Landvernd vill hvorki stærri Keflavíkurflugvöll né fleiri ferðamenn Sighvatur Jónsson skrifar 1. maí 2019 14:30 Landvernd telur ekki rétt að stuðla að frekari fjölgun ferðmanna hér á landi. Frekar þurfi að draga úr flugi vegna mikilla umhverfisáhrifa þess. Fréttablaðið/Anton Brink Umhverfisverndarsamtökin Landvernd leggjast gegn því að Keflavíkurflugvöllur verði stækkaður frekar vegna umhverfisáhrifa sem það hefði í för með sér. Þetta ályktaði aðalfundur félagsins í gær. Framkvæmdastjóri samtakanna segir að draga verði úr flugi, engin ástæða sé til þess að ýta undir frekari fjölgun ferðamanna til landsins. Þá hvetur Landvernd ríkisstjórnina til að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Á aðalfundi Landverndar í gær lagði stjórn samtakanna fram nokkrar tillögur í umhverfismálum. Fjalla þær meðal annars um verndun víðernis landsins og bann við hvalveiðum. Skorað var á ríkisstjórn Íslands að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, gagnrýnir að aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum sé hvorki tímasett né magnbundin. Erfitt sé að vinna eftir þannig áætlunum.Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar.„Við samþykktum líka áætlun um að það yrði ekki farið í stækkun Keflavíkurflugvallar meðal annars með þeim rökum að loftslagsáhrifin eru gífurleg af svoleiðis stækkun. Sú stækkun kostar svakalega fjármuni á meðan aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar, sem á aðallega að fara í kolefnisbindingu en ekki að draga úr losun, er bara fjármögnuð upp á tæpa sjö milljarða á næstu fimm árum. Það skýtur svolítið skökku við,“ segir Auður. Aðspurð um þörf á stærri flugvelli vegna fjölgunar ferðamanna segir Auður þvert á móti að draga þurfi úr flugi, það losi mikið af gróðurhúsalofttegundum. „Við eigum ekki bara að fljóta með varðandi fjölgun ferðamanna. Hingað til lands koma mjög margir ferðamenn og það er engin ástæða til þess að ýta frekar undir þá fjölgun.“ Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Umhverfismál Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Sjá meira
Umhverfisverndarsamtökin Landvernd leggjast gegn því að Keflavíkurflugvöllur verði stækkaður frekar vegna umhverfisáhrifa sem það hefði í för með sér. Þetta ályktaði aðalfundur félagsins í gær. Framkvæmdastjóri samtakanna segir að draga verði úr flugi, engin ástæða sé til þess að ýta undir frekari fjölgun ferðamanna til landsins. Þá hvetur Landvernd ríkisstjórnina til að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Á aðalfundi Landverndar í gær lagði stjórn samtakanna fram nokkrar tillögur í umhverfismálum. Fjalla þær meðal annars um verndun víðernis landsins og bann við hvalveiðum. Skorað var á ríkisstjórn Íslands að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, gagnrýnir að aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum sé hvorki tímasett né magnbundin. Erfitt sé að vinna eftir þannig áætlunum.Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar.„Við samþykktum líka áætlun um að það yrði ekki farið í stækkun Keflavíkurflugvallar meðal annars með þeim rökum að loftslagsáhrifin eru gífurleg af svoleiðis stækkun. Sú stækkun kostar svakalega fjármuni á meðan aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar, sem á aðallega að fara í kolefnisbindingu en ekki að draga úr losun, er bara fjármögnuð upp á tæpa sjö milljarða á næstu fimm árum. Það skýtur svolítið skökku við,“ segir Auður. Aðspurð um þörf á stærri flugvelli vegna fjölgunar ferðamanna segir Auður þvert á móti að draga þurfi úr flugi, það losi mikið af gróðurhúsalofttegundum. „Við eigum ekki bara að fljóta með varðandi fjölgun ferðamanna. Hingað til lands koma mjög margir ferðamenn og það er engin ástæða til þess að ýta frekar undir þá fjölgun.“
Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Umhverfismál Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Sjá meira