Jóhann Helgason segir ekkert óvænt í rökum mótaðilanna Garðar Örn Úlfarsson skrifar 4. maí 2019 08:00 Jóhann Helgason segir ekkert nýtt í rökum lögmanna andstæðinga sinna fyrir dómi í Los Angeles. Fréttablaðið/Eyþór „Þetta er það sem við bjuggumst við. Það er ekkert annað sem þeir geta reynt að nýta sér,“ segir Jóhann Helgason tónlistarmaður um rök lögmanna stórfyrirtækja sem Jóhann hefur stefnt í Bandaríkjunum vegna meints stuldar á laginu Söknuði. Í Fréttablaðinu í gær var vitnað í ný málsskjöl fyrir alríkisdómstóli í Los Angeles. Þar vill Jóhann fá viðurkennt að lagið You Raise Me Up eftir Norðmanninn Rolf LØvland frá árinu 2001 sé stolið úr laginu Söknuði sem Jóhann samdi og kom út á plötu 1977. Í nýja skjalinu er að finna bæði sjónarmið lögmanns Jóhanns og rök lögmanna hluta þeirra sem hann stefnir í málinu. Meðal annars kemur fram í umræddu skjali að lögmenn tónlistarfyrirtækja sem stefnt er segjast munu halda því fram við rekstur málsins að lögin Söknuður og You Raise Me Up séu bæði byggð á eldri lögum, sérstaklega írska þjóðlaginu Danny Boy. Engin þau líkindi séu með lögunum tveimur sem komi nálægt því að jafngilda stuldi á Söknuði. „Þeir eru kræfir og það er náttúrlega ákveðinn hroki og rangfærslur í ýmsu hjá þeim,“ segir Jóhann sem kveðst sjálfur aldrei hafa tengt Söknuð við Danny Boy. Það hafi fyrst verið gert er hann leitaði til norrænu höfundarréttarsamtakanna 2004. „Það hafði aldrei hvarflað að mér og það á við um marga. Tónlistargreinendur sem gert hafa mat á lögunum segja að þau sé líkari hvort öðru heldur en lík Danny Boy enda hljómar Danny Boy allt öðru vísi en þessi lög.“ Fram kom í Fréttablaðinu í gær að ekki hefði náðst að birta Rolf LØvland stefnu í málinu. Samkvæmt lögmanni Jóhanns hefur norski tónlistarmaðurinn í tvígang endursent stefnu sem hann hefur fengið óundirritaða. „Það voru einmitt tilmæli frá dómaranum í upphafi að menn væru ekki með neitt svona sem tefði og byggi til kostnað en það er það sem hann er að gera,“ segir Jóhann um viðbrögð LØvlands í málinu. Enn er að unnið að því að birta LØvland stefnuna. Lögmenn tónlistarfyrirtækjanna gera athugasemd við að Jóhann hafi „valið“ að bíða í mörg ár með stefnuna. You Raise Me Up kom út 2001 og varð heimsfrægt árið 2003. „Það er dálítið skrítið því í stefnunni kemur fram að málið hafi strandað á fjármögnun á sínum tíma. Þeir vita það þannig að þeir eru að fara með rangt mál,“ svarar Jóhann þessu atriði. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær eiga lögmenn málsaðila að mæta fyrir dómara í Los Angeles næstkomandi föstudag. Þá á að ræða umgjörð og dagskrá málsins í framhaldinu. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tónlist Tengdar fréttir Hafnar því að Söknuður byggi á Danny Boy Jóhann Helgason, tónlistarmaður, hafnar því að lag hans "Söknuður“ sé byggt á írska þjóðlaginu Danny boy eins og lögmenn fyrirtækja, sem Jóhann hefur stefnt vegna líkinda við lagið You Raise Me Up, segja. 3. maí 2019 22:03 Dregið í efa að Jóhann hafi samið Söknuð Lögmenn fyrirtækja sem Jóhann Helgason stefnir í Bandaríkjunum vegna meints stuldar á laginu Söknuði með útgáfu á laginu You Raise Me Up segja bæði lögin byggð á írska þjóðlaginu Danny Boy og boða kröfu um frávísun. 3. maí 2019 06:00 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira
