Amanpour spurði Katrínu út í loftslagsmál, nauðganir og ferðamannasprengjuna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. maí 2019 22:32 Katrín Jakobsdóttir í settinu hjá Chistiane Amanpour á CNN. Viðtal Christiane Amanpour, sjónvarpsfréttamanns hjá CNN, við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, var birt á sjónvarpsstöðinni í dag. Viðtalið var tekið í vikunni þegar Katrín var í opinberri heimsókn á Bretlandseyjum. Amanpour „braut ísinn“, eins og hún orðaði það sjálf, í byrjun viðtalsins þegar hún spurði Katrínu út í föðurnafnið hennar, Jakobsdóttir. Katrín útskýrði fyrir Amanpour að þetta þýddi að hún væri dóttir Jakobs og bætti við að henni þætti þessi hefð, að kenna börn við foreldra sína með þessum hætti, falleg. Á meðal þess sem Amanpour ræddi við Katrínu voru jafnréttismál. Spurði hún forsætisráðherra til dæmis út í það hvernig stæði á því að Ísland væri á meðal þeirra landa í Evrópu þar sem flestar nauðganir væru tilkynntar miðað við höfðatölu. „Ég held að á Íslandi, eins og í öðrum löndum, þá höfum við ekki talað mjög mikið um kynbundið ofbeldi. Það er ekki alltaf mælt í úttektum á kynjajafnrétti svo það var kannski áfall fyrir marga þegar MeToo-bylgjan kom til Íslands að sjá allar þessar konur stíga fram og segja sína sögu,“ svaraði Katrín. Þá spurði Amanpour Katrínu einnig út í það hvers vegna Íslendingar losa mest af koltvísýringi á mann af öllum ríkjum Evrópu. Katrín svaraði því til að Íslendingum hefði tekist vel til á sumum sviðum umhverfismála. „Við notum rafmagn því við búum yfir endurnýjanlegri orku og við hitum húsin okkar með jarðvarma. En það sem við höfum notað endurnýjanlegu orkuna okkar í er aðalmálið. Við erum með mikið af álverum, það er hægt að segja að álframleiðsla sé ein af þremur undirstöðum íslensks efnahagslífs, og þar sjáum við mestu losunina og svo í fluginu einnig,“ sagði Katrín. Í samhengi við umhverfismálin spurði Amanpour svo Katrínu einnig út í mikla fjölgun ferðamanna hér á landi og hvaða áhrif það hefði á innviðina og umhverfi landsins. Katrín rifjaði upp gosið í Eyjafjallajökli árið 2010 sem vakti heimsathygli, eins og flestum er í fersku minni, og sagði það hafa komið Íslandi á kortið. „En við verðum að vera heiðarleg með það að við byggðum innviðina ekki jafnhratt upp og ferðamönnum fjölgaði. Það er staðreynd. Það sem við sjáum hins vegar núna er mun meiri áhersla á sjálfbæra ferðamennsku,“ sagði Katrín. Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Ferðamennska á Íslandi Kynferðisofbeldi MeToo Umhverfismál Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Sjá meira
Viðtal Christiane Amanpour, sjónvarpsfréttamanns hjá CNN, við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, var birt á sjónvarpsstöðinni í dag. Viðtalið var tekið í vikunni þegar Katrín var í opinberri heimsókn á Bretlandseyjum. Amanpour „braut ísinn“, eins og hún orðaði það sjálf, í byrjun viðtalsins þegar hún spurði Katrínu út í föðurnafnið hennar, Jakobsdóttir. Katrín útskýrði fyrir Amanpour að þetta þýddi að hún væri dóttir Jakobs og bætti við að henni þætti þessi hefð, að kenna börn við foreldra sína með þessum hætti, falleg. Á meðal þess sem Amanpour ræddi við Katrínu voru jafnréttismál. Spurði hún forsætisráðherra til dæmis út í það hvernig stæði á því að Ísland væri á meðal þeirra landa í Evrópu þar sem flestar nauðganir væru tilkynntar miðað við höfðatölu. „Ég held að á Íslandi, eins og í öðrum löndum, þá höfum við ekki talað mjög mikið um kynbundið ofbeldi. Það er ekki alltaf mælt í úttektum á kynjajafnrétti svo það var kannski áfall fyrir marga þegar MeToo-bylgjan kom til Íslands að sjá allar þessar konur stíga fram og segja sína sögu,“ svaraði Katrín. Þá spurði Amanpour Katrínu einnig út í það hvers vegna Íslendingar losa mest af koltvísýringi á mann af öllum ríkjum Evrópu. Katrín svaraði því til að Íslendingum hefði tekist vel til á sumum sviðum umhverfismála. „Við notum rafmagn því við búum yfir endurnýjanlegri orku og við hitum húsin okkar með jarðvarma. En það sem við höfum notað endurnýjanlegu orkuna okkar í er aðalmálið. Við erum með mikið af álverum, það er hægt að segja að álframleiðsla sé ein af þremur undirstöðum íslensks efnahagslífs, og þar sjáum við mestu losunina og svo í fluginu einnig,“ sagði Katrín. Í samhengi við umhverfismálin spurði Amanpour svo Katrínu einnig út í mikla fjölgun ferðamanna hér á landi og hvaða áhrif það hefði á innviðina og umhverfi landsins. Katrín rifjaði upp gosið í Eyjafjallajökli árið 2010 sem vakti heimsathygli, eins og flestum er í fersku minni, og sagði það hafa komið Íslandi á kortið. „En við verðum að vera heiðarleg með það að við byggðum innviðina ekki jafnhratt upp og ferðamönnum fjölgaði. Það er staðreynd. Það sem við sjáum hins vegar núna er mun meiri áhersla á sjálfbæra ferðamennsku,“ sagði Katrín. Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Ferðamennska á Íslandi Kynferðisofbeldi MeToo Umhverfismál Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Sjá meira