boy eins og lögmenn fyrirtækja, sem Jóhann hefur stefnt vegna líkinda við lagið You Raise Me Up, segja. 3. maí 2019 22:03 Dregið í efa að Jóhann hafi samið Söknuð Lögmenn fyrirtækja sem Jóhann Helgason stefnir í Bandaríkjunum vegna meints stuldar á laginu Söknuði með útgáfu á laginu You Raise Me Up segja bæði lögin byggð á írska þjóðlaginu Danny Boy og boða kröfu um frávísun. 3. maí 2019 06:00 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fleiri fréttir Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Sjá meira
„Þetta er það sem við bjuggumst við. Það er ekkert annað sem þeir geta reynt að nýta sér,“ segir Jóhann Helgason tónlistarmaður um rök lögmanna stórfyrirtækja sem Jóhann hefur stefnt í Bandaríkjunum vegna meints stuldar á laginu Söknuði. Í Fréttablaðinu í gær var vitnað í ný málsskjöl fyrir alríkisdómstóli í Los Angeles. Þar vill Jóhann fá viðurkennt að lagið You Raise Me Up eftir Norðmanninn Rolf LØvland frá árinu 2001 sé stolið úr laginu Söknuði sem Jóhann samdi og kom út á plötu 1977. Í nýja skjalinu er að finna bæði sjónarmið lögmanns Jóhanns og rök lögmanna hluta þeirra sem hann stefnir í málinu. Meðal annars kemur fram í umræddu skjali að lögmenn tónlistarfyrirtækja sem stefnt er segjast munu halda því fram við rekstur málsins að lögin Söknuður og You Raise Me Up séu bæði byggð á eldri lögum, sérstaklega írska þjóðlaginu Danny Boy. Engin þau líkindi séu með lögunum tveimur sem komi nálægt því að jafngilda stuldi á Söknuði. „Þeir eru kræfir og það er náttúrlega ákveðinn hroki og rangfærslur í ýmsu hjá þeim,“ segir Jóhann sem kveðst sjálfur aldrei hafa tengt Söknuð við Danny Boy. Það hafi fyrst verið gert er hann leitaði til norrænu höfundarréttarsamtakanna 2004. „Það hafði aldrei hvarflað að mér og það á við um marga. Tónlistargreinendur sem gert hafa mat á lögunum segja að þau sé líkari hvort öðru heldur en lík Danny Boy enda hljómar Danny Boy allt öðru vísi en þessi lög.“ Fram kom í Fréttablaðinu í gær að ekki hefði náðst að birta Rolf LØvland stefnu í málinu. Samkvæmt lögmanni Jóhanns hefur norski tónlistarmaðurinn í tvígang endursent stefnu sem hann hefur fengið óundirritaða. „Það voru einmitt tilmæli frá dómaranum í upphafi að menn væru ekki með neitt svona sem tefði og byggi til kostnað en það er það sem hann er að gera,“ segir Jóhann um viðbrögð LØvlands í málinu. Enn er að unnið að því að birta LØvland stefnuna. Lögmenn tónlistarfyrirtækjanna gera athugasemd við að Jóhann hafi „valið“ að bíða í mörg ár með stefnuna. You Raise Me Up kom út 2001 og varð heimsfrægt árið 2003. „Það er dálítið skrítið því í stefnunni kemur fram að málið hafi strandað á fjármögnun á sínum tíma. Þeir vita það þannig að þeir eru að fara með rangt mál,“ svarar Jóhann þessu atriði. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær eiga lögmenn málsaðila að mæta fyrir dómara í Los Angeles næstkomandi föstudag. Þá á að ræða umgjörð og dagskrá málsins í framhaldinu.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tónlist Tengdar fréttir Hafnar því að Söknuður byggi á Danny Boy Jóhann Helgason, tónlistarmaður, hafnar því að lag hans "Söknuður“ sé byggt á írska þjóðlaginu Danny boy eins og lögmenn fyrirtækja, sem Jóhann hefur stefnt vegna líkinda við lagið You Raise Me Up, segja. 3. maí 2019 22:03 Dregið í efa að Jóhann hafi samið Söknuð Lögmenn fyrirtækja sem Jóhann Helgason stefnir í Bandaríkjunum vegna meints stuldar á laginu Söknuði með útgáfu á laginu You Raise Me Up segja bæði lögin byggð á írska þjóðlaginu Danny Boy og boða kröfu um frávísun. 3. maí 2019 06:00 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fleiri fréttir Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Sjá meira
Hafnar því að Söknuður byggi á Danny Boy Jóhann Helgason, tónlistarmaður, hafnar því að lag hans "Söknuður“ sé byggt á írska þjóðlaginu Danny boy eins og lögmenn fyrirtækja, sem Jóhann hefur stefnt vegna líkinda við lagið You Raise Me Up, segja. 3. maí 2019 22:03
Dregið í efa að Jóhann hafi samið Söknuð Lögmenn fyrirtækja sem Jóhann Helgason stefnir í Bandaríkjunum vegna meints stuldar á laginu Söknuði með útgáfu á laginu You Raise Me Up segja bæði lögin byggð á írska þjóðlaginu Danny Boy og boða kröfu um frávísun. 3. maí 2019 06:00