„Þetta er það sem við bjuggumst við. Það er ekkert annað sem þeir geta reynt að nýta sér,“ segir Jóhann Helgason tónlistarmaður um rök lögmanna stórfyrirtækja sem Jóhann hefur stefnt í Bandaríkjunum vegna meints stuldar á laginu Söknuði. Í Fréttablaðinu í gær var vitnað í ný málsskjöl fyrir alríkisdómstóli í Los Angeles. Þar vill Jóhann fá viðurkennt að lagið You Raise Me Up eftir Norðmanninn Rolf LØvland frá árinu 2001 sé stolið úr laginu Söknuði sem Jóhann samdi og kom út á plötu 1977. Í nýja skjalinu er að finna bæði sjónarmið lögmanns Jóhanns og rök lögmanna hluta þeirra sem hann stefnir í málinu. Meðal annars kemur fram í umræddu skjali að lögmenn tónlistarfyrirtækja sem stefnt er segjast munu halda því fram við rekstur málsins að lögin Söknuður og You Raise Me Up séu bæði byggð á eldri lögum, sérstaklega írska þjóðlaginu Danny Boy. Engin þau líkindi séu með lögunum tveimur sem komi nálægt því að jafngilda stuldi á Söknuði. „Þeir eru kræfir og það er náttúrlega ákveðinn hroki og rangfærslur í ýmsu hjá þeim,“ segir Jóhann sem kveðst sjálfur aldrei hafa tengt Söknuð við Danny Boy. Það hafi fyrst verið gert er hann leitaði til norrænu höfundarréttarsamtakanna 2004. „Það hafði aldrei hvarflað að mér og það á við um marga. Tónlistargreinendur sem gert hafa mat á lögunum segja að þau sé líkari hvort öðru heldur en lík Danny Boy enda hljómar Danny Boy allt öðru vísi en þessi lög.“ Fram kom í Fréttablaðinu í gær að ekki hefði náðst að birta Rolf LØvland stefnu í málinu. Samkvæmt lögmanni Jóhanns hefur norski tónlistarmaðurinn í tvígang endursent stefnu sem hann hefur fengið óundirritaða. „Það voru einmitt tilmæli frá dómaranum í upphafi að menn væru ekki með neitt svona sem tefði og byggi til kostnað en það er það sem hann er að gera,“ segir Jóhann um viðbrögð LØvlands í málinu. Enn er að unnið að því að birta LØvland stefnuna. Lögmenn tónlistarfyrirtækjanna gera athugasemd við að Jóhann hafi „valið“ að bíða í mörg ár með stefnuna. You Raise Me Up kom út 2001 og varð heimsfrægt árið 2003. „Það er dálítið skrítið því í stefnunni kemur fram að málið hafi strandað á fjármögnun á sínum tíma. Þeir vita það þannig að þeir eru að fara með rangt mál,“ svarar Jóhann þessu atriði. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær eiga lögmenn málsaðila að mæta fyrir dómara í Los Angeles næstkomandi föstudag. Þá á að ræða umgjörð og dagskrá málsins í framhaldinu.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tónlist Tengdar fréttir Hafnar því að Söknuður byggi á Danny Boy Jóhann Helgason, tónlistarmaður, hafnar því að lag hans "Söknuður“ sé byggt á írska þjóðlaginu Danny boy eins og lögmenn fyrirtækja, sem Jóhann hefur stefnt vegna líkinda við lagið You Raise Me Up, segja. 3. maí 2019 22:03 Dregið í efa að Jóhann hafi samið Söknuð Lögmenn fyrirtækja sem Jóhann Helgason stefnir í Bandaríkjunum vegna meints stuldar á laginu Söknuði með útgáfu á laginu You Raise Me Up segja bæði lögin byggð á írska þjóðlaginu Danny Boy og boða kröfu um frávísun. 3. maí 2019 06:00 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira
Hafnar því að Söknuður byggi á Danny Boy Jóhann Helgason, tónlistarmaður, hafnar því að lag hans "Söknuður“ sé byggt á írska þjóðlaginu Danny boy eins og lögmenn fyrirtækja, sem Jóhann hefur stefnt vegna líkinda við lagið You Raise Me Up, segja. 3. maí 2019 22:03
Dregið í efa að Jóhann hafi samið Söknuð Lögmenn fyrirtækja sem Jóhann Helgason stefnir í Bandaríkjunum vegna meints stuldar á laginu Söknuði með útgáfu á laginu You Raise Me Up segja bæði lögin byggð á írska þjóðlaginu Danny Boy og boða kröfu um frávísun. 3. maí 2019 06:00