Höggin vinstramegin Bjarni Karlsson skrifar 1. maí 2019 08:00 Verkalýðshreyfingin í landinu hefur eflst síðustu misseri með nýju forystufólki. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, var í áhugaverðu viðtali hér í blaðinu sl. laugardag. Hún talar skýrum orðum um nýfrjálshyggjuna og þá staðreynd að þar er unnið að hagsmunum hinna fáu á kostnað hinna mörgu. Mögnuð kona þar á ferð. Í viðtalinu var á það minnst að Sólveig Anna sé stundum stóryrt og enda þótt hún styðjist við margt í kristinni hugmyndafræði þá myndi hún aldrei bjóða hinn vangann. Jesús frá Nasaret var líka stóryrtur þegar hann gagnrýndi ríkjandi valdastétt, kallaði þá hræsnara, líkti þeim við kalkaðar grafir og sakaði þá um að „éta upp heimili ekkna og flytja langar bænir að yfirskini“. Hann hefði aldrei hvatt kúgaðan verkalýð til að bjóða hinn vangann. Tillaga hans varðandi hinn vangann sem skráð er í fjallræðunni í fimmta kafla Matteusarguðspjalls er hvatning til að halda tilfinningalegu sjálfstæði í samskiptum við ofbeldisfólk: „Slái einhver þig á hægri kinn þá bjóð honum einnig hina.“ Högg á hægri kinn er hinn klassíski löðrungur sem veittur er með handarbaki í því skyni að hrella fólk og segja því að halda sig á mottunni. Með því að bjóða vinstri vangann í ofbeldisaðstæðum er maður að segja: Já, já, allir geta beitt ofbeldi. Ég beygi mig ekki fyrir því heldur stend ég upprétt(ur) og lít hvorki upp né niður til þín. Ef þú ætlar að halda áfram að berja mig skaltu slá mig á hinn vangann sem jafningja. Þannig vakti hann athygli á þriðju leiðinni andspænis öllu ofbeldi; gera ekki árás, flýja ekki af hólmi en standa kyrr í sínum sannleika. Þannig býður Sólveig Anna hinn vangann þegar hún lætur ekki setja sig niður en stendur jafnfætis og tekur höggin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bjarni Karlsson Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Verkalýðshreyfingin í landinu hefur eflst síðustu misseri með nýju forystufólki. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, var í áhugaverðu viðtali hér í blaðinu sl. laugardag. Hún talar skýrum orðum um nýfrjálshyggjuna og þá staðreynd að þar er unnið að hagsmunum hinna fáu á kostnað hinna mörgu. Mögnuð kona þar á ferð. Í viðtalinu var á það minnst að Sólveig Anna sé stundum stóryrt og enda þótt hún styðjist við margt í kristinni hugmyndafræði þá myndi hún aldrei bjóða hinn vangann. Jesús frá Nasaret var líka stóryrtur þegar hann gagnrýndi ríkjandi valdastétt, kallaði þá hræsnara, líkti þeim við kalkaðar grafir og sakaði þá um að „éta upp heimili ekkna og flytja langar bænir að yfirskini“. Hann hefði aldrei hvatt kúgaðan verkalýð til að bjóða hinn vangann. Tillaga hans varðandi hinn vangann sem skráð er í fjallræðunni í fimmta kafla Matteusarguðspjalls er hvatning til að halda tilfinningalegu sjálfstæði í samskiptum við ofbeldisfólk: „Slái einhver þig á hægri kinn þá bjóð honum einnig hina.“ Högg á hægri kinn er hinn klassíski löðrungur sem veittur er með handarbaki í því skyni að hrella fólk og segja því að halda sig á mottunni. Með því að bjóða vinstri vangann í ofbeldisaðstæðum er maður að segja: Já, já, allir geta beitt ofbeldi. Ég beygi mig ekki fyrir því heldur stend ég upprétt(ur) og lít hvorki upp né niður til þín. Ef þú ætlar að halda áfram að berja mig skaltu slá mig á hinn vangann sem jafningja. Þannig vakti hann athygli á þriðju leiðinni andspænis öllu ofbeldi; gera ekki árás, flýja ekki af hólmi en standa kyrr í sínum sannleika. Þannig býður Sólveig Anna hinn vangann þegar hún lætur ekki setja sig niður en stendur jafnfætis og tekur höggin.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun