Óskar Hrafn: Voru sjálfum sér og félaginu til sóma Guðlaugur Valgeirsson skrifar 1. maí 2019 16:37 Óskar Hrafn Þorvaldsson er þjálfari Gróttu VÍS Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Gróttu var svekktur með tap sinna manna en var mjög stoltur með sitt lið eftir flotta frammistöðu. „Ég er fyrst og fremst stoltur af liðinu mínu. Við töluðum um það fyrir leik að vera bara við í dag og gera það sem við höfum verið að gera undanfarna 18 mánuði og ekki fara á taugum á stóra sviðinu gegn frábæru Fylkisliði í beinni útsendingu og þeir gerðu það svo sannarlega ekki og voru frábærir frá fyrstu mínútu alveg til enda.” Hann hafði engar áhyggjur af sínum mönnum þrátt fyrir mistökin sem þeir gerðu þegar þeir gáfu Fylki jöfnunarmarkið. „Nei, við höfum gert þessi mistök svo oft að það var engin hætta á því að menn myndu fara á taugum. Það var kannski meira eftir annað markið þar sem okkur fannst illa að okkur vegið með meiddan mann inn á vellinum en við svöruðum því vel.” „Ég segi líka að það er ekkert mál fyrir okkur að fá svona mörk á okkur, þetta er það sem við erum að gera. Óhjákvæmilega fylgir því að við gerum mistök og við borgum glaðir gjald í formi marka einstaka sinnum í stað þessa fínu samleikskafla sem við eigum í báðum hálfleikjum.” Óskar sagði að þessi frammistaða gegn liði í deild fyrir ofan sé klárlega jákvæð teikn fyrir sumarið en liðið er nýliði í Inkasso-deildinni. „Já hún er það. Kannski bara sérstaklega að leikmenn voru þeir sjálfir. Þeir voru hugrakkir, með kassann úti allan tímann en á sama tíma vitum við að við fáum ekkert fyrir það í Ólafsvík á sunnudaginn.” „Það er nýr leikur á móti erfiðum andstæðingum sem er vel skipulagt lið en auðvitað er betra að standa sig vel. Sama hver horfði á þennan leik þá sáu menn að liðið var gott og þeir voru sér og félaginu til sóma.” Óskar var að lokum spurður út í markmið sumarsins, hvort það væri eitthvað ákveðið sæti eða hvort að það væri frammistaðan sem skipti öllu. „Við viljum spila flottan bolta, vera við sjálfir og vera betri í því. Fækka mistökunum að sjálfsögðu og svo vonandi koma góðir hlutir út úr því. Við viljum festa Gróttu í sessi sem Inkasso lið og liðið á best 10.sæti og sagan er kannski ekki með okkur en við viljum skrifa nýja sögu,” sagði Óskar að lokum. Mjólkurbikarinn Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Gróttu var svekktur með tap sinna manna en var mjög stoltur með sitt lið eftir flotta frammistöðu. „Ég er fyrst og fremst stoltur af liðinu mínu. Við töluðum um það fyrir leik að vera bara við í dag og gera það sem við höfum verið að gera undanfarna 18 mánuði og ekki fara á taugum á stóra sviðinu gegn frábæru Fylkisliði í beinni útsendingu og þeir gerðu það svo sannarlega ekki og voru frábærir frá fyrstu mínútu alveg til enda.” Hann hafði engar áhyggjur af sínum mönnum þrátt fyrir mistökin sem þeir gerðu þegar þeir gáfu Fylki jöfnunarmarkið. „Nei, við höfum gert þessi mistök svo oft að það var engin hætta á því að menn myndu fara á taugum. Það var kannski meira eftir annað markið þar sem okkur fannst illa að okkur vegið með meiddan mann inn á vellinum en við svöruðum því vel.” „Ég segi líka að það er ekkert mál fyrir okkur að fá svona mörk á okkur, þetta er það sem við erum að gera. Óhjákvæmilega fylgir því að við gerum mistök og við borgum glaðir gjald í formi marka einstaka sinnum í stað þessa fínu samleikskafla sem við eigum í báðum hálfleikjum.” Óskar sagði að þessi frammistaða gegn liði í deild fyrir ofan sé klárlega jákvæð teikn fyrir sumarið en liðið er nýliði í Inkasso-deildinni. „Já hún er það. Kannski bara sérstaklega að leikmenn voru þeir sjálfir. Þeir voru hugrakkir, með kassann úti allan tímann en á sama tíma vitum við að við fáum ekkert fyrir það í Ólafsvík á sunnudaginn.” „Það er nýr leikur á móti erfiðum andstæðingum sem er vel skipulagt lið en auðvitað er betra að standa sig vel. Sama hver horfði á þennan leik þá sáu menn að liðið var gott og þeir voru sér og félaginu til sóma.” Óskar var að lokum spurður út í markmið sumarsins, hvort það væri eitthvað ákveðið sæti eða hvort að það væri frammistaðan sem skipti öllu. „Við viljum spila flottan bolta, vera við sjálfir og vera betri í því. Fækka mistökunum að sjálfsögðu og svo vonandi koma góðir hlutir út úr því. Við viljum festa Gróttu í sessi sem Inkasso lið og liðið á best 10.sæti og sagan er kannski ekki með okkur en við viljum skrifa nýja sögu,” sagði Óskar að lokum.
Mjólkurbikarinn Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira