Börsungar með annan fótinn í úrslitunum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 1. maí 2019 21:00 Lionel Messi kann listina að skora aukaspyrnumörk betur en flestir aðrir vísir/getty Barcelona er í ansi vænlegri stöðu fyrir seinni undanúrslitaleik Meistaradeildar Evrópu eftir 3-0 sigur á Liverpool á heimavelli sínum í kvöld. Leikurinn var frábær strax frá upphafi og færi á báða bóga. Það voru hins vegar heimamenn sem settu fyrsta markið, það kom á 26. mínútu og var fyrrum Liverpool-maðurinn Luis Suarez á ferðinni. Jordi Alba á fullkomlega tímasetta sendingu inn á teiginn í hlaupaleið Suarez sem setur boltann viðstöðulaust í netið. Sadio Mane átti dauðafæri til þess að jafna leikinn stuttu seinna þegar hann skallaði boltann yfir markið en fleiri mörk komu ekki í fyrri hálfleik. Krafturinn datt ekki úr leiknum við leikhléið og átti Liverpool dauðafæri strax á upphafsmínútunum en skot James Milner fór rétt framhjá markinu. Liverpool sótti og sótti að marki Barcelona en gat ekki fundið leið til þess að brjóta ísinn. Þegar seinni hálfleikurinn var hálfnaður fór aðeins að kólna í leiknum og þá refsaði Barcelona. Boltinn féll fyrir Luis Suarez eftir krafs í teignum, hann hamraði boltann í slána. Þaðan lenti boltinn við fætur Lionel Messi sem hljóp með boltann í tómt marknetið. Heppnisstimpill yfir þessu marki og blaut tuska í andlitið á Liverpool. Á 82. mínútu fekk Barcelona aukaspyrnu af rúmlega 30 metra færi. Lionel Messi stóð yfir boltanum og sendi hann svo í marknetið með frábærri aukaspyrnu. Óverjandi fyrir Alisson í markinu. Útlitið var orðið ansi svart fyrir Liverpool en það hefði getað skánað strax þremur mínútum seinna þegar Roberto Firmino átti skot sem var bjargað á marklínu. Frákastið féll fyrir Mohamed Salah en hann setti boltann í stöngina. Liverpool virtist fyrirmunað að skora í þessum leik. Liverpool setti allt sitt í að reyna að ná í mikilvæg útivallarmark en var tvisvar hársbreidd frá því að vera refsað svaðalega þegar Börsungar fóru illa með vænlegar skyndisóknir. Útivallarmarkið kom ekki, Börsungar unnu 3-0 sigur. Lokatölurnar endurspegla leikinn þó ekki vel því Liverpool var ef eitthvað er betri aðilinn í leiknum. Gestirnir nýttu hins vegar ekki færin sín og það er það sem fótbolti snýst um. Börsungar gerðu það og þeir eru komnir með annan fótinn inn í úrslitaleikinn. Meistaradeild Evrópu
Barcelona er í ansi vænlegri stöðu fyrir seinni undanúrslitaleik Meistaradeildar Evrópu eftir 3-0 sigur á Liverpool á heimavelli sínum í kvöld. Leikurinn var frábær strax frá upphafi og færi á báða bóga. Það voru hins vegar heimamenn sem settu fyrsta markið, það kom á 26. mínútu og var fyrrum Liverpool-maðurinn Luis Suarez á ferðinni. Jordi Alba á fullkomlega tímasetta sendingu inn á teiginn í hlaupaleið Suarez sem setur boltann viðstöðulaust í netið. Sadio Mane átti dauðafæri til þess að jafna leikinn stuttu seinna þegar hann skallaði boltann yfir markið en fleiri mörk komu ekki í fyrri hálfleik. Krafturinn datt ekki úr leiknum við leikhléið og átti Liverpool dauðafæri strax á upphafsmínútunum en skot James Milner fór rétt framhjá markinu. Liverpool sótti og sótti að marki Barcelona en gat ekki fundið leið til þess að brjóta ísinn. Þegar seinni hálfleikurinn var hálfnaður fór aðeins að kólna í leiknum og þá refsaði Barcelona. Boltinn féll fyrir Luis Suarez eftir krafs í teignum, hann hamraði boltann í slána. Þaðan lenti boltinn við fætur Lionel Messi sem hljóp með boltann í tómt marknetið. Heppnisstimpill yfir þessu marki og blaut tuska í andlitið á Liverpool. Á 82. mínútu fekk Barcelona aukaspyrnu af rúmlega 30 metra færi. Lionel Messi stóð yfir boltanum og sendi hann svo í marknetið með frábærri aukaspyrnu. Óverjandi fyrir Alisson í markinu. Útlitið var orðið ansi svart fyrir Liverpool en það hefði getað skánað strax þremur mínútum seinna þegar Roberto Firmino átti skot sem var bjargað á marklínu. Frákastið féll fyrir Mohamed Salah en hann setti boltann í stöngina. Liverpool virtist fyrirmunað að skora í þessum leik. Liverpool setti allt sitt í að reyna að ná í mikilvæg útivallarmark en var tvisvar hársbreidd frá því að vera refsað svaðalega þegar Börsungar fóru illa með vænlegar skyndisóknir. Útivallarmarkið kom ekki, Börsungar unnu 3-0 sigur. Lokatölurnar endurspegla leikinn þó ekki vel því Liverpool var ef eitthvað er betri aðilinn í leiknum. Gestirnir nýttu hins vegar ekki færin sín og það er það sem fótbolti snýst um. Börsungar gerðu það og þeir eru komnir með annan fótinn inn í úrslitaleikinn.
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti